Viðar Örn: Þetta var óboðlegt Gunnar Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2015 22:29 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, með Bandaríkjamanninum Tobin Carberry. Vísir/Stefán Nýliðar Hattar töpuðu í kvöld fimmta leiknum í röð í Domino´s deild karla í körfubolta þegar þeir töpuðu með 35 stiga mun á heimavelli á móti KR. Hattarliðið hefur þar með tapað síðustu tveimur leikjum sínum með samtals 65 stigum. Þjálfari Hattar, Viðar Örn Hafsteinsson, sá fátt jákvætt hjá sínu liði á móti KR í kvöld. „Þetta var óboðlegt, hörmung. Við höfum verið í vandræðum, vorum vondir í Keflavík og mættum ekki til leiks í kvöld," sagði Viðar Örn. „Sóknarleikurinn var hryllingur, varnarleikurinn skulum við segja aðeins skárri og við fengum ekki framlag frá lykilmönnum," sagði Viðar Örn en Hattarliðið skoraði bara 50 stig í öllum leiknum. „Ég þarf að fara yfir þennan leik. Kannski getum við breytt til í okkar leikskipulagi. Það er margt sem gengur ekki upp," sagði Viðar en Hattarliðið hefur tapað fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu. „Við lögðum upp með að spila agaðan sóknarleik og fá góð skot úr teignum. Það gerðist 1-2 sinnum í fyrri hálfleik. Í þeim seinni vorum við lélegir í teignum. Við kláruðum ekki færin eða fórum einir á móti 3-4 andstæðingum frekar en senda boltann út aftur," sagði Viðar. „Kannski var leikskipulagið ekki nógu vel sett upp og ég verð að taka það á mig en það var margt sem gekk ekki upp í kvöld," sagði Viðar. Það var meira en skipulagið sem gekk ekki upp. Hattarliðið virkaði stressað og gerði sig sekt um mörg sóknarmistök. Leikurinn í kvöld var sá fyrsti sem sendur er í beinni útsendingu frá Egilsstöðum auk þess sem Íslandsmeistararnir voru í heimsókn. Aðspurður sagðist Viðar ekki getað útilokað að það hefði haft áhrif. Lokað verður fyrir leikmannaskipti um miðjan mánuði. Viðar á ekki von á breytingum á Hattarliðinu fyrir þann tíma þótt fyrsta svar hans væri „áttu skó“ þegar hann var spurður út í möguleg félagaskipti. „Ef einhverjir leikmenn eru á laus þá skoðum við málin en við kaupum ekki tíu nýja menn. Við þurfum að fá menn til að vinna saman að einu markmiði," sagði Viðar. Næsti leikur Hattar er á útivelli gegn Tindastóli á fimmtudag. Þar mætast tvö lið sem hefðu kosið að byrja Íslandsmótið öðruvísi en raunin hefur orðið. „Ég þarf að fara yfir þennan leik sem var að klárast og setja upp leikplan fyrir næsta. Ég er ekki byrjaður að huga að honum þótt það líti út fyrir að ég hafi gert það alla vikuna," sagði Viðar að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - KR 50-85 | Yfirburðir KR-inga á Egilsstöðum Íslandsmeistarar KR burstuðu nýliða Hattar 50-85 en liðin mættust á Egilsstöðum í 5. umferð Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Meistararnir mættu grimmir til leiks og nýliðarnir áttu aldrei roð í þá. 6. nóvember 2015 20:45 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Fleiri fréttir Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Sjá meira
Nýliðar Hattar töpuðu í kvöld fimmta leiknum í röð í Domino´s deild karla í körfubolta þegar þeir töpuðu með 35 stiga mun á heimavelli á móti KR. Hattarliðið hefur þar með tapað síðustu tveimur leikjum sínum með samtals 65 stigum. Þjálfari Hattar, Viðar Örn Hafsteinsson, sá fátt jákvætt hjá sínu liði á móti KR í kvöld. „Þetta var óboðlegt, hörmung. Við höfum verið í vandræðum, vorum vondir í Keflavík og mættum ekki til leiks í kvöld," sagði Viðar Örn. „Sóknarleikurinn var hryllingur, varnarleikurinn skulum við segja aðeins skárri og við fengum ekki framlag frá lykilmönnum," sagði Viðar Örn en Hattarliðið skoraði bara 50 stig í öllum leiknum. „Ég þarf að fara yfir þennan leik. Kannski getum við breytt til í okkar leikskipulagi. Það er margt sem gengur ekki upp," sagði Viðar en Hattarliðið hefur tapað fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu. „Við lögðum upp með að spila agaðan sóknarleik og fá góð skot úr teignum. Það gerðist 1-2 sinnum í fyrri hálfleik. Í þeim seinni vorum við lélegir í teignum. Við kláruðum ekki færin eða fórum einir á móti 3-4 andstæðingum frekar en senda boltann út aftur," sagði Viðar. „Kannski var leikskipulagið ekki nógu vel sett upp og ég verð að taka það á mig en það var margt sem gekk ekki upp í kvöld," sagði Viðar. Það var meira en skipulagið sem gekk ekki upp. Hattarliðið virkaði stressað og gerði sig sekt um mörg sóknarmistök. Leikurinn í kvöld var sá fyrsti sem sendur er í beinni útsendingu frá Egilsstöðum auk þess sem Íslandsmeistararnir voru í heimsókn. Aðspurður sagðist Viðar ekki getað útilokað að það hefði haft áhrif. Lokað verður fyrir leikmannaskipti um miðjan mánuði. Viðar á ekki von á breytingum á Hattarliðinu fyrir þann tíma þótt fyrsta svar hans væri „áttu skó“ þegar hann var spurður út í möguleg félagaskipti. „Ef einhverjir leikmenn eru á laus þá skoðum við málin en við kaupum ekki tíu nýja menn. Við þurfum að fá menn til að vinna saman að einu markmiði," sagði Viðar. Næsti leikur Hattar er á útivelli gegn Tindastóli á fimmtudag. Þar mætast tvö lið sem hefðu kosið að byrja Íslandsmótið öðruvísi en raunin hefur orðið. „Ég þarf að fara yfir þennan leik sem var að klárast og setja upp leikplan fyrir næsta. Ég er ekki byrjaður að huga að honum þótt það líti út fyrir að ég hafi gert það alla vikuna," sagði Viðar að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - KR 50-85 | Yfirburðir KR-inga á Egilsstöðum Íslandsmeistarar KR burstuðu nýliða Hattar 50-85 en liðin mættust á Egilsstöðum í 5. umferð Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Meistararnir mættu grimmir til leiks og nýliðarnir áttu aldrei roð í þá. 6. nóvember 2015 20:45 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Fleiri fréttir Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - KR 50-85 | Yfirburðir KR-inga á Egilsstöðum Íslandsmeistarar KR burstuðu nýliða Hattar 50-85 en liðin mættust á Egilsstöðum í 5. umferð Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Meistararnir mættu grimmir til leiks og nýliðarnir áttu aldrei roð í þá. 6. nóvember 2015 20:45