Ólafur Páll: Hlökkum til að vinna með heilbrigðum Þórði Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2015 13:45 Þórður Ingason hefur tekið sig í gegn og ver áfram mark Fjölnis. vísir/vilhelm Þórður Ingason, markvörður Fjölnis í Pepsi-deild karla í fótbolta, framlengdi samning sinn til tveggja ára í gær, en hann var samningslaus eftir tímabilið. Fjölnir þurfti að taka stóra ákvörðun um hvort það myndi halda markverðinum, en hann glímir við áfengis- og vímuefnafíkn eins og hann ræddi opinskátt í viðtali við Fótbolti.net á dögunum. Þórður var settur í agabann hjá Fjölni út leiktíðina þegar hann mætti fullur á æfingu liðsins. „Ég man án gríns lítið eftir þessari æfingu,“ sagði Þórður um atvikið, en hann hafði verið drukkinn tvö kvöld í röð og sofið í aðeins klukkutíma áður en hann mætti á æfinguna á laugardegi.„Það ríkir traust á milli beggja aðila“vísir/vilhelmTók á sínum málum Fjölnir var eitt þeirra liða sem reyndi að fá Róbert Örn Óskarsson, markvörð Íslandsmeistara FH, til sín, en hann valdi á endanum Víking og samdi við Fossvogsfélagið síðastliðinn föstudag. Þórður ver því mark Fjölnisliðsins áfram og fær hjálp frá félaginu til að halda sér á beinu brautinni. „Við mátum stöðuna þannig hjá Þórði að hann þyrfti að taka á sínum málum sem og hann gerði,“ segir Ólafur Páll snorrason, spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis, í samtali við Vísi. „Við áttum mörg góð samtöl við Dodda um hver hans markmið eru í raun og veru og hver hans framtíðarsýn er. Það ríkir traust á milli beggja aðila og vonandi getum við byggt ofan á það sem hann hefur gert. Saman munum við hjálpast að við að gera hann að betri manni og betri knattspyrnumanni.“Það má lítið út af bregða hjá Þórði.vísir/vilhelmMá lítið út af bregða Þórður er mjög vel metinn í Grafarvoginum og í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Fjölnis enda uppalinn leikmaður og góður markvörður. „Fjölnir vill auðvitað halda sínum leikmönnum og sérstaklega þeim sem hafa verið trúir og traustir félaginu. Doddi vildi vera áfram og við fundum lausn á því máli. Hann segist eiga tíu ár eftir hjá Fjölni þannig vonandi rætist það bara,“ segir Ólafur Páll. Ólafur segist ekki vita hvort í nýjum samningi Þórðar sé ákvæði um að samningnum verði rift fari hann af sporinu. Það segir sig auðvitað sjálft að hann verður að halda áfram á réttri braut. „Það er félagið og formaðurinn sem sér um þau mál. Doddi veit bara að hann er áfram í Fjölni og til að það gangi upp má lítið út af bregða,“ segir Ólafur Páll. „Við höfum fulla trú á því að hann sé á uppleið og gerum alltaf til að hjálpa honum. Við erum ánægðir með hann sé orðinn nýr maður og hlökkum mikið til að vinna með honum heilbrigðum.“Ólafur Páll er spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis.vísir/valliEinn af þeim bestu Þórður setti ákveðna pressu á sjálfan sig með því að stíga fram og segja frá sínum vandamálum, en hann tók einnig meðferðina alla leið og vann fagmannlega í sínum málum. Ólafur bendir þó á að stríðið sé ekki unnið. „Doddi er búinn að standa sig vel hingað til en hann má ekki fara of langt fram úr sér. Það eru ekki liðnir nema 2-3 mánuðir af hans bataferli,“ segir Ólafur Páll. „Hann er samt að okkar mati að gera réttu hlutina og setja pressu á sig sem er oft gott. Ég hef fulla trú á því að hann hafi það sem þarf til að standast þetta og það mun hann gera.“ Hvað fótboltann varðar er Fjölnir einfaldlega að halda einum af bestu markvörðum deildarinnar og því fagnar þjálfarann. „Ég tel að það sé alveg á hreinu að hann er mjög ofarlega á lista yfir bestu markverði deildarinnar. Við viljum líka setja pressu á hann að stíga skrefið sem vantar til að verða enn betri markvörður,“ segir Ólafur Páll Snorrason. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira
Þórður Ingason, markvörður Fjölnis í Pepsi-deild karla í fótbolta, framlengdi samning sinn til tveggja ára í gær, en hann var samningslaus eftir tímabilið. Fjölnir þurfti að taka stóra ákvörðun um hvort það myndi halda markverðinum, en hann glímir við áfengis- og vímuefnafíkn eins og hann ræddi opinskátt í viðtali við Fótbolti.net á dögunum. Þórður var settur í agabann hjá Fjölni út leiktíðina þegar hann mætti fullur á æfingu liðsins. „Ég man án gríns lítið eftir þessari æfingu,“ sagði Þórður um atvikið, en hann hafði verið drukkinn tvö kvöld í röð og sofið í aðeins klukkutíma áður en hann mætti á æfinguna á laugardegi.„Það ríkir traust á milli beggja aðila“vísir/vilhelmTók á sínum málum Fjölnir var eitt þeirra liða sem reyndi að fá Róbert Örn Óskarsson, markvörð Íslandsmeistara FH, til sín, en hann valdi á endanum Víking og samdi við Fossvogsfélagið síðastliðinn föstudag. Þórður ver því mark Fjölnisliðsins áfram og fær hjálp frá félaginu til að halda sér á beinu brautinni. „Við mátum stöðuna þannig hjá Þórði að hann þyrfti að taka á sínum málum sem og hann gerði,“ segir Ólafur Páll snorrason, spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis, í samtali við Vísi. „Við áttum mörg góð samtöl við Dodda um hver hans markmið eru í raun og veru og hver hans framtíðarsýn er. Það ríkir traust á milli beggja aðila og vonandi getum við byggt ofan á það sem hann hefur gert. Saman munum við hjálpast að við að gera hann að betri manni og betri knattspyrnumanni.“Það má lítið út af bregða hjá Þórði.vísir/vilhelmMá lítið út af bregða Þórður er mjög vel metinn í Grafarvoginum og í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Fjölnis enda uppalinn leikmaður og góður markvörður. „Fjölnir vill auðvitað halda sínum leikmönnum og sérstaklega þeim sem hafa verið trúir og traustir félaginu. Doddi vildi vera áfram og við fundum lausn á því máli. Hann segist eiga tíu ár eftir hjá Fjölni þannig vonandi rætist það bara,“ segir Ólafur Páll. Ólafur segist ekki vita hvort í nýjum samningi Þórðar sé ákvæði um að samningnum verði rift fari hann af sporinu. Það segir sig auðvitað sjálft að hann verður að halda áfram á réttri braut. „Það er félagið og formaðurinn sem sér um þau mál. Doddi veit bara að hann er áfram í Fjölni og til að það gangi upp má lítið út af bregða,“ segir Ólafur Páll. „Við höfum fulla trú á því að hann sé á uppleið og gerum alltaf til að hjálpa honum. Við erum ánægðir með hann sé orðinn nýr maður og hlökkum mikið til að vinna með honum heilbrigðum.“Ólafur Páll er spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis.vísir/valliEinn af þeim bestu Þórður setti ákveðna pressu á sjálfan sig með því að stíga fram og segja frá sínum vandamálum, en hann tók einnig meðferðina alla leið og vann fagmannlega í sínum málum. Ólafur bendir þó á að stríðið sé ekki unnið. „Doddi er búinn að standa sig vel hingað til en hann má ekki fara of langt fram úr sér. Það eru ekki liðnir nema 2-3 mánuðir af hans bataferli,“ segir Ólafur Páll. „Hann er samt að okkar mati að gera réttu hlutina og setja pressu á sig sem er oft gott. Ég hef fulla trú á því að hann hafi það sem þarf til að standast þetta og það mun hann gera.“ Hvað fótboltann varðar er Fjölnir einfaldlega að halda einum af bestu markvörðum deildarinnar og því fagnar þjálfarann. „Ég tel að það sé alveg á hreinu að hann er mjög ofarlega á lista yfir bestu markverði deildarinnar. Við viljum líka setja pressu á hann að stíga skrefið sem vantar til að verða enn betri markvörður,“ segir Ólafur Páll Snorrason.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira