„Að sjálfsögðu á ekki að eyða sönnunargögnum á meðan fyrningarfrestur hefur ekki gengið í gildi,“ sagði Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær.
Jóhanna var þar með að tjá sig um frétt Fréttablaðsins frá því á þriðjudag þar sem segir að sönnunargögnum, svo sem lífsýnum og nærfötum, sem tekin eru á neyðarmóttöku vegna nauðgana sé eytt eftir níu vikur.
Jóhanna segir þetta allt of stuttan tíma. Hún segir að endurskoða þurfi regluverk um vörslu sönnunargagna hjá neyðarmóttökunni.
„Þetta verkferli á ekki að vera til þess að þrýsta á þolendur kynferðisafbrota til að kæra. Þeir eiga að fá að taka ákvörðunina sjálfir og það er okkar að hafa til það lagaumhverfi og þá aðstöðu sem fólk þarf á að halda.“
Vill endurskoða regluverk um neyðarmóttöku
Snærós Sindradóttir skrifar
