Segir Seðlabankann lafandi hræddan kynda undir verðbólgu Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. nóvember 2015 16:00 Þorsteinn Sæmundsson í ræðustól. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fór hörðum orðum um Seðlabankann og stjórnendur hans í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Þorsteinn talar um málið en það gerði hann meðal annars einnig undir störfum þingsins þann 10. júní síðastliðinn, sem og þann 23. sama mánaðar. Tilefnið var vaxtahækkunarákvörðun peningastefnunefndar bankans sem kynnt var í morgun. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,75 prósent en þetta er í þriðja sinn sem bankinn ákveður að hækka meginvextina á síðustu misserum. Þessa ákvörðun sagði Þorsteinn vera grafalvarlega og algörlega óþolandi á Alþingi á fjórða tímanum í dag. Gaf hann lítið fyrir eina meginforsendu hækkunarinnar sem Seðlabankinn sagði vera versnandi verðbólguhorfur. Verðbólgan er nú um 1.8 prósent á ársgrundvelli en bankinn gerir ráð fyrir umtalsverðri hækkun, til að mynda vegna mikilla launahækkana að undanförnu.Kasta spreki á verðbólgubálið Að mati Þorsteins eru þó fá teikn á lofti um það að hér muni verðbólga aukast á næstu mánuðum sem um muni. „Vegna þess að við eigum ennþá inni vöruverðslækkun vegna styrkingar krónu,“ útskýrði Þorsteinn. „Það virðist því einhvern veginn þannig að Seðlabankamenn séu að bíða eftir verðbólgu sem ætlar að láta standa á sér og ætla þeir sér því að henda einu spreki á eldinn til þess að reyna að kynda undir henni með þessari ákvörðun. Rétt eins og þeir gerðu í vor þegar þeir bjuggu til kostnaðarverðbólgu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í dag. Styrking krónunnar og meðfylgjandi lækkun vöruverðs ætti þannig eftir að vega upp á móti þessum ótta Seðlabankamanna að mati Þorsteins. „Það myndi til dæmis muna um það fyrir jólin ef að fatnaður á Íslandi myndi lækka um svona fimm til tíu prósent eins og krónustyrkingin gefur fulla ástæðu til og gæti þess vegna vel virkað inn í þær verðbólgumælingar sem hér eru,“ sagði hann í því samhengi.Seðlabankamenn „lafandi hræddir“ „Verðbólgan er hér nú um 1.8 prósent á ársgrundvelli, ef við tökum íbúðarverðshækkun frá þá er hún nálægt núllinu. Hagvöxtur er 4.6 prósent og menn eru bara lafandi hræddir útaf þessu,“ bætti Þorsteinn við. Því næst tók við upptalning á hagvísum á Írlandi. Þar er verðbólga undir einu prósent, hagvöxtur um 6 prósent en þrátt fyrir það eru stýrivextir lágir, „0.025 eða eitthvað slíkt,“ sagði Þorsteinn. „Ég skil ekki hvernig menn eru að tala hérna um verðbólgu, þar á meðal Seðlabankastjóri; „hún kemur nú samt“ þó að hún sé ekki komin - og í leiðinni erum við að bjóða erlendum aðilum enn til vaxtamunaveislu. Það á að fara að selja hér í janúar aflandskrónur upp á 200 og eitthvað milljarða en hvað er búið að gerast hér á síðustu mánuðum? Það er að safnast upp önnur snjóhengja. Það er bara skafl núna, 40 milljarðar, en hún heldur áfram. Ætla menn þá að safna í aðra snjóhengju. Hvenær ætli þessir 40 milljarðar og fleiri sem á eftir fylgja verði boðnir upp? Þetta er algjörlega óþolandi ákvörðun,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í dag. Alþingi Tengdar fréttir Vextir Seðlabankans hækka um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,75%. 4. nóvember 2015 09:00 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fór hörðum orðum um Seðlabankann og stjórnendur hans í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Þorsteinn talar um málið en það gerði hann meðal annars einnig undir störfum þingsins þann 10. júní síðastliðinn, sem og þann 23. sama mánaðar. Tilefnið var vaxtahækkunarákvörðun peningastefnunefndar bankans sem kynnt var í morgun. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,75 prósent en þetta er í þriðja sinn sem bankinn ákveður að hækka meginvextina á síðustu misserum. Þessa ákvörðun sagði Þorsteinn vera grafalvarlega og algörlega óþolandi á Alþingi á fjórða tímanum í dag. Gaf hann lítið fyrir eina meginforsendu hækkunarinnar sem Seðlabankinn sagði vera versnandi verðbólguhorfur. Verðbólgan er nú um 1.8 prósent á ársgrundvelli en bankinn gerir ráð fyrir umtalsverðri hækkun, til að mynda vegna mikilla launahækkana að undanförnu.Kasta spreki á verðbólgubálið Að mati Þorsteins eru þó fá teikn á lofti um það að hér muni verðbólga aukast á næstu mánuðum sem um muni. „Vegna þess að við eigum ennþá inni vöruverðslækkun vegna styrkingar krónu,“ útskýrði Þorsteinn. „Það virðist því einhvern veginn þannig að Seðlabankamenn séu að bíða eftir verðbólgu sem ætlar að láta standa á sér og ætla þeir sér því að henda einu spreki á eldinn til þess að reyna að kynda undir henni með þessari ákvörðun. Rétt eins og þeir gerðu í vor þegar þeir bjuggu til kostnaðarverðbólgu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í dag. Styrking krónunnar og meðfylgjandi lækkun vöruverðs ætti þannig eftir að vega upp á móti þessum ótta Seðlabankamanna að mati Þorsteins. „Það myndi til dæmis muna um það fyrir jólin ef að fatnaður á Íslandi myndi lækka um svona fimm til tíu prósent eins og krónustyrkingin gefur fulla ástæðu til og gæti þess vegna vel virkað inn í þær verðbólgumælingar sem hér eru,“ sagði hann í því samhengi.Seðlabankamenn „lafandi hræddir“ „Verðbólgan er hér nú um 1.8 prósent á ársgrundvelli, ef við tökum íbúðarverðshækkun frá þá er hún nálægt núllinu. Hagvöxtur er 4.6 prósent og menn eru bara lafandi hræddir útaf þessu,“ bætti Þorsteinn við. Því næst tók við upptalning á hagvísum á Írlandi. Þar er verðbólga undir einu prósent, hagvöxtur um 6 prósent en þrátt fyrir það eru stýrivextir lágir, „0.025 eða eitthvað slíkt,“ sagði Þorsteinn. „Ég skil ekki hvernig menn eru að tala hérna um verðbólgu, þar á meðal Seðlabankastjóri; „hún kemur nú samt“ þó að hún sé ekki komin - og í leiðinni erum við að bjóða erlendum aðilum enn til vaxtamunaveislu. Það á að fara að selja hér í janúar aflandskrónur upp á 200 og eitthvað milljarða en hvað er búið að gerast hér á síðustu mánuðum? Það er að safnast upp önnur snjóhengja. Það er bara skafl núna, 40 milljarðar, en hún heldur áfram. Ætla menn þá að safna í aðra snjóhengju. Hvenær ætli þessir 40 milljarðar og fleiri sem á eftir fylgja verði boðnir upp? Þetta er algjörlega óþolandi ákvörðun,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í dag.
Alþingi Tengdar fréttir Vextir Seðlabankans hækka um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,75%. 4. nóvember 2015 09:00 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Sjá meira
Vextir Seðlabankans hækka um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,75%. 4. nóvember 2015 09:00