Sýrlenskt vegabréf eins árásarmannanna í París talið falsað Bjarki Ármannsson skrifar 16. nóvember 2015 20:55 Þriggja daga þjóðarsorg stendur yfir í Frakklandi. Vísir/EPA Karlmaður var í dag handtekinn í Serbíu með sýrlenskt vegabréf með sömu persónuupplýsingum og það sem fannst á líki eins hryðjuverkamannanna sem lést í árásunum í París síðastliðinn föstudag. Þetta kippir stoðum undan kenningum um að árásarmaðurinn hafi ferðast til Frakklands í gegnum Grikkland og Makedóníu, líkt og hingað til hefur verið talið.Árásarmaðurinn, sem sprengdi sig í loft upp fyrir utan Stade de France-þjóðarleikvanginn, var með sýrlenskt vegabréf á sér. Samkvæmt því hét hann Ahmad Al Mohammad og var 25 ára. Fingraför í vegabréfinu voru sögð sýna fram á að maðurinn hefði komið til Evrópu frá Sýrlandi í gegnum Grikkland.Vegabréfið sem fannst á manninum í Serbíu í dag.Mynd/Blic.rsÓljóst hvort maðurinn hafi komið sem flóttamaður En samkvæmt serbneskum miðlum, sem the Independent í Bretlandi vinnur upp úr, voru nákvæmlega sömu upplýsingar, en önnur ljósmynd, á vegabréfinu sem maðurinn í Serbíu var með á sér. Þetta bendi til þess að mennirnir hafi báðir keypt fölsuð vegabréf hjá sama einstaklingnum í Tyrklandi. Maðurinn er í haldi serbnesku lögreglunnar. Það er því enn óljóst hvort þessi tiltekni árásarmaður hafi komið til Evrópu frá Sýrlandi sem flóttamaður, líkt og margir hafa talið til þessa. Nokkrir stjórnmálamenn hafa út frá þeirri kenningu hvatt til þess að færri flóttamönnum verði hleypt til Evrópu frá Mið-Austurlöndum. Til að mynda hefur Marine Le Pen, leiðtogi hins öfgasinnaða Franska þjóðarflokks, sagt að Frakkar eigi tafarlaust að hætta að taka á móti flóttamönnum. Þá lét Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra þau orð falla í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun að í kjölfar árásanna á París liggi það fyrir að hryðjuverkasamtök í Mið-Austurlöndum hafi notfært sér straum flóttamanna til Evrópu til þess að smygla þangað hættulegu fólki. Þess má geta að greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur nýlega sagt að engin ógn sé almennt talin stafa af flóttafólki hér á landi, meðal annars þar sem ólíklegt sé að hryðjuverkamenn leggi á sig erfitt og hættulegt ferðalag til Evrópu dulbúnir sem flóttamenn. „Þó að menn bendi á þá augljósu staðreynd að auðvitað munu svona glæpasamtök nýta tækifærið þegar landamæri Evrópu eru opin, þá telur fólk ekki, almenningur, að þar með sé verið að segja að flóttafólk séu glæpamenn,“ sagði forsætisráðherra meðal annars í morgun. „Fólk getur alveg greint þarna á milli sjálft. En, samt, nú liggur fyrir að þessi samtök hafa nýtt neyð þessa fólks til að smygla inn fjölda fólks til Evrópu.“Hlusta má á viðtalið við Sigmund Davíð í spilaranum hér að neðan: Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Telja sig vita hver höfuðpaurinn er Franskir embættismenn segja árásirnar á föstudaginn tengjast árásartilraunum í lest fyrr á árinu og á kirkju í Frakklandi. 16. nóvember 2015 10:11 Anonymous í stríð við ISIS: „Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur“ Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamsa ríkið í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. 16. nóvember 2015 10:25 Árásirnar í París: Hollande segir ISIS vera heigla Forsetinn vill að ESB vakti ytri landamæri sambandsins betur. 16. nóvember 2015 12:45 Úthrópaður fyrir að segja hluti sem allir vita Snorri Magnússon fór hörðum orðum um Schengen-samstarfið á Facebook í kjölfar hryðjuverkanna í París. 16. nóvember 2015 19:15 Menningarsetur múslima fordæmir árásirnar í París „Þessi grimmdarverk eru í raun árás á siðferði og mennsku.“ 16. nóvember 2015 18:49 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Sjá meira
Karlmaður var í dag handtekinn í Serbíu með sýrlenskt vegabréf með sömu persónuupplýsingum og það sem fannst á líki eins hryðjuverkamannanna sem lést í árásunum í París síðastliðinn föstudag. Þetta kippir stoðum undan kenningum um að árásarmaðurinn hafi ferðast til Frakklands í gegnum Grikkland og Makedóníu, líkt og hingað til hefur verið talið.Árásarmaðurinn, sem sprengdi sig í loft upp fyrir utan Stade de France-þjóðarleikvanginn, var með sýrlenskt vegabréf á sér. Samkvæmt því hét hann Ahmad Al Mohammad og var 25 ára. Fingraför í vegabréfinu voru sögð sýna fram á að maðurinn hefði komið til Evrópu frá Sýrlandi í gegnum Grikkland.Vegabréfið sem fannst á manninum í Serbíu í dag.Mynd/Blic.rsÓljóst hvort maðurinn hafi komið sem flóttamaður En samkvæmt serbneskum miðlum, sem the Independent í Bretlandi vinnur upp úr, voru nákvæmlega sömu upplýsingar, en önnur ljósmynd, á vegabréfinu sem maðurinn í Serbíu var með á sér. Þetta bendi til þess að mennirnir hafi báðir keypt fölsuð vegabréf hjá sama einstaklingnum í Tyrklandi. Maðurinn er í haldi serbnesku lögreglunnar. Það er því enn óljóst hvort þessi tiltekni árásarmaður hafi komið til Evrópu frá Sýrlandi sem flóttamaður, líkt og margir hafa talið til þessa. Nokkrir stjórnmálamenn hafa út frá þeirri kenningu hvatt til þess að færri flóttamönnum verði hleypt til Evrópu frá Mið-Austurlöndum. Til að mynda hefur Marine Le Pen, leiðtogi hins öfgasinnaða Franska þjóðarflokks, sagt að Frakkar eigi tafarlaust að hætta að taka á móti flóttamönnum. Þá lét Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra þau orð falla í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun að í kjölfar árásanna á París liggi það fyrir að hryðjuverkasamtök í Mið-Austurlöndum hafi notfært sér straum flóttamanna til Evrópu til þess að smygla þangað hættulegu fólki. Þess má geta að greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur nýlega sagt að engin ógn sé almennt talin stafa af flóttafólki hér á landi, meðal annars þar sem ólíklegt sé að hryðjuverkamenn leggi á sig erfitt og hættulegt ferðalag til Evrópu dulbúnir sem flóttamenn. „Þó að menn bendi á þá augljósu staðreynd að auðvitað munu svona glæpasamtök nýta tækifærið þegar landamæri Evrópu eru opin, þá telur fólk ekki, almenningur, að þar með sé verið að segja að flóttafólk séu glæpamenn,“ sagði forsætisráðherra meðal annars í morgun. „Fólk getur alveg greint þarna á milli sjálft. En, samt, nú liggur fyrir að þessi samtök hafa nýtt neyð þessa fólks til að smygla inn fjölda fólks til Evrópu.“Hlusta má á viðtalið við Sigmund Davíð í spilaranum hér að neðan:
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Telja sig vita hver höfuðpaurinn er Franskir embættismenn segja árásirnar á föstudaginn tengjast árásartilraunum í lest fyrr á árinu og á kirkju í Frakklandi. 16. nóvember 2015 10:11 Anonymous í stríð við ISIS: „Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur“ Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamsa ríkið í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. 16. nóvember 2015 10:25 Árásirnar í París: Hollande segir ISIS vera heigla Forsetinn vill að ESB vakti ytri landamæri sambandsins betur. 16. nóvember 2015 12:45 Úthrópaður fyrir að segja hluti sem allir vita Snorri Magnússon fór hörðum orðum um Schengen-samstarfið á Facebook í kjölfar hryðjuverkanna í París. 16. nóvember 2015 19:15 Menningarsetur múslima fordæmir árásirnar í París „Þessi grimmdarverk eru í raun árás á siðferði og mennsku.“ 16. nóvember 2015 18:49 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Sjá meira
Telja sig vita hver höfuðpaurinn er Franskir embættismenn segja árásirnar á föstudaginn tengjast árásartilraunum í lest fyrr á árinu og á kirkju í Frakklandi. 16. nóvember 2015 10:11
Anonymous í stríð við ISIS: „Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur“ Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamsa ríkið í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. 16. nóvember 2015 10:25
Árásirnar í París: Hollande segir ISIS vera heigla Forsetinn vill að ESB vakti ytri landamæri sambandsins betur. 16. nóvember 2015 12:45
Úthrópaður fyrir að segja hluti sem allir vita Snorri Magnússon fór hörðum orðum um Schengen-samstarfið á Facebook í kjölfar hryðjuverkanna í París. 16. nóvember 2015 19:15
Menningarsetur múslima fordæmir árásirnar í París „Þessi grimmdarverk eru í raun árás á siðferði og mennsku.“ 16. nóvember 2015 18:49