Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðum til Sharm el Sheikh Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2015 13:25 Utanríkisráðuneytið hefur gefið út ferðaviðvörun vegna ótryggs ástands í Sharm el Sheikh. E.Ól. Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ónauðsynlegum ferðum til Sharm el Sheikh í Egyptalandi og til annarra áfangastaða á Sínai-skaga vegna ótryggs ástands þar. Í samtali við Vísi sagði Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, að svona mál væru yfirleitt unnin í samstarfi við hin Norðurlöndin. Ferðaviðvörunin væri gefin út ef ske kynni að einhver Íslendingur væri á svæðinu eða ef einhverjir hygðust ferðast til Sharm el Sheikh. Ráðuneytið hefur þó ekki upplýsingar um að einhver Íslendingur sé staddur á svæðinu. Mikil óvissa hefur ríkt í Sharm el Sheikh síðustu daga frá því að flugvél rússneska flugfélagsins Metrojet hrapaði yfir Sínai-skaga þann 31. október. Fjöldi ferðalanga hefur verið strandaður á flugvellinum í borginni eftir að yfirvöld í Bretlandi og öðrum ríkjum takmörkuðu flugferðir þangað. Ekki liggur ljóst fyrir hvað grandaði flugvélinni en sérfræðingar segjast vera 90 prósent vissir um að sprengja hafi sprungið um borð.#ferðaráð Við ráðum íslenskum ríkisborgurum frá ferðum til Sharm el Sheikh í Egyptalandi og nærliggjandi svæða.Posted by Utanríkisráðuneytið on Monday, 9 November 2015 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Telja mjög líklegt að sprengja hafi grandað rússnesku flugvélinni Bandarískir og breskir embættismenn segja að sprengja sé líklegasta orsökin fyrir hrapi flugvélar Metrojet yfir Sinai-skaga. 4. nóvember 2015 21:28 Rússneskir rannsakendur komnir á slysstað Flutningur á líkum þeirra 214 Rússa sem fórust á Sínaí-skaga í gær hefst nú seinni partinn. 1. nóvember 2015 14:01 Níutíu prósent vissir um að sprengja hafi grandað vélinni Sérfræðingar sem rannsaka orsakir þess að rússneska farþegaþotan fórst á Sinaí-skaga á Egyptalandi um síðustu helgi segjast níutíu prósent vissir um að sprengja hafi grandað vélinni. 8. nóvember 2015 16:48 Bretar hætta flugi yfir Sínaí Rússar og Egyptar segja viðbrögð Breta óþarflega harkaleg. Bíða eigi niðurstöðu rannsóknar áður en ályktanir eru dregnar um hrap farþegavélar yfir Sínaískaga um síðustu helgi. 224 fórust með flugvélinni. 6. nóvember 2015 07:00 Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands í kjölfar þess að rússnesk flugvél hrapaði til jarðar yfir Egyptalandi og 224 farþegar týndu lífi. 1. nóvember 2015 11:46 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ónauðsynlegum ferðum til Sharm el Sheikh í Egyptalandi og til annarra áfangastaða á Sínai-skaga vegna ótryggs ástands þar. Í samtali við Vísi sagði Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, að svona mál væru yfirleitt unnin í samstarfi við hin Norðurlöndin. Ferðaviðvörunin væri gefin út ef ske kynni að einhver Íslendingur væri á svæðinu eða ef einhverjir hygðust ferðast til Sharm el Sheikh. Ráðuneytið hefur þó ekki upplýsingar um að einhver Íslendingur sé staddur á svæðinu. Mikil óvissa hefur ríkt í Sharm el Sheikh síðustu daga frá því að flugvél rússneska flugfélagsins Metrojet hrapaði yfir Sínai-skaga þann 31. október. Fjöldi ferðalanga hefur verið strandaður á flugvellinum í borginni eftir að yfirvöld í Bretlandi og öðrum ríkjum takmörkuðu flugferðir þangað. Ekki liggur ljóst fyrir hvað grandaði flugvélinni en sérfræðingar segjast vera 90 prósent vissir um að sprengja hafi sprungið um borð.#ferðaráð Við ráðum íslenskum ríkisborgurum frá ferðum til Sharm el Sheikh í Egyptalandi og nærliggjandi svæða.Posted by Utanríkisráðuneytið on Monday, 9 November 2015
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Telja mjög líklegt að sprengja hafi grandað rússnesku flugvélinni Bandarískir og breskir embættismenn segja að sprengja sé líklegasta orsökin fyrir hrapi flugvélar Metrojet yfir Sinai-skaga. 4. nóvember 2015 21:28 Rússneskir rannsakendur komnir á slysstað Flutningur á líkum þeirra 214 Rússa sem fórust á Sínaí-skaga í gær hefst nú seinni partinn. 1. nóvember 2015 14:01 Níutíu prósent vissir um að sprengja hafi grandað vélinni Sérfræðingar sem rannsaka orsakir þess að rússneska farþegaþotan fórst á Sinaí-skaga á Egyptalandi um síðustu helgi segjast níutíu prósent vissir um að sprengja hafi grandað vélinni. 8. nóvember 2015 16:48 Bretar hætta flugi yfir Sínaí Rússar og Egyptar segja viðbrögð Breta óþarflega harkaleg. Bíða eigi niðurstöðu rannsóknar áður en ályktanir eru dregnar um hrap farþegavélar yfir Sínaískaga um síðustu helgi. 224 fórust með flugvélinni. 6. nóvember 2015 07:00 Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands í kjölfar þess að rússnesk flugvél hrapaði til jarðar yfir Egyptalandi og 224 farþegar týndu lífi. 1. nóvember 2015 11:46 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Telja mjög líklegt að sprengja hafi grandað rússnesku flugvélinni Bandarískir og breskir embættismenn segja að sprengja sé líklegasta orsökin fyrir hrapi flugvélar Metrojet yfir Sinai-skaga. 4. nóvember 2015 21:28
Rússneskir rannsakendur komnir á slysstað Flutningur á líkum þeirra 214 Rússa sem fórust á Sínaí-skaga í gær hefst nú seinni partinn. 1. nóvember 2015 14:01
Níutíu prósent vissir um að sprengja hafi grandað vélinni Sérfræðingar sem rannsaka orsakir þess að rússneska farþegaþotan fórst á Sinaí-skaga á Egyptalandi um síðustu helgi segjast níutíu prósent vissir um að sprengja hafi grandað vélinni. 8. nóvember 2015 16:48
Bretar hætta flugi yfir Sínaí Rússar og Egyptar segja viðbrögð Breta óþarflega harkaleg. Bíða eigi niðurstöðu rannsóknar áður en ályktanir eru dregnar um hrap farþegavélar yfir Sínaískaga um síðustu helgi. 224 fórust með flugvélinni. 6. nóvember 2015 07:00
Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands í kjölfar þess að rússnesk flugvél hrapaði til jarðar yfir Egyptalandi og 224 farþegar týndu lífi. 1. nóvember 2015 11:46