Voðaverkin í París koma í veg fyrir stórleik í Brussel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2015 08:00 Kevin De Bruyne er lykilmaður hjá belgíska landsliðinu. Vísir/Getty Áætlaður vináttulandsleikur á milli Belga og Spánverja í kvöld hefur verið flautaður af vegna öryggisástæðna í kjölfarið af hryðjuverkunum í París síðastliðinn föstudag. 129 manns létust í voðaverkunum í París en mitt í miðju þeirra var vináttulandsleikur Frakka og Þjóðverja á Stade de France. Franskir saksóknarar hafa gefið það út að Belgíumaður hafi verið aðalskipuleggjandi hryðjuverkanna og stjórnvöld í Belgíu hafa aukið eftirlit í landinu vegna ótta við fleiri árásir. Knattspyrnusamband Belgíu tók í framhaldinu þá ákvörðun að hætta við leikinn sem átti að fara fram King Baudouin Stadium í höfuðborginni Brussel en sú ákvörðun var tekin eftir samráð við spænska sambandið. Franska landsliðið er aftur á móti mætti til Englands þar sem Frakkar munu mæta Englendingum í vináttulandsleik á Wembley í London í kvöld. Það biðu margir spenntir eftir leik Belgíu og Spánar enda tvö af sterkustu knattspyrnulandsliðum heims. Belgar eru eins og er í efsta sæti heimslista FIFA en Spánverjar eru í sjötta sæti. Belgar unnu 3-1 sigur á Ítölum á föstudagskvöldið var en á sama tíma unnu Spánverjar 2-0 sigur á Englendingum. Báðar þjóðir tryggðu sér líka örugglega sæti á Evrópumótinu í Frakklandi á næsta ári. Ekki er vitað hvort leikurinn verður spilaður síðar eða hvort hann mun aldrei fara fram. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Sjá meira
Áætlaður vináttulandsleikur á milli Belga og Spánverja í kvöld hefur verið flautaður af vegna öryggisástæðna í kjölfarið af hryðjuverkunum í París síðastliðinn föstudag. 129 manns létust í voðaverkunum í París en mitt í miðju þeirra var vináttulandsleikur Frakka og Þjóðverja á Stade de France. Franskir saksóknarar hafa gefið það út að Belgíumaður hafi verið aðalskipuleggjandi hryðjuverkanna og stjórnvöld í Belgíu hafa aukið eftirlit í landinu vegna ótta við fleiri árásir. Knattspyrnusamband Belgíu tók í framhaldinu þá ákvörðun að hætta við leikinn sem átti að fara fram King Baudouin Stadium í höfuðborginni Brussel en sú ákvörðun var tekin eftir samráð við spænska sambandið. Franska landsliðið er aftur á móti mætti til Englands þar sem Frakkar munu mæta Englendingum í vináttulandsleik á Wembley í London í kvöld. Það biðu margir spenntir eftir leik Belgíu og Spánar enda tvö af sterkustu knattspyrnulandsliðum heims. Belgar eru eins og er í efsta sæti heimslista FIFA en Spánverjar eru í sjötta sæti. Belgar unnu 3-1 sigur á Ítölum á föstudagskvöldið var en á sama tíma unnu Spánverjar 2-0 sigur á Englendingum. Báðar þjóðir tryggðu sér líka örugglega sæti á Evrópumótinu í Frakklandi á næsta ári. Ekki er vitað hvort leikurinn verður spilaður síðar eða hvort hann mun aldrei fara fram.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Sjá meira