Þúsundir sóttar til Sharm el-Sheikh Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. nóvember 2015 07:00 Ferðafólk í Sharm el-Sheikh notfærir sér afþreyingarmöguleika meðan beðið er eftir flugvélum til að flytja það heim. vísir/epa Flestir virðast nú komnir á þá skoðun að sprengja hafi grandað rússnesku farþegaþotunni, sem hrapaði á Sínaískaga fyrir rúmlega viku. Egypsku sérfræðingarnir, sem hafa unnið að rannsókn hrapsins, segjast vera orðnir 90 prósent öruggir um að sprengja hafi orsakað það. Rannsóknin beinist nú að hljóðupptöku frá síðustu sekúndum flugsins, og hafa meðal annars sérfræðingar frá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, verið fengnir til þess að skoða upptökuna. Rússneskir sérfræðingar hafa einnig haldið til Egyptalands til að taka þátt í rannsókninni. Flugvélin, sem var af gerðinni Airbus A321, hrapaði skyndilega 23 mínútum eftir flugtak frá ferðamannabænum Sharm el-Sheikh, sem er syðst á Sínaískaga. Um borð voru 224 manns, flestir Rússar, og fórust þeir allir. Fjölmennar minningarathafnir hafa verið haldnar í Rússlandi og ríkir þar þjóðarsorg vegna atburðarins. Vitni sögðu vélina hafa brotnað í sundur áður en hún hrapaði og á upptökunni má greina hljóð, sem virðist vera sprengjuhljóð, örstuttu áður en vélin hrapaði. Liðsmenn öfgasamtakanna Íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en í fyrstu þótti yfirlýsing þeirra ekki trúverðug.Öryggisleit í Sharm el-Sheikh, þar sem öryggismálum er sagt ábótavant.vísir/epaÖryggismálum á flugvellinum í Sharm el-Sheikh þykir ábótavant, en athyglin hefur einnig beinst að flugvöllum víðar í löndum þar sem öfgahópar vaða uppi. Öryggiseftirlit á flugvellinum í Sharm el-Sheikh er sagt meingallað, þannig að auðvelt sé að koma óleyfilegum farangri um borð. Fjölmargir ferðamenn eru strandaglópar í Sharm el-Sheikh eftir að Rússar, Bretar og fleiri þjóðir hættu flugi þangað af öryggisástæðum í kjölfar þess að rússneska vélin hrapaði. Nú um helgina hófu Rússar að senda flugvélar til Sharm el-Sheikh til þess að ná í rússneska ferðalanga þar. Alls voru 80 þúsund rússneskir ferðamenn þar og er meiningin að koma þeim öllum burt innan nokkurra daga. Á einum sólarhring voru 11 þúsund farþegar fluttir heim til Rússlands nú um helgina. Þá eru Bretar einnig byrjaðir að senda flugvélar til að ná í 20 þúsund breska ferðamenn þangað, en stefnt er að því að þeir verði allir komnir til Bretlands innan tíu daga. Þá hefur mörgum Rússum sárnað skopmyndir í nýjasta hefti franska tímaritsins Charlie Hebdo, þar sem gert er grín að flughrapinu. Margir Rússar hafa af þessu tilefni sent skilaboð á Twitter með yfirlýsingunni: „Ég er ekki Charlie.“ Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Flestir virðast nú komnir á þá skoðun að sprengja hafi grandað rússnesku farþegaþotunni, sem hrapaði á Sínaískaga fyrir rúmlega viku. Egypsku sérfræðingarnir, sem hafa unnið að rannsókn hrapsins, segjast vera orðnir 90 prósent öruggir um að sprengja hafi orsakað það. Rannsóknin beinist nú að hljóðupptöku frá síðustu sekúndum flugsins, og hafa meðal annars sérfræðingar frá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, verið fengnir til þess að skoða upptökuna. Rússneskir sérfræðingar hafa einnig haldið til Egyptalands til að taka þátt í rannsókninni. Flugvélin, sem var af gerðinni Airbus A321, hrapaði skyndilega 23 mínútum eftir flugtak frá ferðamannabænum Sharm el-Sheikh, sem er syðst á Sínaískaga. Um borð voru 224 manns, flestir Rússar, og fórust þeir allir. Fjölmennar minningarathafnir hafa verið haldnar í Rússlandi og ríkir þar þjóðarsorg vegna atburðarins. Vitni sögðu vélina hafa brotnað í sundur áður en hún hrapaði og á upptökunni má greina hljóð, sem virðist vera sprengjuhljóð, örstuttu áður en vélin hrapaði. Liðsmenn öfgasamtakanna Íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en í fyrstu þótti yfirlýsing þeirra ekki trúverðug.Öryggisleit í Sharm el-Sheikh, þar sem öryggismálum er sagt ábótavant.vísir/epaÖryggismálum á flugvellinum í Sharm el-Sheikh þykir ábótavant, en athyglin hefur einnig beinst að flugvöllum víðar í löndum þar sem öfgahópar vaða uppi. Öryggiseftirlit á flugvellinum í Sharm el-Sheikh er sagt meingallað, þannig að auðvelt sé að koma óleyfilegum farangri um borð. Fjölmargir ferðamenn eru strandaglópar í Sharm el-Sheikh eftir að Rússar, Bretar og fleiri þjóðir hættu flugi þangað af öryggisástæðum í kjölfar þess að rússneska vélin hrapaði. Nú um helgina hófu Rússar að senda flugvélar til Sharm el-Sheikh til þess að ná í rússneska ferðalanga þar. Alls voru 80 þúsund rússneskir ferðamenn þar og er meiningin að koma þeim öllum burt innan nokkurra daga. Á einum sólarhring voru 11 þúsund farþegar fluttir heim til Rússlands nú um helgina. Þá eru Bretar einnig byrjaðir að senda flugvélar til að ná í 20 þúsund breska ferðamenn þangað, en stefnt er að því að þeir verði allir komnir til Bretlands innan tíu daga. Þá hefur mörgum Rússum sárnað skopmyndir í nýjasta hefti franska tímaritsins Charlie Hebdo, þar sem gert er grín að flughrapinu. Margir Rússar hafa af þessu tilefni sent skilaboð á Twitter með yfirlýsingunni: „Ég er ekki Charlie.“
Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira