Nýr og glæsilegur Nexus 5X sími 30. október 2015 15:52 Nexus 5X er heldur enginn eftirbátur forvera sinna og kemur stútfullur af góðum eiginleikum sem tækniupplýstir sækja mikið í. MYND/ÚR EINKASAFNI KYNNING: Á næstu dögum kemur Nexus 5X í verslanir á Íslandi. Þetta er sjöundi Nexus-snjallsíminn sem Google setur á markað og sá þriðji sem er framleiddur af LG. Sem er ekki að ástæðulausu þar sem Google hefur hrósað LG fyrir frábært samstarf og gæði í allri framleiðslu. „Nexus 5X er heldur enginn eftirbátur forvera sinna og kemur stútfullur af góðum eiginleikum sem tækniupplýstir sækja mikið í. Fyrir hönnuði og framleiðendur forrita eða annars sem tengist Android er Nexus eftirsóttur kostur. Enda kemur hann á markað án aðkomu eða viðbóta framleiðanda, uppsettra forritum eða annars sem framleiðendur leggja til.“ Google gerir vissulega vel við notendur sína og tryggir reglulega uppfærslu á stýrikerfinu. „Sem er gríðarlegur kostur fyrir þá sem eru að smíða forritin inn í Android-umhverfið og þurfa að vera vel með á nótunum. Sem er einmitt tilfellið með Nexus 5X. Hann kemur úr kassanum með allra nýjasta stýrikerfið, Android 6.0 – Marshmallow –uppsett.“Fljótir að tileinka sér tækninaGuðni hjá Actus ehf. segir Nexus-snjallsímana ekki ólíka Formúlu 1 þegar kemur að því að tileinka sér tæknina sem verður svo að veruleika hjá öðrum seinna meir. „Nú kynnir Google, í nafni Nexus 5X, til leiks nýtt tengi fyrir hleðslutækin sem leysir micro USB af hólmi. Nýja tengið gengur undir nafninu USB Type-C og er samhverft (e. reversable) að því leyti að nú skiptir ekki máli hvernig tengið snýr. Það passar alltaf. Auk þess sem gagnaflutningur verður mun hraðari og hleðsla hraðari. Þessi eiginleiki mega notendur Android almennt búast við að verði að veruleika með flest ef ekki öll Android-tæki í framtíðinni.“Stílhrein hönnun Nexus 5X er hæfilega stór snjallsími að sögn Guðna með 5,2" 1920x1080 (423 ppi) full HD skjá. Myndavélin er frábær eða 12,3 megapixlar, sú besta í Nexus símum til þessa, og er 5 megapixlar að framan. Síminn kemur með 64-bit Hexa-Core Snapdragon 808 örgjörva og stórri 2.700mAh rafhlöðu. „Hönnunin er stílhrein og einföld. Að hætti LG er bakhliðin nýtt og hefur fingrafaraskanna nú verið komið þar fyrir undir myndavélinni. Með símann í lófanum er engin aukahreyfing eða aðgerð til að opna símann. Bara nóg að leggja fingurinn á skannann og opna. Einfalt aðgengi og aukið öryggi. Fyrir áhugasama er verðið á svona snjallsíma með því betra sem finnst hér á landi og má reikna með að hann sé fáanlegur í verslunum á 80.000 kr. og í boði hjá helstu söluaðilum um land allt.“ Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira
KYNNING: Á næstu dögum kemur Nexus 5X í verslanir á Íslandi. Þetta er sjöundi Nexus-snjallsíminn sem Google setur á markað og sá þriðji sem er framleiddur af LG. Sem er ekki að ástæðulausu þar sem Google hefur hrósað LG fyrir frábært samstarf og gæði í allri framleiðslu. „Nexus 5X er heldur enginn eftirbátur forvera sinna og kemur stútfullur af góðum eiginleikum sem tækniupplýstir sækja mikið í. Fyrir hönnuði og framleiðendur forrita eða annars sem tengist Android er Nexus eftirsóttur kostur. Enda kemur hann á markað án aðkomu eða viðbóta framleiðanda, uppsettra forritum eða annars sem framleiðendur leggja til.“ Google gerir vissulega vel við notendur sína og tryggir reglulega uppfærslu á stýrikerfinu. „Sem er gríðarlegur kostur fyrir þá sem eru að smíða forritin inn í Android-umhverfið og þurfa að vera vel með á nótunum. Sem er einmitt tilfellið með Nexus 5X. Hann kemur úr kassanum með allra nýjasta stýrikerfið, Android 6.0 – Marshmallow –uppsett.“Fljótir að tileinka sér tækninaGuðni hjá Actus ehf. segir Nexus-snjallsímana ekki ólíka Formúlu 1 þegar kemur að því að tileinka sér tæknina sem verður svo að veruleika hjá öðrum seinna meir. „Nú kynnir Google, í nafni Nexus 5X, til leiks nýtt tengi fyrir hleðslutækin sem leysir micro USB af hólmi. Nýja tengið gengur undir nafninu USB Type-C og er samhverft (e. reversable) að því leyti að nú skiptir ekki máli hvernig tengið snýr. Það passar alltaf. Auk þess sem gagnaflutningur verður mun hraðari og hleðsla hraðari. Þessi eiginleiki mega notendur Android almennt búast við að verði að veruleika með flest ef ekki öll Android-tæki í framtíðinni.“Stílhrein hönnun Nexus 5X er hæfilega stór snjallsími að sögn Guðna með 5,2" 1920x1080 (423 ppi) full HD skjá. Myndavélin er frábær eða 12,3 megapixlar, sú besta í Nexus símum til þessa, og er 5 megapixlar að framan. Síminn kemur með 64-bit Hexa-Core Snapdragon 808 örgjörva og stórri 2.700mAh rafhlöðu. „Hönnunin er stílhrein og einföld. Að hætti LG er bakhliðin nýtt og hefur fingrafaraskanna nú verið komið þar fyrir undir myndavélinni. Með símann í lófanum er engin aukahreyfing eða aðgerð til að opna símann. Bara nóg að leggja fingurinn á skannann og opna. Einfalt aðgengi og aukið öryggi. Fyrir áhugasama er verðið á svona snjallsíma með því betra sem finnst hér á landi og má reikna með að hann sé fáanlegur í verslunum á 80.000 kr. og í boði hjá helstu söluaðilum um land allt.“
Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira