Heimir: Tekur tíma fyrir nýja menn að komast inn í skipulagið Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. nóvember 2015 15:15 Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliðinu gegn Póllandi í sínum fyrsta landsleik. vísir/adam jasztrebowski „Ef hægt er að marka einhverja greiningu verður þetta öðruvísi leikur,“ segir Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, um leikinn gegn Slóvakíu annað kvöld. Íslenska liðið er statt í Zilina þar sem það mætir heimamönnum í vináttuleik, fjórum dögum eftir að tapa fyrir Póllandi, 4-2, í Varsjá.Sjá einnig:Aron Einar verður ekki með gegn Slóvakíu Slóvakar, eins og Pólland og Ísland, slógu í gegn í undankeppninni og komust beint á EM í Frakklandi. Þeirra helstu stjörnur verða þó ekki með á morgun. Bæði Marek Hamsik og Martin Skrtel verða fjarri góðu gamni. „Slóvakar leggja meira upp úr sterkum varnarleik og skyndisóknum. Það verður erfiðara að opna þá heldur en Pólverjana sem okkur tókst að opna mjög oft. Þar fengum við mörg fín og opin færin,“ segir Heimir.Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru að reyna að stækka íslenska hópinn.vísir/adam jasztrebowskiFórnarkostnaður Landsliðsþjálfarinn fagnar því að fá leiki við svona sterk lið, en það gerir mikið fyrir nýju mennina og þá sem hafa spilað minna að fá sénsinn gegn svona sterkum þjóðum. „Við erum að spila á móti þjóðum sem slógu í gegn í undankeppninni. Það er þvílíkt fár í Póllandi og Slóvakar voru nánast búnir að tryggja sér sæti á EM eftir sex leiki sem þeir unnu alla. Það er kærkomið að fá svona æfingaleiki til að prófa nýja menn. Við erum samt ekkert að setja ellefu nýliða inn í einu á móti svona liðum,“ segir Heimir.Sjá einnig:Einnar mínútu þögn á æfingu strákanna vegna hryðjuverkanna í París Fyrri hálfleikurinn gegn Póllandi var góður en eftir hann var íslenska liðið 1-0 yfir. Í seinni hálfleik fengu fleiri að spila sem hafa lítið komið við sögu og fór þá að slitna á milli í íslenska liðinu. „Þetta er bara fórnarkostnaður fyrir að gefa mönnum tækifæri. Það hoppar enginn tilbúinn inn í sinn fyrsta landsleik en einhverntíma verða menn að fá tækifæri og við teljum að þetta sé rétti tíminn,“ segir Heimir. „Það tekur tíma fyrir nýja menn að koma inn í skiplagið hjá okkur. Hluti af tilgangnum með þessum leikjum er einmitt að fá fleiri inn í þetta og stækka hópinn þannig að við töpum ekki leikjum ef við missum einn eða tvo leikmenn út,“ segir Heimir Hallgrímsson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Vildi mæta sterkasta liði Slóvaka Hvorki Marek Hamsik né Martin Skrtel verða með slóvakíska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Íslandi annað kvöld. 16. nóvember 2015 10:30 Kolbeinn: Ætlum okkur eins langt og hægt er á EM Framherjinn fór út af meiddur gegn Póllandi en verður líklega með gegn Slóvakíu á morgun. 16. nóvember 2015 11:00 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira
„Ef hægt er að marka einhverja greiningu verður þetta öðruvísi leikur,“ segir Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, um leikinn gegn Slóvakíu annað kvöld. Íslenska liðið er statt í Zilina þar sem það mætir heimamönnum í vináttuleik, fjórum dögum eftir að tapa fyrir Póllandi, 4-2, í Varsjá.Sjá einnig:Aron Einar verður ekki með gegn Slóvakíu Slóvakar, eins og Pólland og Ísland, slógu í gegn í undankeppninni og komust beint á EM í Frakklandi. Þeirra helstu stjörnur verða þó ekki með á morgun. Bæði Marek Hamsik og Martin Skrtel verða fjarri góðu gamni. „Slóvakar leggja meira upp úr sterkum varnarleik og skyndisóknum. Það verður erfiðara að opna þá heldur en Pólverjana sem okkur tókst að opna mjög oft. Þar fengum við mörg fín og opin færin,“ segir Heimir.Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru að reyna að stækka íslenska hópinn.vísir/adam jasztrebowskiFórnarkostnaður Landsliðsþjálfarinn fagnar því að fá leiki við svona sterk lið, en það gerir mikið fyrir nýju mennina og þá sem hafa spilað minna að fá sénsinn gegn svona sterkum þjóðum. „Við erum að spila á móti þjóðum sem slógu í gegn í undankeppninni. Það er þvílíkt fár í Póllandi og Slóvakar voru nánast búnir að tryggja sér sæti á EM eftir sex leiki sem þeir unnu alla. Það er kærkomið að fá svona æfingaleiki til að prófa nýja menn. Við erum samt ekkert að setja ellefu nýliða inn í einu á móti svona liðum,“ segir Heimir.Sjá einnig:Einnar mínútu þögn á æfingu strákanna vegna hryðjuverkanna í París Fyrri hálfleikurinn gegn Póllandi var góður en eftir hann var íslenska liðið 1-0 yfir. Í seinni hálfleik fengu fleiri að spila sem hafa lítið komið við sögu og fór þá að slitna á milli í íslenska liðinu. „Þetta er bara fórnarkostnaður fyrir að gefa mönnum tækifæri. Það hoppar enginn tilbúinn inn í sinn fyrsta landsleik en einhverntíma verða menn að fá tækifæri og við teljum að þetta sé rétti tíminn,“ segir Heimir. „Það tekur tíma fyrir nýja menn að koma inn í skiplagið hjá okkur. Hluti af tilgangnum með þessum leikjum er einmitt að fá fleiri inn í þetta og stækka hópinn þannig að við töpum ekki leikjum ef við missum einn eða tvo leikmenn út,“ segir Heimir Hallgrímsson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Vildi mæta sterkasta liði Slóvaka Hvorki Marek Hamsik né Martin Skrtel verða með slóvakíska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Íslandi annað kvöld. 16. nóvember 2015 10:30 Kolbeinn: Ætlum okkur eins langt og hægt er á EM Framherjinn fór út af meiddur gegn Póllandi en verður líklega með gegn Slóvakíu á morgun. 16. nóvember 2015 11:00 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira
Heimir: Vildi mæta sterkasta liði Slóvaka Hvorki Marek Hamsik né Martin Skrtel verða með slóvakíska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Íslandi annað kvöld. 16. nóvember 2015 10:30
Kolbeinn: Ætlum okkur eins langt og hægt er á EM Framherjinn fór út af meiddur gegn Póllandi en verður líklega með gegn Slóvakíu á morgun. 16. nóvember 2015 11:00