Átta Íslendingar keppa á Evrópumótinu í MMA Pétur Marinó Jónsson skrifar 19. nóvember 2015 07:45 Evrópumeistaramót áhugamanna í MMA fer fram þessa dagana í Birmingham. Átta Íslendingar keppa á mótinu sem hefst í dag. Mótið er haldið af International MMA Federation, IMMAF, en samtökin eru í samstarfi við UFC. Íslendingarnir koma öll úr Mjölni en þetta eru þau Bjarki Þór Pálsson, Bjarki Ómarsson, Hrólfur Ólafsson, Inga Birna Ársælsdóttir, Sunna Rannveig Davíðsdóttir, Egill Øydvin Hjördísarson, Bjartur Guðlaugsson og Pétur Jóhannes Óskarsson. Keppendurnir hafa lagt gríðarlega á sig í undirbúningi fyrir keppnina en mótið er með útsláttarfyrirkomulagi. Keppendur geta átt von á því að berjast nokkra bardaga á þessum dögum komist þeir áfram.Jón Viðar Arnþórsson, forseti Mjölnis, er með í för. „Þetta mót er aðeins öðruvísi en flest önnur mót sem við höfum farið á þar sem menn geta fengið allt upp í fjóra jafnvel fimm bardaga á þessum fjórum dögum. Þetta verður gríðarleg reynsla, og góð reynsla, fyrir liðið okkar. Og að sjálfsögðu ætlum við að slátra þessu móti,“ segir Jón Viðar. Eins og áður segir er IMMAF í samstarfi við UFC og verða bardagarnir sýndir á Fight Pass rás UFC eftir að keppninni lýkur. „Þetta er stórt mót og það er mjög flott umgjörð í kringum þetta. Við hlökkum til að taka þátt í þessu og munum vera dugleg að láta vita af úrslitum um leið og þau gerast á Snapchat undir mjolnirmma og á Facebook.“ Hér að ofan má sjá stutt viðtöl við keppendur þar sem þau tala um mótið, hópinn og reynsluna sem er framundan. MMA Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Sjá meira
Evrópumeistaramót áhugamanna í MMA fer fram þessa dagana í Birmingham. Átta Íslendingar keppa á mótinu sem hefst í dag. Mótið er haldið af International MMA Federation, IMMAF, en samtökin eru í samstarfi við UFC. Íslendingarnir koma öll úr Mjölni en þetta eru þau Bjarki Þór Pálsson, Bjarki Ómarsson, Hrólfur Ólafsson, Inga Birna Ársælsdóttir, Sunna Rannveig Davíðsdóttir, Egill Øydvin Hjördísarson, Bjartur Guðlaugsson og Pétur Jóhannes Óskarsson. Keppendurnir hafa lagt gríðarlega á sig í undirbúningi fyrir keppnina en mótið er með útsláttarfyrirkomulagi. Keppendur geta átt von á því að berjast nokkra bardaga á þessum dögum komist þeir áfram.Jón Viðar Arnþórsson, forseti Mjölnis, er með í för. „Þetta mót er aðeins öðruvísi en flest önnur mót sem við höfum farið á þar sem menn geta fengið allt upp í fjóra jafnvel fimm bardaga á þessum fjórum dögum. Þetta verður gríðarleg reynsla, og góð reynsla, fyrir liðið okkar. Og að sjálfsögðu ætlum við að slátra þessu móti,“ segir Jón Viðar. Eins og áður segir er IMMAF í samstarfi við UFC og verða bardagarnir sýndir á Fight Pass rás UFC eftir að keppninni lýkur. „Þetta er stórt mót og það er mjög flott umgjörð í kringum þetta. Við hlökkum til að taka þátt í þessu og munum vera dugleg að láta vita af úrslitum um leið og þau gerast á Snapchat undir mjolnirmma og á Facebook.“ Hér að ofan má sjá stutt viðtöl við keppendur þar sem þau tala um mótið, hópinn og reynsluna sem er framundan.
MMA Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Sjá meira