Heimir: Tekur tíma fyrir nýja menn að komast inn í skipulagið Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. nóvember 2015 15:15 Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliðinu gegn Póllandi í sínum fyrsta landsleik. vísir/adam jasztrebowski „Ef hægt er að marka einhverja greiningu verður þetta öðruvísi leikur,“ segir Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, um leikinn gegn Slóvakíu annað kvöld. Íslenska liðið er statt í Zilina þar sem það mætir heimamönnum í vináttuleik, fjórum dögum eftir að tapa fyrir Póllandi, 4-2, í Varsjá.Sjá einnig:Aron Einar verður ekki með gegn Slóvakíu Slóvakar, eins og Pólland og Ísland, slógu í gegn í undankeppninni og komust beint á EM í Frakklandi. Þeirra helstu stjörnur verða þó ekki með á morgun. Bæði Marek Hamsik og Martin Skrtel verða fjarri góðu gamni. „Slóvakar leggja meira upp úr sterkum varnarleik og skyndisóknum. Það verður erfiðara að opna þá heldur en Pólverjana sem okkur tókst að opna mjög oft. Þar fengum við mörg fín og opin færin,“ segir Heimir.Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru að reyna að stækka íslenska hópinn.vísir/adam jasztrebowskiFórnarkostnaður Landsliðsþjálfarinn fagnar því að fá leiki við svona sterk lið, en það gerir mikið fyrir nýju mennina og þá sem hafa spilað minna að fá sénsinn gegn svona sterkum þjóðum. „Við erum að spila á móti þjóðum sem slógu í gegn í undankeppninni. Það er þvílíkt fár í Póllandi og Slóvakar voru nánast búnir að tryggja sér sæti á EM eftir sex leiki sem þeir unnu alla. Það er kærkomið að fá svona æfingaleiki til að prófa nýja menn. Við erum samt ekkert að setja ellefu nýliða inn í einu á móti svona liðum,“ segir Heimir.Sjá einnig:Einnar mínútu þögn á æfingu strákanna vegna hryðjuverkanna í París Fyrri hálfleikurinn gegn Póllandi var góður en eftir hann var íslenska liðið 1-0 yfir. Í seinni hálfleik fengu fleiri að spila sem hafa lítið komið við sögu og fór þá að slitna á milli í íslenska liðinu. „Þetta er bara fórnarkostnaður fyrir að gefa mönnum tækifæri. Það hoppar enginn tilbúinn inn í sinn fyrsta landsleik en einhverntíma verða menn að fá tækifæri og við teljum að þetta sé rétti tíminn,“ segir Heimir. „Það tekur tíma fyrir nýja menn að koma inn í skiplagið hjá okkur. Hluti af tilgangnum með þessum leikjum er einmitt að fá fleiri inn í þetta og stækka hópinn þannig að við töpum ekki leikjum ef við missum einn eða tvo leikmenn út,“ segir Heimir Hallgrímsson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Vildi mæta sterkasta liði Slóvaka Hvorki Marek Hamsik né Martin Skrtel verða með slóvakíska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Íslandi annað kvöld. 16. nóvember 2015 10:30 Kolbeinn: Ætlum okkur eins langt og hægt er á EM Framherjinn fór út af meiddur gegn Póllandi en verður líklega með gegn Slóvakíu á morgun. 16. nóvember 2015 11:00 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira
„Ef hægt er að marka einhverja greiningu verður þetta öðruvísi leikur,“ segir Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, um leikinn gegn Slóvakíu annað kvöld. Íslenska liðið er statt í Zilina þar sem það mætir heimamönnum í vináttuleik, fjórum dögum eftir að tapa fyrir Póllandi, 4-2, í Varsjá.Sjá einnig:Aron Einar verður ekki með gegn Slóvakíu Slóvakar, eins og Pólland og Ísland, slógu í gegn í undankeppninni og komust beint á EM í Frakklandi. Þeirra helstu stjörnur verða þó ekki með á morgun. Bæði Marek Hamsik og Martin Skrtel verða fjarri góðu gamni. „Slóvakar leggja meira upp úr sterkum varnarleik og skyndisóknum. Það verður erfiðara að opna þá heldur en Pólverjana sem okkur tókst að opna mjög oft. Þar fengum við mörg fín og opin færin,“ segir Heimir.Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru að reyna að stækka íslenska hópinn.vísir/adam jasztrebowskiFórnarkostnaður Landsliðsþjálfarinn fagnar því að fá leiki við svona sterk lið, en það gerir mikið fyrir nýju mennina og þá sem hafa spilað minna að fá sénsinn gegn svona sterkum þjóðum. „Við erum að spila á móti þjóðum sem slógu í gegn í undankeppninni. Það er þvílíkt fár í Póllandi og Slóvakar voru nánast búnir að tryggja sér sæti á EM eftir sex leiki sem þeir unnu alla. Það er kærkomið að fá svona æfingaleiki til að prófa nýja menn. Við erum samt ekkert að setja ellefu nýliða inn í einu á móti svona liðum,“ segir Heimir.Sjá einnig:Einnar mínútu þögn á æfingu strákanna vegna hryðjuverkanna í París Fyrri hálfleikurinn gegn Póllandi var góður en eftir hann var íslenska liðið 1-0 yfir. Í seinni hálfleik fengu fleiri að spila sem hafa lítið komið við sögu og fór þá að slitna á milli í íslenska liðinu. „Þetta er bara fórnarkostnaður fyrir að gefa mönnum tækifæri. Það hoppar enginn tilbúinn inn í sinn fyrsta landsleik en einhverntíma verða menn að fá tækifæri og við teljum að þetta sé rétti tíminn,“ segir Heimir. „Það tekur tíma fyrir nýja menn að koma inn í skiplagið hjá okkur. Hluti af tilgangnum með þessum leikjum er einmitt að fá fleiri inn í þetta og stækka hópinn þannig að við töpum ekki leikjum ef við missum einn eða tvo leikmenn út,“ segir Heimir Hallgrímsson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Vildi mæta sterkasta liði Slóvaka Hvorki Marek Hamsik né Martin Skrtel verða með slóvakíska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Íslandi annað kvöld. 16. nóvember 2015 10:30 Kolbeinn: Ætlum okkur eins langt og hægt er á EM Framherjinn fór út af meiddur gegn Póllandi en verður líklega með gegn Slóvakíu á morgun. 16. nóvember 2015 11:00 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira
Heimir: Vildi mæta sterkasta liði Slóvaka Hvorki Marek Hamsik né Martin Skrtel verða með slóvakíska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Íslandi annað kvöld. 16. nóvember 2015 10:30
Kolbeinn: Ætlum okkur eins langt og hægt er á EM Framherjinn fór út af meiddur gegn Póllandi en verður líklega með gegn Slóvakíu á morgun. 16. nóvember 2015 11:00