Snæfell hélt Valskonum í 38 stigum og vann á endanum 44 stiga sigur, 82-38. Áður hafði Snæfellsliðið unnið 28 stiga sigur á Keflavík og 23 stiga sigur á Grindavík.
Haiden Denise Palmer var 25 stig hjá Snæfelli og fyrirliðinn Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 14 stig. Karisma Chapman skoraði 15 stig fyrir Val.
Hólmarar buðu upp á mjög undarlega tölfræði í leiknum í kvöld en Karisma Chapman tók eina frákast leiksins samkvæmt henni.
Valsliðið var jafnframt með 93 prósent skotnýtingu þrátt fyrir 44 stiga tap og því var augljóslega boðið upp á vitlausa tölfræði frá Stykkishólmi í kvöld. Það er hægt að sjá hana hér en vonandi verður hún löguð.
Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins í Domino´s deild kvenna:
Snæfell-Valur 82-38 (23-9, 21-7, 16-14, 22-8)
Snæfell: Haiden Denise Palmer 25, Gunnhildur Gunnarsdóttir 14/5 stoðsendingar, Rebekka Rán Karlsdóttir 13, Bryndís Guðmundsdóttir 8, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 8, Berglind Gunnarsdóttir 6, María Björnsdóttir 4, Sara Diljá Sigurðardóttir 2, Anna Soffía Lárusdóttir 2.
Valur: Karisma Chapman 15, Margrét Ósk Einarsdóttir 7, Hallveig Jónsdóttir 4, Guðbjörg Sverrisdóttir 4, Dagbjört Samúelsdóttir 2, Jónína Þórdís Karlssdóttir 2, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 2, Bergþóra Holton Tómasdóttir 2.
Haukar-Hamar 84-49 (30-11, 19-11, 15-22, 20-5)
Haukar: Helena Sverrisdóttir 14/11 fráköst/5 stolnir, Sólrún Inga Gísladóttir 12/5 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 11, Þóra Kristín Jónsdóttir 9/5 fráköst, Pálína María Gunnlaugsdóttir 9/5 fráköst/5 stolnir, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 7, Eva Margrét Kristjánsdóttir 7/4 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 6/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/6 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 3, Hanna Þráinsdóttir 2/4 fráköst.
Hamar: Suriya McGuire 14/9 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 9/5 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 8/7 fráköst, Margrét Hrund Arnarsdóttir 6/4 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 4, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 4, Hrafnhildur Magnúsdóttir 2/5 fráköst/5 stoðsendingar, Karen Munda Jónsdóttir 2.
