Gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu aldrei stærra Birgir Olgeirsson skrifar 30. október 2015 11:25 Frá Suðurskautslandinu. Vísir/EPA Gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu hefur aldrei mælst stærra en í þessum mánuði. Alþjóðaveðurfræðistofnunin greinir frá þessu en segir að ekki þurfi að hafa miklar áhyggjur af þessu meti þó svo að ósonlagið verji allt líf á jörðinni fyrir geislum sólarinnar. Miklar sveiflur eru á stærð gatsins í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu og er það oftast nær stærst á þessum tíma árs þegar mikill kuldi er í heiðhvolfinu.Hér má sjá gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu eins og það blasti við geimferðastofnun Bandaríkjanna, Nasa, 2. nóvember síðastliðinn. Blái og fjólubláiliturinn sýna hvar ósonlagið er sem minnst.Vísir/NasaÍ fyrra greindi Alþjóðaveðurfræðistofnunin frá því að mælingar gæfu til kynna að eyðing ósonlagsins væri í rénun. Voru orsökin rakin til ársins 1987 þegar lagt var bann við notkun efna sem valda eyðingu ósonlagsins, þá sérstaklega flúorklóríðs. Stofnunin sagði hins vegar að það gæti liðið meira en áratugur þar til gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu færi aftur minnkandi og því full ástæða til að halda uppteknum hætti við að reyna að vernda ósonlagið fyrir skaðlegum efnum. Fyrr í mánuðinum mældist gatið 28,2 milljónir ferkílómetra að stærð, sem er meira en flatarmál Kanada og Rússlands til samans og er nýtt met. Árni Sigurðsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir flesta sammála um að almennt aukist styrkur ósonlagsins frá því sem áður var. Gat myndast þó í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu á hverju ári. Það er rakið til kulda í heiðhvolfinu yfir Suðurskautslandinu, en í ár var kaldara en í meðalári. „Þess vegna eyðist meira óson en það er bara tímabundið. Þegar er svona kuldi þéttist meiri raki og það myndast glitský í heiðhvolfinu og það er í tengslum við þessi ský sem ósoneyðingin á sér stað.“Ósonlagið yfir Reykjavík hefur þykknað síðastliðin ár samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Vísir/StefánÁrni er á meðal þeirra sem fylgjast með ósonlaginu yfir Reykjavík. Hann segir starfsmenn Veðurstofu Íslands ekki sjá annað en að ósonlagið yfir höfuðborginni sé að þykkna aftur. Það sé hins vegar ekki alveg jafn þykkt og það var áður en eyðingin hófst á áttunda áratug síðustu aldar. „Það er ekki alveg komið í það sama og það var en það nálgast það. Frá árinu 2000 höfum við sérstaklega tekið eftir breytingu, þetta er jafnt og þétt að þykkna aftur.“ Veður Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu hefur aldrei mælst stærra en í þessum mánuði. Alþjóðaveðurfræðistofnunin greinir frá þessu en segir að ekki þurfi að hafa miklar áhyggjur af þessu meti þó svo að ósonlagið verji allt líf á jörðinni fyrir geislum sólarinnar. Miklar sveiflur eru á stærð gatsins í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu og er það oftast nær stærst á þessum tíma árs þegar mikill kuldi er í heiðhvolfinu.Hér má sjá gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu eins og það blasti við geimferðastofnun Bandaríkjanna, Nasa, 2. nóvember síðastliðinn. Blái og fjólubláiliturinn sýna hvar ósonlagið er sem minnst.Vísir/NasaÍ fyrra greindi Alþjóðaveðurfræðistofnunin frá því að mælingar gæfu til kynna að eyðing ósonlagsins væri í rénun. Voru orsökin rakin til ársins 1987 þegar lagt var bann við notkun efna sem valda eyðingu ósonlagsins, þá sérstaklega flúorklóríðs. Stofnunin sagði hins vegar að það gæti liðið meira en áratugur þar til gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu færi aftur minnkandi og því full ástæða til að halda uppteknum hætti við að reyna að vernda ósonlagið fyrir skaðlegum efnum. Fyrr í mánuðinum mældist gatið 28,2 milljónir ferkílómetra að stærð, sem er meira en flatarmál Kanada og Rússlands til samans og er nýtt met. Árni Sigurðsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir flesta sammála um að almennt aukist styrkur ósonlagsins frá því sem áður var. Gat myndast þó í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu á hverju ári. Það er rakið til kulda í heiðhvolfinu yfir Suðurskautslandinu, en í ár var kaldara en í meðalári. „Þess vegna eyðist meira óson en það er bara tímabundið. Þegar er svona kuldi þéttist meiri raki og það myndast glitský í heiðhvolfinu og það er í tengslum við þessi ský sem ósoneyðingin á sér stað.“Ósonlagið yfir Reykjavík hefur þykknað síðastliðin ár samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Vísir/StefánÁrni er á meðal þeirra sem fylgjast með ósonlaginu yfir Reykjavík. Hann segir starfsmenn Veðurstofu Íslands ekki sjá annað en að ósonlagið yfir höfuðborginni sé að þykkna aftur. Það sé hins vegar ekki alveg jafn þykkt og það var áður en eyðingin hófst á áttunda áratug síðustu aldar. „Það er ekki alveg komið í það sama og það var en það nálgast það. Frá árinu 2000 höfum við sérstaklega tekið eftir breytingu, þetta er jafnt og þétt að þykkna aftur.“
Veður Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira