Frumvarp fjármálaráðherra sem liggur til grundvallar því að hægt verði að ganga frá stöðugleikasamningum við föllnu bankana var samþykkt eftir aðra umræðu á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan er klofin í afstöðu sinni til málsins.
Við afgreiðslu Alþingis á þessu frumvarpi má segja að orðið hafi ákveðin kaflaskil í sögu efnahagshrunsins á Íslandi. Margir þeirra sem nú sitja við völd sökuðu fyrri ríkisstjórn um þjónkun við kröfuhafa og fengu slíka gagnrýni á sig í dag.
Nauðsynlegt er að Alþingi samþykki frumvarp fjármálaráðherra sem fyrst þannig að þrotabú gömlu bankanna komist fyrir dómstóla fyrir áramót. Við atkvæðagreiðsluna í dag klofnaði stjórnarandstaðan í afstöðu sinni til málsins. Þingmenn Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingar sátu hjá að frátöldum tveimur þingmönnum þeirrar síðartöldu sem voru á móti.
Björt framtíð styður frumvarp fjármálaráðherra.
Sjá má brot úr umræðunum á Alþingi í dag í sjónvarpsfréttinni hér að ofan.
Söguleg tímamót í sögu hrunsins
Tengdar fréttir

Uppgjör föllnu bankanna tryggir ríkissjóði hundruð milljarða
Fjármálaráðherra segir samninga við þrotabú föllnu bankanna lækka vaxtakostnað ríkissjóðs um tugi milljarða og geta fært ríkissjóði vel yfir 500 milljarða til lækkunar skulda.