Samfélagsmiðillinn sem Facebook virðist óttast Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2015 11:30 Á einu ári urðu notendur Tsu rúm milljón sem þykir mikill og hraður vöxtur fyrir nýjan samfélagsmiðil. Vísir/Getty Tiltölulega nýr samfélagsmiðill virðist hafa valdið ókyrrð í höfuðstöðvum tæknirisans Facebook. Á dögunum komu forsvarsmenn Facebook í veg fyrir að notendur Tsu gætu birt færslur á Facebook og jafnframt var öllum færslum og tenglum við Tsu eytt. Það sem gerir hinn rúmlega ársgamla Tsu nokkuð einstakt er að notendum samfélagsmiðilsins fá greitt fyrir að vera þar. 90 prósent þeirra auglýsingatekna sem fyrirtækið aflað verður dreift á notendur. Á einu ári urðu notendur Tsu rúm milljón sem þykir mikill og hraður vöxtur fyrir nýjan samfélagsmiðil.Hér má sjá hvað kemur upp þegar reynt er að deila linka á Tsu á Facebook.Stofnandi miðilsins, Sebastian Sobczak, hefur sagt opinberlega að notendur samfélagsmiðla eigi að fá greitt fyrir efni sitt þar sem samfélagsmiðlar reiða sig á efni þeirra. Til þess að komast inn á Tsu þarf að setja inn notendanafn sem þegar er í notkun á samfélagsmiðlinum. Hins vegar skiptir það máli við tekjudreifingu Tsu hve stórt vinanet notenda er. Hve mikið hver notandi fær borgað byggir á fjölda vina og hve marga hver notandi hefur fengið til að skrá sig á Tsu og koll af kolli. Þá skiptir einnig máli hve margar færslur hver notandi setur inn, sem þýðir aðeins eitt: Búið ykkur undir margar myndir af hvetjandi texta, líkamsræktarmyndum og upplýsingum um hvað köttur vinar þíns gerði í dag. Þar að auki er ekki útlit fyrir að gróði hvers og eins notenda sé mikill. Þrátt fyrir að Tsu virðist hafa skotið forsvarsmönnum Facebook skelk í bringu, vakna spurningar um hvort að þessi smái samfélagsmiðill muni ekki þurfa að gefast upp á endanum. Enda hafa margir reynt að skáka Facebook og þar af tæknirisar á borð við Google. Hingað til hefur þó engum tekist að velta Facebook úr sessi.Hér má sjá viðtal við Sobczak frá því í febrúar. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Tiltölulega nýr samfélagsmiðill virðist hafa valdið ókyrrð í höfuðstöðvum tæknirisans Facebook. Á dögunum komu forsvarsmenn Facebook í veg fyrir að notendur Tsu gætu birt færslur á Facebook og jafnframt var öllum færslum og tenglum við Tsu eytt. Það sem gerir hinn rúmlega ársgamla Tsu nokkuð einstakt er að notendum samfélagsmiðilsins fá greitt fyrir að vera þar. 90 prósent þeirra auglýsingatekna sem fyrirtækið aflað verður dreift á notendur. Á einu ári urðu notendur Tsu rúm milljón sem þykir mikill og hraður vöxtur fyrir nýjan samfélagsmiðil.Hér má sjá hvað kemur upp þegar reynt er að deila linka á Tsu á Facebook.Stofnandi miðilsins, Sebastian Sobczak, hefur sagt opinberlega að notendur samfélagsmiðla eigi að fá greitt fyrir efni sitt þar sem samfélagsmiðlar reiða sig á efni þeirra. Til þess að komast inn á Tsu þarf að setja inn notendanafn sem þegar er í notkun á samfélagsmiðlinum. Hins vegar skiptir það máli við tekjudreifingu Tsu hve stórt vinanet notenda er. Hve mikið hver notandi fær borgað byggir á fjölda vina og hve marga hver notandi hefur fengið til að skrá sig á Tsu og koll af kolli. Þá skiptir einnig máli hve margar færslur hver notandi setur inn, sem þýðir aðeins eitt: Búið ykkur undir margar myndir af hvetjandi texta, líkamsræktarmyndum og upplýsingum um hvað köttur vinar þíns gerði í dag. Þar að auki er ekki útlit fyrir að gróði hvers og eins notenda sé mikill. Þrátt fyrir að Tsu virðist hafa skotið forsvarsmönnum Facebook skelk í bringu, vakna spurningar um hvort að þessi smái samfélagsmiðill muni ekki þurfa að gefast upp á endanum. Enda hafa margir reynt að skáka Facebook og þar af tæknirisar á borð við Google. Hingað til hefur þó engum tekist að velta Facebook úr sessi.Hér má sjá viðtal við Sobczak frá því í febrúar.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira