Bjarni: Liðið getur betur og því varð ég að líta í eigin barm og stíga til hliðar Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. nóvember 2015 14:30 Bjarni Magnússon er hættur hjá ÍR. vísir/vilhelm Bjarni Magnússon, þjálfari ÍR í Dominos-deild karla í körfubolta sagði upp störfum í gær eftir dapra byrjun liðsins. ÍR er með fjögur stig eftir tvo sigra í sex leikjum. Makedóníumaðurinn Borce Ilievski, aðstoðarþjálfari Bjarna, var ráðinn í hans stað og verður hans fyrsta verkefni að stýra liðinu í Ljónagryfjunni gegn Njarðvík í kvöld. „Þetta var algjörlega mín ákvörðun. Það var enginn þrýstingur frá neinum og engir krísufundir með stjórn eða formanni. Þetta er bara ákvörðun sem ég tók eftir að hugsa þetta um helgina,“ sagði Bjarni í viðtali í Akraborginni í gær. ÍR hefur ekki bara verið að tapa leikjum heldur tapa sumum þeirra ansi stórt. Liðið er nýlega búið að fá væna skelli gegn Grindavík og nú síðast Haukum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.ÍR-ingar fengu vænan skell gegn Grindavík.vísir/stefánMjög erfið ákvörðun „Við höfum tapað nokkrum leikjum mjög illa þar sem mér fannst holningin á liðinu mjög slæm. Þá verð ég sem þjálfari aðeins að líta í eigin barm, sjá hvað er í gangi og í framhaldi af því var það ákvörðun mín að stíga til hliðar,“ sagði Bjarni. „Mér fannst þetta rétti tímapunkturinn. Ég fann bara á mér að þetta væri réttur tímapunktur fyrir annan mann að stíga inn því eitthvað var ekki að klikka.“ „Þó liðið sé með góða leikmenn var eitthvað ekki að tikka og ég fann ekki neinn spotta til að kippa í sem gat lagað þetta,“ sagði Bjarni. Bjarni tók við starfinu í fyrra og hélt ÍR-ingum uppi eftir fallbaráttu á síðustu leiktíð. Hann segir liðið eiga að gera betri hluti en raun ber vitni. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Þetta er góður hópur og í Breiðholtinu er vel haldið utan um liðið. Mér fannst við eiga gera betur en við vorum að gera því hópurinn er góður og þess vegna er ég að hætta,“ sagði Bjarni Magnússon. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Dominos-deild karla Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Bjarni Magnússon, þjálfari ÍR í Dominos-deild karla í körfubolta sagði upp störfum í gær eftir dapra byrjun liðsins. ÍR er með fjögur stig eftir tvo sigra í sex leikjum. Makedóníumaðurinn Borce Ilievski, aðstoðarþjálfari Bjarna, var ráðinn í hans stað og verður hans fyrsta verkefni að stýra liðinu í Ljónagryfjunni gegn Njarðvík í kvöld. „Þetta var algjörlega mín ákvörðun. Það var enginn þrýstingur frá neinum og engir krísufundir með stjórn eða formanni. Þetta er bara ákvörðun sem ég tók eftir að hugsa þetta um helgina,“ sagði Bjarni í viðtali í Akraborginni í gær. ÍR hefur ekki bara verið að tapa leikjum heldur tapa sumum þeirra ansi stórt. Liðið er nýlega búið að fá væna skelli gegn Grindavík og nú síðast Haukum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.ÍR-ingar fengu vænan skell gegn Grindavík.vísir/stefánMjög erfið ákvörðun „Við höfum tapað nokkrum leikjum mjög illa þar sem mér fannst holningin á liðinu mjög slæm. Þá verð ég sem þjálfari aðeins að líta í eigin barm, sjá hvað er í gangi og í framhaldi af því var það ákvörðun mín að stíga til hliðar,“ sagði Bjarni. „Mér fannst þetta rétti tímapunkturinn. Ég fann bara á mér að þetta væri réttur tímapunktur fyrir annan mann að stíga inn því eitthvað var ekki að klikka.“ „Þó liðið sé með góða leikmenn var eitthvað ekki að tikka og ég fann ekki neinn spotta til að kippa í sem gat lagað þetta,“ sagði Bjarni. Bjarni tók við starfinu í fyrra og hélt ÍR-ingum uppi eftir fallbaráttu á síðustu leiktíð. Hann segir liðið eiga að gera betri hluti en raun ber vitni. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Þetta er góður hópur og í Breiðholtinu er vel haldið utan um liðið. Mér fannst við eiga gera betur en við vorum að gera því hópurinn er góður og þess vegna er ég að hætta,“ sagði Bjarni Magnússon. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Dominos-deild karla Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira