Áhyggjur af litlum fjárframlögum til lögreglunnar Heimir Már Pétursson skrifar 19. nóvember 2015 15:15 Innanríkisráðherra ætlar að leita leiða til að meira fé verði veitt til löggæslumála við afgreiðslu fjárlaga fyrir næsta ár. Eins og oft áður báru mörg mál á góma í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafði áhyggjur af litlum fjárframlögum til lögreglunnar í ljósi þess að það væri ein af grunnskyldum ríkisins að gæta innra og ytra öryggis borgaranna, eins og þingmaðurinn orðaði það. Ytra öryggi væri tryggt með varnarsamningi við Bandaríkjamenn og aðildinni að NATO. „En innra öryggið er fyrst og fremst lögregla og síðan Landhelgisgæsla. Á undanförnum árum hefur löggæslan hins vegar látið mjög á sjá og það er kominn tími til að við sameiginlega stöndum að endurreisn lögreglunnar,“ sagði Óli Björn. Lögregluna sárvantaði bæði búnað og mannskap og spurði þingmaðurinn Ólöfu Nordal innanríkisráðherra hvort ekki stæði til að tryggja aukið fjármagn til lögreglunnar í fjárlögum fyrir næsta ár. Ólöf tók undir með þingmanninum um mikilvægi lögreglunnar. Verkefni hennar væru sífellt að aukast á mörgum sviðum, m.a. vegna aukins ferðamannastraums. Löggæsluáætlun væri nú í mótun í innanríkisráðuneytinu. „Ég mun reyna eins og ég get núna á næstunni á næstunni til að finna meira fé til að leggja til löggæslumála. Og ég er sannfærð um að þingið verður samferða mér í þeirri vegferð,“ sagði innanríkisráðherra. Alþingi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Innanríkisráðherra ætlar að leita leiða til að meira fé verði veitt til löggæslumála við afgreiðslu fjárlaga fyrir næsta ár. Eins og oft áður báru mörg mál á góma í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafði áhyggjur af litlum fjárframlögum til lögreglunnar í ljósi þess að það væri ein af grunnskyldum ríkisins að gæta innra og ytra öryggis borgaranna, eins og þingmaðurinn orðaði það. Ytra öryggi væri tryggt með varnarsamningi við Bandaríkjamenn og aðildinni að NATO. „En innra öryggið er fyrst og fremst lögregla og síðan Landhelgisgæsla. Á undanförnum árum hefur löggæslan hins vegar látið mjög á sjá og það er kominn tími til að við sameiginlega stöndum að endurreisn lögreglunnar,“ sagði Óli Björn. Lögregluna sárvantaði bæði búnað og mannskap og spurði þingmaðurinn Ólöfu Nordal innanríkisráðherra hvort ekki stæði til að tryggja aukið fjármagn til lögreglunnar í fjárlögum fyrir næsta ár. Ólöf tók undir með þingmanninum um mikilvægi lögreglunnar. Verkefni hennar væru sífellt að aukast á mörgum sviðum, m.a. vegna aukins ferðamannastraums. Löggæsluáætlun væri nú í mótun í innanríkisráðuneytinu. „Ég mun reyna eins og ég get núna á næstunni á næstunni til að finna meira fé til að leggja til löggæslumála. Og ég er sannfærð um að þingið verður samferða mér í þeirri vegferð,“ sagði innanríkisráðherra.
Alþingi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira