NFL-sjónvarpsstöðin hefur beðið leikmenn Cincinnati Bengals afsökunar þar sem þeir sáust naktir á stöðinni um síðustu helgi.
NFL network hefur aðgang víða og meðal annars í búningsklefa félaganna. Eftir leik Bengals gegn Buffalo um helgina var farið inn í klefa Bengals og tekin viðtöl í beinni.
Myndatökumaðurinn passaði aftur á móti ekki upp á sitt sjónarhorn því það sást beint inn í sturtu liðsins á bak við manninn sem var í viðtali.
Grunlausir leikmenn Bengals skörtuðu því sínu heilagasta í beinni með Dubbel Dusch í hárinu.
Sjónvarpsstöðin hefur beðist afsökunar og segir að ekki hafi verið farið eftir starfsreglum. Upp á þetta verði passað í framtíðinni.
Leikmenn Bengals naktir í beinni útsendingu
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið







Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn

Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn


„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti