Renaultsport RS 01 of fljótur fyrir GT3 Finnur Thorlacius skrifar 3. nóvember 2015 09:09 Renaultsport RS 01. Autoblog Renaultsport sportbíladeild franska bílaframleiðandans Renault kynnti bílinn Renaultsport RS 01 í fyrra og var þeim bíl ætlað að leysa af hólmi Mégane Trophy bílinn í Renault World Series og GT3 keppnisröðina. Það hefur hinsvegar komið í ljós að bíllinn er alltof snöggur og hraðskreiður fyrir GT3 keppnisröðina og því hefur Renualtsport þurft að gera ýmsar breytingar, sem flestum þætti óæskilegar, til að gera bílinn hægari og löglegan í GT3. Renaultsport RS 01 er í grunninn ógnarléttur með koltrefjayfirbyggingu frá Dallara. Hann er með 3,8 lítra vél með tveimur forþjöppum sem framleidd er af Nismo og fyrirfinnst einnig í Nissan GT-R bílnum og er því ógnaröflugur. Renaultsport hefur því þurft að þyngja bílinn um 150 kíló, skipta keramikbremsunum út fyrir þyngri bremsur, hækka bílinn frá vegi og gera vindstuðul hans verri og niðurþrýsting vindkljúfanna minni. Hreint ótrúlegt að vera með frábæran bíl í höndunum og þurfa svo að draga verulega úr getu hans fyrir reglurnar í GT3 keppnisröðinni. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent
Renaultsport sportbíladeild franska bílaframleiðandans Renault kynnti bílinn Renaultsport RS 01 í fyrra og var þeim bíl ætlað að leysa af hólmi Mégane Trophy bílinn í Renault World Series og GT3 keppnisröðina. Það hefur hinsvegar komið í ljós að bíllinn er alltof snöggur og hraðskreiður fyrir GT3 keppnisröðina og því hefur Renualtsport þurft að gera ýmsar breytingar, sem flestum þætti óæskilegar, til að gera bílinn hægari og löglegan í GT3. Renaultsport RS 01 er í grunninn ógnarléttur með koltrefjayfirbyggingu frá Dallara. Hann er með 3,8 lítra vél með tveimur forþjöppum sem framleidd er af Nismo og fyrirfinnst einnig í Nissan GT-R bílnum og er því ógnaröflugur. Renaultsport hefur því þurft að þyngja bílinn um 150 kíló, skipta keramikbremsunum út fyrir þyngri bremsur, hækka bílinn frá vegi og gera vindstuðul hans verri og niðurþrýsting vindkljúfanna minni. Hreint ótrúlegt að vera með frábæran bíl í höndunum og þurfa svo að draga verulega úr getu hans fyrir reglurnar í GT3 keppnisröðinni.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent