Ríkislögreglustjóri telur aukinn straum flóttamanna til Íslands ekki ógna almannaöryggi Bjarki Ármannsson skrifar 6. október 2015 21:28 Flóttafólk bíður skráningar í búðum í Makedóníu, rétt við landamæri Grikklands. Vísir/AFP Kerfislægar breytingar þarf til á starfsemi lögreglunnar á Suðurnesjum eigi embættið að geta brugðist við fjölgun hælisleitenda og flugfarþega á komandi mánuðum. Ekki verður séð að móttaka aukin straums flóttamanna feli í sér áhættu hvað almannaöryggi og öryggi íslenska ríkisins varðar. Þetta eru meðal helstu niðurstaðna skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um þróun á landamærum Íslands vegna aukin straums flóttamanna hingað til lands á næstu mánuðum. Skýrslan var unnin að beiðni embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum. Í skýrslunni er gert ráð fyrir því að hælisleitendum fjölgi á Íslandi næsta árið og að búast megi við auknu álagi á landamæravörslu á Keflavíkurflugvelli vegna þess. Álagið muni gera lögreglu erfiðara fyrir að halda uppi hefðbundnu eftirliti og þjónustu. „Hvað hælisleitendur varðar er vandinn gagnvart lögreglu og samfélaginu, að mati lögreglunnar á Suðurnesjum, fólginn í því að straumnum fylgi brotastarfsemi eins og málin sanni,“ segir meðal annars í skýrslunni. „Ekki sé einvörðungu um mögulega brotamenn að ræða heldur einnig möguleg fórnarlömb, semsagt mansals ... Að mati lögreglunnar á Suðurnesjum er lögreglan í landinu ekki í stakk búin til að sinna þessum málaflokki eins og þyrfti.“Ólíklegt að hryðjuverkamenn leynist í hópi hælisleitenda Varðandi öryggismál tengd fjölgun hælisleitenda hér á landi segir í skýrslunni að þó aldrei verði útilokað að glæpamenn leynist í hópi flóttamanna sé almennt engin ógn talin stafa af flóttafólki. Bent er á að hryðjuverkamenn eigi þegar greiða leið inn í Evrópu sem ferðamenn á fölsuðum vegabréfum og því sé ólíklegt að þeir kjósi að leggja á sig erfitt og hættulegt ferðalag dulbúnir sem flóttamenn. „Fimm til sex þúsund Evrópumenn eru eða hafa verið í Sýrlandi og sífellt bætist í hópinn,“ er í skýrslunni haft eftir Claude Moniquet, forstöðumanni Upplýsinga- og öryggismiðstöðvar Evrópu. (e. European Strategic Intelligence and Security Center)„Vandséð er því hver ávinningur Íslamska ríkisins væri að flytja út Sýrlendinga eða Íraka, fólk sem talar arabísku, þekkir aðstæður í Írak og Sýrlandi og samtökin þarfnast í stríðsrekstri sínum í þessum löndum.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Fimmtíu hælisleitendum komið fyrir á Bæjarhrauni í Hafnarfirði Um miðjan ágúst var tekið í notkun á Bæjarhrauni í Hafnarfirði nýtt búsetuúrræði fyrir hælisleitendur hér á landi. Þar búa nú um 50 einstaklingar. Er þetta þriðja búsetuúrræðið sem Útlendingastofnun hefur úr að spila í dag. 28. september 2015 09:00 Hælisleitendum boðið í réttir og hvalaskoðun Í Rauða krossinum fer fram öflugt félagsstarf fyrir hælisleitendur. Markmiðið er að veita þeim stuðning á meðan þeir eru í óvissu og rjúfa einangrun þeirra. Hælisleitendur hafa í september farið í réttir, í hvalaskoðun og fengi 25. september 2015 07:00 Fimmtíu sóttu um hæli á Íslandi í ágúst Forsætisráðherra telur að fjöldi hælisleitenda muni tvöfaldast í ár. Fimmtíu sóttu um hæli í ágúst og fjöldinn er að verða svipaður í þessum mánuði. Yfir hundrað fá stöðu flóttamanns í ár. 22. september 2015 07:00 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Innanríkisráðherra ætlar að bíða með að vísa hælisleitendunum aftur til Ítalíu Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur farið fram á að Útlendingastofnun bíði með að brottvísa tveimur hælisleitendum úr landi þar til búið er að leggja almennt mat á mál þeirra. 5. október 2015 16:11 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Kerfislægar breytingar þarf til á starfsemi lögreglunnar á Suðurnesjum eigi embættið að geta brugðist við fjölgun hælisleitenda og flugfarþega á komandi mánuðum. Ekki verður séð að móttaka aukin straums flóttamanna feli í sér áhættu hvað almannaöryggi og öryggi íslenska ríkisins varðar. Þetta eru meðal helstu niðurstaðna skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um þróun á landamærum Íslands vegna aukin straums flóttamanna hingað til lands á næstu mánuðum. Skýrslan var unnin að beiðni embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum. Í skýrslunni er gert ráð fyrir því að hælisleitendum fjölgi á Íslandi næsta árið og að búast megi við auknu álagi á landamæravörslu á Keflavíkurflugvelli vegna þess. Álagið muni gera lögreglu erfiðara fyrir að halda uppi hefðbundnu eftirliti og þjónustu. „Hvað hælisleitendur varðar er vandinn gagnvart lögreglu og samfélaginu, að mati lögreglunnar á Suðurnesjum, fólginn í því að straumnum fylgi brotastarfsemi eins og málin sanni,“ segir meðal annars í skýrslunni. „Ekki sé einvörðungu um mögulega brotamenn að ræða heldur einnig möguleg fórnarlömb, semsagt mansals ... Að mati lögreglunnar á Suðurnesjum er lögreglan í landinu ekki í stakk búin til að sinna þessum málaflokki eins og þyrfti.“Ólíklegt að hryðjuverkamenn leynist í hópi hælisleitenda Varðandi öryggismál tengd fjölgun hælisleitenda hér á landi segir í skýrslunni að þó aldrei verði útilokað að glæpamenn leynist í hópi flóttamanna sé almennt engin ógn talin stafa af flóttafólki. Bent er á að hryðjuverkamenn eigi þegar greiða leið inn í Evrópu sem ferðamenn á fölsuðum vegabréfum og því sé ólíklegt að þeir kjósi að leggja á sig erfitt og hættulegt ferðalag dulbúnir sem flóttamenn. „Fimm til sex þúsund Evrópumenn eru eða hafa verið í Sýrlandi og sífellt bætist í hópinn,“ er í skýrslunni haft eftir Claude Moniquet, forstöðumanni Upplýsinga- og öryggismiðstöðvar Evrópu. (e. European Strategic Intelligence and Security Center)„Vandséð er því hver ávinningur Íslamska ríkisins væri að flytja út Sýrlendinga eða Íraka, fólk sem talar arabísku, þekkir aðstæður í Írak og Sýrlandi og samtökin þarfnast í stríðsrekstri sínum í þessum löndum.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Fimmtíu hælisleitendum komið fyrir á Bæjarhrauni í Hafnarfirði Um miðjan ágúst var tekið í notkun á Bæjarhrauni í Hafnarfirði nýtt búsetuúrræði fyrir hælisleitendur hér á landi. Þar búa nú um 50 einstaklingar. Er þetta þriðja búsetuúrræðið sem Útlendingastofnun hefur úr að spila í dag. 28. september 2015 09:00 Hælisleitendum boðið í réttir og hvalaskoðun Í Rauða krossinum fer fram öflugt félagsstarf fyrir hælisleitendur. Markmiðið er að veita þeim stuðning á meðan þeir eru í óvissu og rjúfa einangrun þeirra. Hælisleitendur hafa í september farið í réttir, í hvalaskoðun og fengi 25. september 2015 07:00 Fimmtíu sóttu um hæli á Íslandi í ágúst Forsætisráðherra telur að fjöldi hælisleitenda muni tvöfaldast í ár. Fimmtíu sóttu um hæli í ágúst og fjöldinn er að verða svipaður í þessum mánuði. Yfir hundrað fá stöðu flóttamanns í ár. 22. september 2015 07:00 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Innanríkisráðherra ætlar að bíða með að vísa hælisleitendunum aftur til Ítalíu Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur farið fram á að Útlendingastofnun bíði með að brottvísa tveimur hælisleitendum úr landi þar til búið er að leggja almennt mat á mál þeirra. 5. október 2015 16:11 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Fimmtíu hælisleitendum komið fyrir á Bæjarhrauni í Hafnarfirði Um miðjan ágúst var tekið í notkun á Bæjarhrauni í Hafnarfirði nýtt búsetuúrræði fyrir hælisleitendur hér á landi. Þar búa nú um 50 einstaklingar. Er þetta þriðja búsetuúrræðið sem Útlendingastofnun hefur úr að spila í dag. 28. september 2015 09:00
Hælisleitendum boðið í réttir og hvalaskoðun Í Rauða krossinum fer fram öflugt félagsstarf fyrir hælisleitendur. Markmiðið er að veita þeim stuðning á meðan þeir eru í óvissu og rjúfa einangrun þeirra. Hælisleitendur hafa í september farið í réttir, í hvalaskoðun og fengi 25. september 2015 07:00
Fimmtíu sóttu um hæli á Íslandi í ágúst Forsætisráðherra telur að fjöldi hælisleitenda muni tvöfaldast í ár. Fimmtíu sóttu um hæli í ágúst og fjöldinn er að verða svipaður í þessum mánuði. Yfir hundrað fá stöðu flóttamanns í ár. 22. september 2015 07:00
Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00
Innanríkisráðherra ætlar að bíða með að vísa hælisleitendunum aftur til Ítalíu Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur farið fram á að Útlendingastofnun bíði með að brottvísa tveimur hælisleitendum úr landi þar til búið er að leggja almennt mat á mál þeirra. 5. október 2015 16:11