Margrét Lára gengur til liðs við Val Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2015 23:42 Margrét Lára er að margra mati besta knattspyrnukona Íslandssögunnar. Vísir/Vilhelm Landsliðskonan og markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir hefur gengið til liðs við Val. Hún skrifaði undir tveggja ára samning og verður auk þess hluti af þjálfarateymi liðsins. Margrét Lára lýsti því yfir á dögunum að hún væri á heimleið eftir atvinnumennsku í Svíþjóð undanfarin ár. Margrét Lára, sem varð 29 ára í sumar, þekkir vel til á Hlíðarenda þar sem hún spilaði á árunum 2005-2008 og raðaði inn mörkunum. Hún á að baki 124 leiki í efstu deild og bikarkeppnum og hefur skorað í þeim 198 mörk. Eyjamærin hefur spilað með kvennaliði Kristianstad frá árinu 2012 undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Hún spilaði einnig með liðinu á árunum 2009-2011 en var þar áður á mála hjá þýsku félögunum Duisburg og Turbine Potsdam. Hún varð Þýskalandsmeistari með Potsdam vorið 2012 en félagið er eitt það sterkasta í Evrópu.Hér tekur Margrét Lára við titlinum íþróttamaður ársins 2007 ásamt foreldrum sínum, Guðmundu Sighvatsdóttur og Viðari Elíassyni.Mynd/VilhelmGlæsileg ferilskrá Margrét Lára er markahæsti leikmaður A-landsliðs Íslands í knattspyrnu frá upphafi með 75 mörk í 102 leikjum. Þá hefur hún skorað 30 mörk í 43 leikjum með yngri landsliðum Íslands. Ljóst er að liðsstyrkurinn fyrir Valskonur verður mikill en Hlíðarendastelpur höfnuðu í sjöunda sæti í Pepsi-deild kvenna síðastliðið sumar. Þær komust í undanúrslit bikarsins þar sem þær féllu úr leik gegn Selfossi. Margrét Lára, sem er uppalin í Vestmannaeyjum, hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari með Valskonum, einu sinni bikarmeistari og markahæsti leikmaður Íslandsmótsins alls fimm sinnum. Hún varð markahæst í sænsku deildinni árið 2011 ásamt hinni hollensku Manon Melis. Þá var hún útnefnd íþróttamaður ársins árið 2007.Að neðan má sjá viðtal sem Margét Lára veitti Valur.is í kvöld. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Landsliðskonan og markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir hefur gengið til liðs við Val. Hún skrifaði undir tveggja ára samning og verður auk þess hluti af þjálfarateymi liðsins. Margrét Lára lýsti því yfir á dögunum að hún væri á heimleið eftir atvinnumennsku í Svíþjóð undanfarin ár. Margrét Lára, sem varð 29 ára í sumar, þekkir vel til á Hlíðarenda þar sem hún spilaði á árunum 2005-2008 og raðaði inn mörkunum. Hún á að baki 124 leiki í efstu deild og bikarkeppnum og hefur skorað í þeim 198 mörk. Eyjamærin hefur spilað með kvennaliði Kristianstad frá árinu 2012 undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Hún spilaði einnig með liðinu á árunum 2009-2011 en var þar áður á mála hjá þýsku félögunum Duisburg og Turbine Potsdam. Hún varð Þýskalandsmeistari með Potsdam vorið 2012 en félagið er eitt það sterkasta í Evrópu.Hér tekur Margrét Lára við titlinum íþróttamaður ársins 2007 ásamt foreldrum sínum, Guðmundu Sighvatsdóttur og Viðari Elíassyni.Mynd/VilhelmGlæsileg ferilskrá Margrét Lára er markahæsti leikmaður A-landsliðs Íslands í knattspyrnu frá upphafi með 75 mörk í 102 leikjum. Þá hefur hún skorað 30 mörk í 43 leikjum með yngri landsliðum Íslands. Ljóst er að liðsstyrkurinn fyrir Valskonur verður mikill en Hlíðarendastelpur höfnuðu í sjöunda sæti í Pepsi-deild kvenna síðastliðið sumar. Þær komust í undanúrslit bikarsins þar sem þær féllu úr leik gegn Selfossi. Margrét Lára, sem er uppalin í Vestmannaeyjum, hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari með Valskonum, einu sinni bikarmeistari og markahæsti leikmaður Íslandsmótsins alls fimm sinnum. Hún varð markahæst í sænsku deildinni árið 2011 ásamt hinni hollensku Manon Melis. Þá var hún útnefnd íþróttamaður ársins árið 2007.Að neðan má sjá viðtal sem Margét Lára veitti Valur.is í kvöld.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira