Hinn skapheiti varnarmaður New Orleans Saints reyndi að hjóla í blaðamann eftir leik liðsins í NFL-deildinni í nótt.
Saints tapaði í framlengingu gegn Tennessee og stemningin var því eðlilega ekki góð inn í klefa eftir leik.
Einn blaðamaður var að taka viðtal við liðsfélaga Browner inn í klefa og Browner heyrði spurningu sem hann var ekki sáttur við og rauk upp.
Hann byrjaði að öskra á blaðamanninn og ætlaði svo í hann. Það þurfti þrjá liðsfélaga hans til að halda aftur af Browner. Honum var á endanum hent inn í sturtuklefa til að kæla sig niður.
Browner hefur fengið dæmd á sig sextán víti í deildinni í vetur en enginn annar leikmaður hefur náð upp í tíu.
Ætlaði að lemja blaðamann

Tengdar fréttir

Peyton kvaddi gamla heimavöllinn með tapi
Það eru enn þrjú ósigruð lið í NFL-deildinni eftir leiki helgarinnar.