Afríka verður illa úti vegna samdráttar í Kína Lars Christensen skrifar 4. nóvember 2015 10:15 Velgengnissaga sem sjaldan er sögð úr hinu hnattræna hagkerfi síðustu tuttugu ára hefur verið Afríka. Af þeim tuttugu hagkerfum sem vaxið hafa hraðast í heiminum síðustu tvo áratugi er helmingurinn í Afríku. Mikilvægasti þátturinn í velgengni Afríku er sennilega sú staðreynd að lok kalda stríðsins, snemma á 10. áratug síðustu aldar, þýddu að stuðningi vesturveldanna og austurblokkarinnar við einræðisstjórnir í Afríku var hætt, og afleiðingin var sú að lýðræði – þótt ófullkomið sé – hefur smám saman breiðst út um Afríku og um leið meiri virðing fyrir réttarríkinu. Annar mjög mikilvægur þáttur er skörp hækkun á hrávöruverði í heiminum sem átti sér stað frá því seint á 10. áratugnum og til 2008. Og þar sem mörg Afríkuríki eru hrávöruútflytjendur hafa þau hagnast gríðarlega á hækkandi olíuverði. Hækkunin á hrávöruverði hefur að sjálfsögðu að miklu leyti verið afleiðing af mjög miklum hagvexti í Kína síðan snemma á 10. áratugnum. Þess vegna eru sterk tengsl á milli mikils kínversks hagvaxtar og hærra hrávöruverðs, sem aftur hefur stutt við hagvöxt í Afríku. En það eru líka sterkari tengsl á milli Afríku og Kína – miklar beinar fjárfestingar Kínverja í Afríku. En gæfan gæti verið á þrotum.Samdráttur í Kína slær á hagvöxt í Afríku Hægt hefur verulega á hagvexti í Kína á síðustu árum og það er ástæða til að ætla að samdrátturinn haldi áfram næstu áratugi þar sem Kína stendur frammi fyrir alvarlegum kerfislægum mótbyr, sérstaklega vegna mjög neikvæðrar mannfjöldaþróunar. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir Afríku. Annars vegar hefur hrávöruverð hrapað samfara samdrættinum í Kína og hins vegar hefur komið fram aukinn þrýstingur á beinar fjárfestingar Kínverja í Afríku. Þannig hafa fjárfestingar Kínverja, samkvæmt mati sumra, minnkað um allt að 85% á þessu ári. „Kínverska áfallið“ hefur komið fram bæði á fjármálamörkuðum – þar sem gjaldmiðlar Afríku hafa veikst verulega á þessu ári – og í samdrætti hagvaxtar í Afríku. Svo með samdrætti í Kína er meðbyrinn að breytast í mótvind fyrir Afríku og það hefur ekki aðeins áhrif á markaði og hagvöxt heldur er líklegt að það hafi neikvæð pólitísk áhrif. Þegar þrengir að hagvexti er því líklegt að við sjáum aukin vandamál í ríkisfjármálum um alla Afríku og því fylgir aukin efnahagsleg óvissa og getur auðveldlega aukið pólitíska spennu í mörgum af viðkvæmustu lýðræðisríkjum Afríku. Niðurstaðan: Afríka hefur verið velgengnissaga sem sjaldan er sögð, en nú kunnum við að standa á krossgötum þar sem auðveldir kostir eru ekki lengur í boði. Að því sögðu: Mörg ríki Afríku hafa gert raunverulegar endurbætur á síðustu tíu til fimmtán árum og vonandi gerir það þeim kleift að komast í gegnum þrengingarnar þegar samdrátturinn heldur áfram í Kína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Velgengnissaga sem sjaldan er sögð úr hinu hnattræna hagkerfi síðustu tuttugu ára hefur verið Afríka. Af þeim tuttugu hagkerfum sem vaxið hafa hraðast í heiminum síðustu tvo áratugi er helmingurinn í Afríku. Mikilvægasti þátturinn í velgengni Afríku er sennilega sú staðreynd að lok kalda stríðsins, snemma á 10. áratug síðustu aldar, þýddu að stuðningi vesturveldanna og austurblokkarinnar við einræðisstjórnir í Afríku var hætt, og afleiðingin var sú að lýðræði – þótt ófullkomið sé – hefur smám saman breiðst út um Afríku og um leið meiri virðing fyrir réttarríkinu. Annar mjög mikilvægur þáttur er skörp hækkun á hrávöruverði í heiminum sem átti sér stað frá því seint á 10. áratugnum og til 2008. Og þar sem mörg Afríkuríki eru hrávöruútflytjendur hafa þau hagnast gríðarlega á hækkandi olíuverði. Hækkunin á hrávöruverði hefur að sjálfsögðu að miklu leyti verið afleiðing af mjög miklum hagvexti í Kína síðan snemma á 10. áratugnum. Þess vegna eru sterk tengsl á milli mikils kínversks hagvaxtar og hærra hrávöruverðs, sem aftur hefur stutt við hagvöxt í Afríku. En það eru líka sterkari tengsl á milli Afríku og Kína – miklar beinar fjárfestingar Kínverja í Afríku. En gæfan gæti verið á þrotum.Samdráttur í Kína slær á hagvöxt í Afríku Hægt hefur verulega á hagvexti í Kína á síðustu árum og það er ástæða til að ætla að samdrátturinn haldi áfram næstu áratugi þar sem Kína stendur frammi fyrir alvarlegum kerfislægum mótbyr, sérstaklega vegna mjög neikvæðrar mannfjöldaþróunar. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir Afríku. Annars vegar hefur hrávöruverð hrapað samfara samdrættinum í Kína og hins vegar hefur komið fram aukinn þrýstingur á beinar fjárfestingar Kínverja í Afríku. Þannig hafa fjárfestingar Kínverja, samkvæmt mati sumra, minnkað um allt að 85% á þessu ári. „Kínverska áfallið“ hefur komið fram bæði á fjármálamörkuðum – þar sem gjaldmiðlar Afríku hafa veikst verulega á þessu ári – og í samdrætti hagvaxtar í Afríku. Svo með samdrætti í Kína er meðbyrinn að breytast í mótvind fyrir Afríku og það hefur ekki aðeins áhrif á markaði og hagvöxt heldur er líklegt að það hafi neikvæð pólitísk áhrif. Þegar þrengir að hagvexti er því líklegt að við sjáum aukin vandamál í ríkisfjármálum um alla Afríku og því fylgir aukin efnahagsleg óvissa og getur auðveldlega aukið pólitíska spennu í mörgum af viðkvæmustu lýðræðisríkjum Afríku. Niðurstaðan: Afríka hefur verið velgengnissaga sem sjaldan er sögð, en nú kunnum við að standa á krossgötum þar sem auðveldir kostir eru ekki lengur í boði. Að því sögðu: Mörg ríki Afríku hafa gert raunverulegar endurbætur á síðustu tíu til fimmtán árum og vonandi gerir það þeim kleift að komast í gegnum þrengingarnar þegar samdrátturinn heldur áfram í Kína.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun