Alþingi eitt getur tekið ákvörðun um nýja staðsetningu Landsspítalans Heimir Már Pétursson skrifar 30. október 2015 12:53 Heilbrigðisráðherra segir Alþingi eitt geta breytt ákvörðun um staðsetningu ný Landsspítala. En kjördæmaþing Framsóknarfélaganna í Reykjavík ályktaði í gærkvöldi að stjórnvöld kanni nýtt staðarval. Hundruð milljóna hefur nú þegar verið kostað til uppbyggingar spítalans við Hringbraut. Í ályktun kjördæmaþings Framsóknarfélaganna í Reykjavík er tekið undir áskorun Samtakanna um betri spítala á betri stað; um að stjórnvöld láti vinna nýtt staðarval fyrir Landspítalann með opnum og faglegum hætti, eins og það er orðað. Flest bendi til að nýr Landsspítali á besta stað gæti hafið starfsemi fyrr, verið ódýrari og mætt þörfum sjúklinga og starfsfólks mun betur en ef byggt yrði við núverandi húsnæði Landspítalans. Þá hefur formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra haldið fram svipuðum skoðunum Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir skiptar skoðanir um þetta mál. „Hins vegar vil ég árétta það að Alþingi samþykkti samhljóða með lögum árið 2010 að það ætti að standa að uppbyggingu nýs spítala við Hringbraut. Og með lögum 2013 var einnig samþykkt samhljóða að við þá uppbyggingu skyldu gilda lög um skipan opinberra framkvæmda,“ segir heilbrigðisráðherra. Þá hafi Alþingi að auki samþykkt samhljóða ályktun um Landsspítalann í maí í fyrra. „Þar sem tekið er á þremur efnislegum þáttum í þessu máli. Staðsetningunni við Hringbraut og hvernig haga ætti undirbúningi að byggingu og síðan ákveðin atriði varðandi fjármögnun. Þannig að það liggur fyrir mjög afdráttarlaus stefnumörkun að hálfu Alþingis,“ segir Kristján Þór. Þá sé gert ráð fyrir uppbyggingu á nýjum spítala við Hringbraut í fjárlögum síðasta árs, þessa árs og í frumvarpi til fjárlaga á næsta ári sem og í ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2019. „Með allt þetta í farteskinu og þessa stefnumörkun segir það sig sjálft að heilbrigðisráðherra getur ekkert annað gert en að vinna á þessum grunni. Þetta mál á sér mjög langa sögu. Og það hefur verið unnið að þessu sennilega frá því undir lok síðustu aldar,“ segir Kristjan Þór. Til að mynda sé gert ráð fyrir um fimm milljörðum króna í þetta verkefni á í ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.Heldur þú að það séu einhverjar líkur á því miðað við alla þessa forsögu, að það sé kominn einhver nýr meirihluti fyrir því á Alþingi að byggja spítalann á öðrum stað? „Það bara þekki ég ekki. Ég hef ekki heyrt þá umræðu. Ég er ekki að hafa forgöngu um það að þessari stefnu verði breytt,“ segir heilbrigðisráðherra. En ef menn vilja breyta henni er Alþingi þá ekki rétti vettvangurinn til að koma fram með slíka tillögu? „Jú, að sjálfsögðu verður það að vera Alþingi sem breytir um stefnu í þessu máli,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Alþingi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir Alþingi eitt geta breytt ákvörðun um staðsetningu ný Landsspítala. En kjördæmaþing Framsóknarfélaganna í Reykjavík ályktaði í gærkvöldi að stjórnvöld kanni nýtt staðarval. Hundruð milljóna hefur nú þegar verið kostað til uppbyggingar spítalans við Hringbraut. Í ályktun kjördæmaþings Framsóknarfélaganna í Reykjavík er tekið undir áskorun Samtakanna um betri spítala á betri stað; um að stjórnvöld láti vinna nýtt staðarval fyrir Landspítalann með opnum og faglegum hætti, eins og það er orðað. Flest bendi til að nýr Landsspítali á besta stað gæti hafið starfsemi fyrr, verið ódýrari og mætt þörfum sjúklinga og starfsfólks mun betur en ef byggt yrði við núverandi húsnæði Landspítalans. Þá hefur formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra haldið fram svipuðum skoðunum Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir skiptar skoðanir um þetta mál. „Hins vegar vil ég árétta það að Alþingi samþykkti samhljóða með lögum árið 2010 að það ætti að standa að uppbyggingu nýs spítala við Hringbraut. Og með lögum 2013 var einnig samþykkt samhljóða að við þá uppbyggingu skyldu gilda lög um skipan opinberra framkvæmda,“ segir heilbrigðisráðherra. Þá hafi Alþingi að auki samþykkt samhljóða ályktun um Landsspítalann í maí í fyrra. „Þar sem tekið er á þremur efnislegum þáttum í þessu máli. Staðsetningunni við Hringbraut og hvernig haga ætti undirbúningi að byggingu og síðan ákveðin atriði varðandi fjármögnun. Þannig að það liggur fyrir mjög afdráttarlaus stefnumörkun að hálfu Alþingis,“ segir Kristján Þór. Þá sé gert ráð fyrir uppbyggingu á nýjum spítala við Hringbraut í fjárlögum síðasta árs, þessa árs og í frumvarpi til fjárlaga á næsta ári sem og í ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2019. „Með allt þetta í farteskinu og þessa stefnumörkun segir það sig sjálft að heilbrigðisráðherra getur ekkert annað gert en að vinna á þessum grunni. Þetta mál á sér mjög langa sögu. Og það hefur verið unnið að þessu sennilega frá því undir lok síðustu aldar,“ segir Kristjan Þór. Til að mynda sé gert ráð fyrir um fimm milljörðum króna í þetta verkefni á í ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.Heldur þú að það séu einhverjar líkur á því miðað við alla þessa forsögu, að það sé kominn einhver nýr meirihluti fyrir því á Alþingi að byggja spítalann á öðrum stað? „Það bara þekki ég ekki. Ég hef ekki heyrt þá umræðu. Ég er ekki að hafa forgöngu um það að þessari stefnu verði breytt,“ segir heilbrigðisráðherra. En ef menn vilja breyta henni er Alþingi þá ekki rétti vettvangurinn til að koma fram með slíka tillögu? „Jú, að sjálfsögðu verður það að vera Alþingi sem breytir um stefnu í þessu máli,“ segir Kristján Þór Júlíusson.
Alþingi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira