Hlín Einars: „Gerir mig afar sorgmædda að sjá með hvaða hætti systir mín firrir sig ábyrgð“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 5. nóvember 2015 15:00 Hlín Einarsdóttir segist sorgmædd yfir orðum systur sinnar Malínar Brand í viðtali við Stundina í dag. Mynd/Ólafur Harðarson Hlín Einarsdóttir, sem játað hefur að hafa reynt að kúga átta milljónir úr hendi forsætisráðherra í sumar, segist sorgmædd yfir orðum systur sinnar í Stundinni í dag. Í viðtali við blaðið segir Malín, sem einnig er grunuð í málinu, að systir sín hafi ein skipulagt verknaðinn. Malín Brand segist ekki vera glæpamaður.Vísir„Ég hef ekki brotið vísvitandi af mér en játaði þau mistök að stöðva ekki systur mína,“ segir Malín meðal annars í viðtalinu, þar sem hún segist ekki vera glæpamaður og að hún hafi verið samstarfsfús við rannsókn málsins. „Glæpur minn er sá að vera meðvirk geðveikri systur minni.“ Sorgmædd vegna systur sinnar Hlín er á öðru máli. „Það gerir mig afar sorgmædda að sjá með hvaða hætti systir mín firrir sig ábyrgð og aðild á skjön við staðreyndir og rannsóknargögn sem liggja fyrir,“ segir Hlín í samtali við Vísi. „Verði gefin út ákæra í málunum þá munu gögn sýna fram á annað en það sem hún heldur fram.“ Hlín segist sannfærð um að gögn málsins muni sína hið rétta í málinu. „Ég tel ekki svaravert að ræða þær ásakanir sem hún ber á mig í viðtali við Stundina né hennar frásögn af málavöxtu en legg á það ríka áherslu að staðreyndir og sannleikurinn er skjalfestur og kemur í ljós að lokum,“ segir hún.Talar ekki illa um Björn Inga Í viðtalinu við Stundina segir Malín að frétt Smartlands af trúlofun Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamógúls hafi orðið þess valdandi að Hlín hafi farið að skipuleggja fjárkúgunina. Hlín segist óska Birni Inga hamingjuríkrar framtíðar.Vísir/Ernir„Systir mín sá þessa frétt og það varð kveikjan að þessu máli. Fréttin fór óskaplega fyrir brjóstið á henni og hún brotnaði niður,“ segir Malín í Stundinni. Þessu hafnar Hlín hins vegar með öllu. „Hvað Björn Inga varðar hef ég aldrei nokkurn tíma talað illa um hann og óska honum hamingjuríkrar framtíðar í sínu nýja lífi,“ segir hún.Málið hjá saksóknara Lögreglan kláraði rannsókn málsins í vikunni og staðfesti Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi að málið yrði sent til ríkissaksóknara fljótlega. Þar verður ákvörðun tekin um hvort systurnar verði ákærðar í málinu. Hlín segir líf sitt hafa breyst mikið en hún opnaði sig í viðtali við DV í sumar um geðsjúkdóm sinn. „Líf mitt hefur tekið algerum stakkaskiptum undanfarna mánuði og ég hef unnið markvisst með góðu fólki að því að gera líf mitt betra og heilsusamlegra á allan hátt,“ segir hún. „Ég óska systur minn góðs gengis í framtíðinni og ber engan kala til hennar.“ Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Rannsókn fjárkúgunarmálsins lokið Málið verður sent ríkissaksóknara í vikunni. 4. nóvember 2015 10:52 Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Hlín Einarsdóttir, sem játað hefur að hafa reynt að kúga átta milljónir úr hendi forsætisráðherra í sumar, segist sorgmædd yfir orðum systur sinnar í Stundinni í dag. Í viðtali við blaðið segir Malín, sem einnig er grunuð í málinu, að systir sín hafi ein skipulagt verknaðinn. Malín Brand segist ekki vera glæpamaður.Vísir„Ég hef ekki brotið vísvitandi af mér en játaði þau mistök að stöðva ekki systur mína,“ segir Malín meðal annars í viðtalinu, þar sem hún segist ekki vera glæpamaður og að hún hafi verið samstarfsfús við rannsókn málsins. „Glæpur minn er sá að vera meðvirk geðveikri systur minni.“ Sorgmædd vegna systur sinnar Hlín er á öðru máli. „Það gerir mig afar sorgmædda að sjá með hvaða hætti systir mín firrir sig ábyrgð og aðild á skjön við staðreyndir og rannsóknargögn sem liggja fyrir,“ segir Hlín í samtali við Vísi. „Verði gefin út ákæra í málunum þá munu gögn sýna fram á annað en það sem hún heldur fram.“ Hlín segist sannfærð um að gögn málsins muni sína hið rétta í málinu. „Ég tel ekki svaravert að ræða þær ásakanir sem hún ber á mig í viðtali við Stundina né hennar frásögn af málavöxtu en legg á það ríka áherslu að staðreyndir og sannleikurinn er skjalfestur og kemur í ljós að lokum,“ segir hún.Talar ekki illa um Björn Inga Í viðtalinu við Stundina segir Malín að frétt Smartlands af trúlofun Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamógúls hafi orðið þess valdandi að Hlín hafi farið að skipuleggja fjárkúgunina. Hlín segist óska Birni Inga hamingjuríkrar framtíðar.Vísir/Ernir„Systir mín sá þessa frétt og það varð kveikjan að þessu máli. Fréttin fór óskaplega fyrir brjóstið á henni og hún brotnaði niður,“ segir Malín í Stundinni. Þessu hafnar Hlín hins vegar með öllu. „Hvað Björn Inga varðar hef ég aldrei nokkurn tíma talað illa um hann og óska honum hamingjuríkrar framtíðar í sínu nýja lífi,“ segir hún.Málið hjá saksóknara Lögreglan kláraði rannsókn málsins í vikunni og staðfesti Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi að málið yrði sent til ríkissaksóknara fljótlega. Þar verður ákvörðun tekin um hvort systurnar verði ákærðar í málinu. Hlín segir líf sitt hafa breyst mikið en hún opnaði sig í viðtali við DV í sumar um geðsjúkdóm sinn. „Líf mitt hefur tekið algerum stakkaskiptum undanfarna mánuði og ég hef unnið markvisst með góðu fólki að því að gera líf mitt betra og heilsusamlegra á allan hátt,“ segir hún. „Ég óska systur minn góðs gengis í framtíðinni og ber engan kala til hennar.“
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Rannsókn fjárkúgunarmálsins lokið Málið verður sent ríkissaksóknara í vikunni. 4. nóvember 2015 10:52 Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Rannsókn fjárkúgunarmálsins lokið Málið verður sent ríkissaksóknara í vikunni. 4. nóvember 2015 10:52
Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14