Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Jakob Bjarnar skrifar 16. nóvember 2015 10:00 Sigmundur segir að forsætisráðherrar tali öðruvísi sín á milli en opinberlega. Hér er hann ásamt breska kollega sínum. VÍSIR/STEFÁN Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra Íslands upplýsti að hann, og aðrir forsætisráðherrar Vesturlanda tali allt öðru vísi opinberlega en sín á milli, yfir kvöldverði eða á göngum þegar míkrófónninn er ekki á þeim. Þeir segi ekki hug sinn af ótta við pólitískan rétttrúnað og það að snúið verði út úr orðum sínum. Sigmundur Davíð var gestur Bítisins á Bylgjunni og þar ræddi hann ástandið vítt og breytt og stöðuna nú í kjölfar árásanna í París. Hann telur að ljóst sé að þetta breyti mjög miklu á Norðurlöndum óttist menn sambærilegar aðgerðir og telja hættu á slíku.Forsætisráðherrar tala öðru vísi sín á milli en opinberlega Hann segist hafa rætt við kollega sína forsætisráðherrana á tíðum fundum sem haldnir hafa verið til að mynda á Möltu og hér á land. „Menn ræða þessi mál allt öðru vísi í sínum hópi þegar þeir koma saman forsætisráðherrar yfir kvöldverði og á göngunum heldur en ef þeir gera opinberlega. Og það stafar einfaldlega af því og þeir viðurkenna það verður að viðurkennast að þeir eru mjög smeikir við þessa umræðu. Hvernig það sem þeir segja kunni að vera túlkað í fjölmiðlum, hvernig verði snúið út úr því. Og menn líta á þetta sem vandamál að ekki sé hægt að ræða þetta eins og þarf að ræða þetta. En, hafa samt áhyggjur af því með hvaða hætti þetta yrði túlkað. Þetta var fyrir árásirnar,“ sagði Sigmundur Davíð við þá Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason útvarpsmenn, og hlustendur Bylgjunnar. Sigmundur Davíð var spurður hvort þetta væri vegna hins svokallaða pólitíska rétttrúnaðar sem hér er ríkjandi og forsætisráðherra sagði svo vera. „Hér er ég að tala um hinn pólitíska rétttrúnað sem allir í rauninni viðurkenna þegar ekki er hljóðnemi er á þeim, að sé til staðar og getur verið mjög varasamur.“Hættulegir menn í röðum flóttafólks Forsætisráðherra nefndi sem dæmi hinn mikla straumflóttafólks sem nú liggur til Evrópu. „Jafnvel tugþúsundir á dag, þá segir það sig sjálft að þar á milli getur leynst hættulegt fólk. Eins og hefur sést núna. En menn hafa ekki viljað segja þetta vegna þess hvernig þetta kynni að verða túlkað,“ sagði Sigmundur en vildi þó meina að þar væru kollegar hans forstætisráðherrarnir að vanmeta almenning. „Þó að menn bendi á þá augljósu staðreynd að auðvitað munu svona glæpasamtök nýta tækifærið þegar landamæri Evrópu eru opin, þá telur fólk ekki, almenningur, þá sé ekki þar með verið að segja að flóttafólk séu glæpamenn. Fólk getur alveg greint þarna á milli sjálft. En, samt, það er feimni við að ræða þetta en nú liggur fyrir að þessi samtök hafa nýtt neyð þessa fólks til að smygla inn fjölda fólks til Evrópu. Og menn óttast að þetta sé bara upphafið af aðgerðum sem þeir geti farið í. Og menn eru í kappi við tímann við erfiðar aðstæður að leita menn uppi.“ Hlusta má á viðtalið við Sigmund Davíð í meðfylgjandi spilara. Hryðjuverk í París Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra Íslands upplýsti að hann, og aðrir forsætisráðherrar Vesturlanda tali allt öðru vísi opinberlega en sín á milli, yfir kvöldverði eða á göngum þegar míkrófónninn er ekki á þeim. Þeir segi ekki hug sinn af ótta við pólitískan rétttrúnað og það að snúið verði út úr orðum sínum. Sigmundur Davíð var gestur Bítisins á Bylgjunni og þar ræddi hann ástandið vítt og breytt og stöðuna nú í kjölfar árásanna í París. Hann telur að ljóst sé að þetta breyti mjög miklu á Norðurlöndum óttist menn sambærilegar aðgerðir og telja hættu á slíku.Forsætisráðherrar tala öðru vísi sín á milli en opinberlega Hann segist hafa rætt við kollega sína forsætisráðherrana á tíðum fundum sem haldnir hafa verið til að mynda á Möltu og hér á land. „Menn ræða þessi mál allt öðru vísi í sínum hópi þegar þeir koma saman forsætisráðherrar yfir kvöldverði og á göngunum heldur en ef þeir gera opinberlega. Og það stafar einfaldlega af því og þeir viðurkenna það verður að viðurkennast að þeir eru mjög smeikir við þessa umræðu. Hvernig það sem þeir segja kunni að vera túlkað í fjölmiðlum, hvernig verði snúið út úr því. Og menn líta á þetta sem vandamál að ekki sé hægt að ræða þetta eins og þarf að ræða þetta. En, hafa samt áhyggjur af því með hvaða hætti þetta yrði túlkað. Þetta var fyrir árásirnar,“ sagði Sigmundur Davíð við þá Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason útvarpsmenn, og hlustendur Bylgjunnar. Sigmundur Davíð var spurður hvort þetta væri vegna hins svokallaða pólitíska rétttrúnaðar sem hér er ríkjandi og forsætisráðherra sagði svo vera. „Hér er ég að tala um hinn pólitíska rétttrúnað sem allir í rauninni viðurkenna þegar ekki er hljóðnemi er á þeim, að sé til staðar og getur verið mjög varasamur.“Hættulegir menn í röðum flóttafólks Forsætisráðherra nefndi sem dæmi hinn mikla straumflóttafólks sem nú liggur til Evrópu. „Jafnvel tugþúsundir á dag, þá segir það sig sjálft að þar á milli getur leynst hættulegt fólk. Eins og hefur sést núna. En menn hafa ekki viljað segja þetta vegna þess hvernig þetta kynni að verða túlkað,“ sagði Sigmundur en vildi þó meina að þar væru kollegar hans forstætisráðherrarnir að vanmeta almenning. „Þó að menn bendi á þá augljósu staðreynd að auðvitað munu svona glæpasamtök nýta tækifærið þegar landamæri Evrópu eru opin, þá telur fólk ekki, almenningur, þá sé ekki þar með verið að segja að flóttafólk séu glæpamenn. Fólk getur alveg greint þarna á milli sjálft. En, samt, það er feimni við að ræða þetta en nú liggur fyrir að þessi samtök hafa nýtt neyð þessa fólks til að smygla inn fjölda fólks til Evrópu. Og menn óttast að þetta sé bara upphafið af aðgerðum sem þeir geti farið í. Og menn eru í kappi við tímann við erfiðar aðstæður að leita menn uppi.“ Hlusta má á viðtalið við Sigmund Davíð í meðfylgjandi spilara.
Hryðjuverk í París Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira