Parísarför borgarinnar eykur loftlagsvandann Kristján már Unnarsson skrifar 6. nóvember 2015 09:55 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur við rætur Snæfellsjökuls. Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Losun á koltvísýring við að senda allt þetta fólk í þotum yfir hafið hefur sennilega meiri neikvæð áhrif en þau jákvæðu, sem af fundinum kemur,“ skrifar Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, í tilefni af frétt Eyjunnar í gær um að tólf manns muni fara út á vegum Reykjavíkurborgar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í byrjun næsta mánaðar. Haraldur, sem er einn af kunnustu jarðvísindamönnum þjóðarinnar, hefur birt fjölda pistla um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar á heimasíðu sinni og hann spyr: „Hvaða vit hafa oddvitar borgarstjórnarflokkanna á loftslagsbreytingum yfirleitt?“ Hann segir rausnarlegt af borginni að senda tólf manns til Parísar: „Ókeypis flug, fínt hótel, kokkteill, gaman, gaman! Þeir geta gert jólainnkaupin um leið í fínustu magazínum Parísar,“ segir Haraldur. „En bíðum nú við: hvað gerist ef allar borgir jarðar með 120 þúsund íbúa og fleiri senda álíka sendinefnd til Parísar? Einn fulltrúa á hverja tíu þúsund borgara jarðar? Er pláss fyrir milljón manns á fundinum? Og svo í viðbót kemur sendinefndin frá ráðuneytunum og umhverfisstofnunum,“ segir Haraldur Sigurðsson. Í frétt Eyjunnar í gær kom fram að oddvitar allra borgarstjórnarflokkanna muni sækja ráðstefnuna, þau Dagur B. Eggertsson borgarstjóri; Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar; S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar; Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata; Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, starfandi oddviti Framsóknar og flugvallarvina. Auk borgarfulltrúanna sex fari einnig út þau Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, og Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á vegum umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar. Þá fari einnig út á vegum borgarinnar þau Ellý Katrín Guðmundsdóttir borgarritari, Ólöf Örvarsdóttir, sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, Hrönn Hrafnsdóttir, sérfræðingur í loftslagsmálum, og Pétur Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra. Kostnaður á hvern fulltrúa vegna ferðarinnar er sagður vera um það bil 260.000 krónur og heildarkostnaður vegna ferðarinnar því 3.120.000 krónur. Loftslagsmál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
„Losun á koltvísýring við að senda allt þetta fólk í þotum yfir hafið hefur sennilega meiri neikvæð áhrif en þau jákvæðu, sem af fundinum kemur,“ skrifar Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, í tilefni af frétt Eyjunnar í gær um að tólf manns muni fara út á vegum Reykjavíkurborgar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í byrjun næsta mánaðar. Haraldur, sem er einn af kunnustu jarðvísindamönnum þjóðarinnar, hefur birt fjölda pistla um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar á heimasíðu sinni og hann spyr: „Hvaða vit hafa oddvitar borgarstjórnarflokkanna á loftslagsbreytingum yfirleitt?“ Hann segir rausnarlegt af borginni að senda tólf manns til Parísar: „Ókeypis flug, fínt hótel, kokkteill, gaman, gaman! Þeir geta gert jólainnkaupin um leið í fínustu magazínum Parísar,“ segir Haraldur. „En bíðum nú við: hvað gerist ef allar borgir jarðar með 120 þúsund íbúa og fleiri senda álíka sendinefnd til Parísar? Einn fulltrúa á hverja tíu þúsund borgara jarðar? Er pláss fyrir milljón manns á fundinum? Og svo í viðbót kemur sendinefndin frá ráðuneytunum og umhverfisstofnunum,“ segir Haraldur Sigurðsson. Í frétt Eyjunnar í gær kom fram að oddvitar allra borgarstjórnarflokkanna muni sækja ráðstefnuna, þau Dagur B. Eggertsson borgarstjóri; Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar; S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar; Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata; Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, starfandi oddviti Framsóknar og flugvallarvina. Auk borgarfulltrúanna sex fari einnig út þau Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, og Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á vegum umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar. Þá fari einnig út á vegum borgarinnar þau Ellý Katrín Guðmundsdóttir borgarritari, Ólöf Örvarsdóttir, sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, Hrönn Hrafnsdóttir, sérfræðingur í loftslagsmálum, og Pétur Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra. Kostnaður á hvern fulltrúa vegna ferðarinnar er sagður vera um það bil 260.000 krónur og heildarkostnaður vegna ferðarinnar því 3.120.000 krónur.
Loftslagsmál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira