Fótbolti

Ronaldo finnur til á hverjum degi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ronaldo í leik með Real í vetur.
Ronaldo í leik með Real í vetur. vísir/getty
Þó svo Cristiano Ronaldo spili nánast hverja mínútu með Real Madrid þá þarf hann að bíta á jaxlinn á hverjum einasta degi.

Hann lenti í erfiðum hnémeiðslum í lok tímabilsins 2014 og hefur ekki verið samur síðan. Þá missti Ronaldo næstum því af úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem og HM.

Ronaldo hefur spilað allar mínútur Real Madrid í vetur en það getur hann út af stífri meðferð.

„Það líður ekki einn dagur án þess að ég finni til í hnénu. Það er hluti af starfinu og ég þarf að takast á við þetta," sagði Ronaldo.

„Þegar ég var rúmlega tvítugur þá fór ég oft út að borða eftir leiki og kom heim í kringum þrjú um nóttina. Það geri ég ekki lengur. Ég fer beint heim og hugsa vel um mig. Litlu hlutirnir skipta miklu máli þar. Það er ekkert sem ég elska meira en fótbolta og ég reyni að hugsa eins vel um mig og mögulegt er."

Ronaldo er orðinn þrítugur. Hann hefur skorað 13 mörk í 13 leikjum með Real Madrid í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×