Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Jakob Bjarnar skrifar 16. nóvember 2015 10:00 Sigmundur segir að forsætisráðherrar tali öðruvísi sín á milli en opinberlega. Hér er hann ásamt breska kollega sínum. VÍSIR/STEFÁN Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra Íslands upplýsti að hann, og aðrir forsætisráðherrar Vesturlanda tali allt öðru vísi opinberlega en sín á milli, yfir kvöldverði eða á göngum þegar míkrófónninn er ekki á þeim. Þeir segi ekki hug sinn af ótta við pólitískan rétttrúnað og það að snúið verði út úr orðum sínum. Sigmundur Davíð var gestur Bítisins á Bylgjunni og þar ræddi hann ástandið vítt og breytt og stöðuna nú í kjölfar árásanna í París. Hann telur að ljóst sé að þetta breyti mjög miklu á Norðurlöndum óttist menn sambærilegar aðgerðir og telja hættu á slíku.Forsætisráðherrar tala öðru vísi sín á milli en opinberlega Hann segist hafa rætt við kollega sína forsætisráðherrana á tíðum fundum sem haldnir hafa verið til að mynda á Möltu og hér á land. „Menn ræða þessi mál allt öðru vísi í sínum hópi þegar þeir koma saman forsætisráðherrar yfir kvöldverði og á göngunum heldur en ef þeir gera opinberlega. Og það stafar einfaldlega af því og þeir viðurkenna það verður að viðurkennast að þeir eru mjög smeikir við þessa umræðu. Hvernig það sem þeir segja kunni að vera túlkað í fjölmiðlum, hvernig verði snúið út úr því. Og menn líta á þetta sem vandamál að ekki sé hægt að ræða þetta eins og þarf að ræða þetta. En, hafa samt áhyggjur af því með hvaða hætti þetta yrði túlkað. Þetta var fyrir árásirnar,“ sagði Sigmundur Davíð við þá Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason útvarpsmenn, og hlustendur Bylgjunnar. Sigmundur Davíð var spurður hvort þetta væri vegna hins svokallaða pólitíska rétttrúnaðar sem hér er ríkjandi og forsætisráðherra sagði svo vera. „Hér er ég að tala um hinn pólitíska rétttrúnað sem allir í rauninni viðurkenna þegar ekki er hljóðnemi er á þeim, að sé til staðar og getur verið mjög varasamur.“Hættulegir menn í röðum flóttafólks Forsætisráðherra nefndi sem dæmi hinn mikla straumflóttafólks sem nú liggur til Evrópu. „Jafnvel tugþúsundir á dag, þá segir það sig sjálft að þar á milli getur leynst hættulegt fólk. Eins og hefur sést núna. En menn hafa ekki viljað segja þetta vegna þess hvernig þetta kynni að verða túlkað,“ sagði Sigmundur en vildi þó meina að þar væru kollegar hans forstætisráðherrarnir að vanmeta almenning. „Þó að menn bendi á þá augljósu staðreynd að auðvitað munu svona glæpasamtök nýta tækifærið þegar landamæri Evrópu eru opin, þá telur fólk ekki, almenningur, þá sé ekki þar með verið að segja að flóttafólk séu glæpamenn. Fólk getur alveg greint þarna á milli sjálft. En, samt, það er feimni við að ræða þetta en nú liggur fyrir að þessi samtök hafa nýtt neyð þessa fólks til að smygla inn fjölda fólks til Evrópu. Og menn óttast að þetta sé bara upphafið af aðgerðum sem þeir geti farið í. Og menn eru í kappi við tímann við erfiðar aðstæður að leita menn uppi.“ Hlusta má á viðtalið við Sigmund Davíð í meðfylgjandi spilara. Hryðjuverk í París Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra Íslands upplýsti að hann, og aðrir forsætisráðherrar Vesturlanda tali allt öðru vísi opinberlega en sín á milli, yfir kvöldverði eða á göngum þegar míkrófónninn er ekki á þeim. Þeir segi ekki hug sinn af ótta við pólitískan rétttrúnað og það að snúið verði út úr orðum sínum. Sigmundur Davíð var gestur Bítisins á Bylgjunni og þar ræddi hann ástandið vítt og breytt og stöðuna nú í kjölfar árásanna í París. Hann telur að ljóst sé að þetta breyti mjög miklu á Norðurlöndum óttist menn sambærilegar aðgerðir og telja hættu á slíku.Forsætisráðherrar tala öðru vísi sín á milli en opinberlega Hann segist hafa rætt við kollega sína forsætisráðherrana á tíðum fundum sem haldnir hafa verið til að mynda á Möltu og hér á land. „Menn ræða þessi mál allt öðru vísi í sínum hópi þegar þeir koma saman forsætisráðherrar yfir kvöldverði og á göngunum heldur en ef þeir gera opinberlega. Og það stafar einfaldlega af því og þeir viðurkenna það verður að viðurkennast að þeir eru mjög smeikir við þessa umræðu. Hvernig það sem þeir segja kunni að vera túlkað í fjölmiðlum, hvernig verði snúið út úr því. Og menn líta á þetta sem vandamál að ekki sé hægt að ræða þetta eins og þarf að ræða þetta. En, hafa samt áhyggjur af því með hvaða hætti þetta yrði túlkað. Þetta var fyrir árásirnar,“ sagði Sigmundur Davíð við þá Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason útvarpsmenn, og hlustendur Bylgjunnar. Sigmundur Davíð var spurður hvort þetta væri vegna hins svokallaða pólitíska rétttrúnaðar sem hér er ríkjandi og forsætisráðherra sagði svo vera. „Hér er ég að tala um hinn pólitíska rétttrúnað sem allir í rauninni viðurkenna þegar ekki er hljóðnemi er á þeim, að sé til staðar og getur verið mjög varasamur.“Hættulegir menn í röðum flóttafólks Forsætisráðherra nefndi sem dæmi hinn mikla straumflóttafólks sem nú liggur til Evrópu. „Jafnvel tugþúsundir á dag, þá segir það sig sjálft að þar á milli getur leynst hættulegt fólk. Eins og hefur sést núna. En menn hafa ekki viljað segja þetta vegna þess hvernig þetta kynni að verða túlkað,“ sagði Sigmundur en vildi þó meina að þar væru kollegar hans forstætisráðherrarnir að vanmeta almenning. „Þó að menn bendi á þá augljósu staðreynd að auðvitað munu svona glæpasamtök nýta tækifærið þegar landamæri Evrópu eru opin, þá telur fólk ekki, almenningur, þá sé ekki þar með verið að segja að flóttafólk séu glæpamenn. Fólk getur alveg greint þarna á milli sjálft. En, samt, það er feimni við að ræða þetta en nú liggur fyrir að þessi samtök hafa nýtt neyð þessa fólks til að smygla inn fjölda fólks til Evrópu. Og menn óttast að þetta sé bara upphafið af aðgerðum sem þeir geti farið í. Og menn eru í kappi við tímann við erfiðar aðstæður að leita menn uppi.“ Hlusta má á viðtalið við Sigmund Davíð í meðfylgjandi spilara.
Hryðjuverk í París Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira