Telja að tæknibólan sem ríki í Kísildal gæti verið byrjuð að springa Sæunn Gísladóttir skrifar 21. október 2015 13:00 Uber er metið á rúmlega 6.000 milljarða en á ekki einn einasta bíl. Fréttablaðið/EPA Nýlegar tilkynningar um hópuppsagnir gætu verið fyrstu viðvörunarmerkin um það að tæknibólan sé að byrja að springa að mati pistlahöfundar hjá Business Insider. Á undanförnum mánuðum hefur fjöldi tilkynninga um hópuppsagnir borist frá stærstu tæknifyrirtækjum heims. Meðal fyrirtækja sem hafa tilkynnt um þetta eru Twitter, Microsoft og Snapchat. Í síðustu viku bárust fregnir af því að Flipagram væri að segja upp fimmtungi starfsmanna sinna, Zomato á Indlandi væri að segja upp 300 starfsmönnum, flestum í Bandaríkjunum, Snapchat hefði sagt upp tólf starfsmönnum og að Twitter væri að segja upp 336 starfsmönnum. Ástæður uppsagnanna undanfarna mánuði eru eins fjölbreyttar og fyrirtækin eru mörg. Hins vegar vekur það athygli að um er að ræða bæði ung fyrirtæki og reynslumikil, eldri fyrirtæki. Þessar fregnir berast eftir fjölda tilkynninga undanfarna mánuði um fjármögnun tæknifyrirtækja sem nema milljörðum króna. Pistlahöfundur Business Insider veltir upp spurningunni um það hvort uppsagnirnar séu heilbrigðismerki þar sem fyrirtæki eru að taka meðvitaða ákvörðun um að takmarka umsvif sín og skera niður kostnað, eða hvort þetta séu fyrstu varúðarmerki þess að markaðurinn sé að breytast. Sú staðreynd að tæknibóla ríki í Kísildalnum hefur verið höfð á orði í nokkurn tíma og telja margir að það sé einungis tímaspursmál hvenær hún springur. Tæknifyrirtæki hafa verulega sótt í sig veðrið eftir alheimskreppuna. Ef litið er á lista yfir verðmætustu vörumerki heims skipa tæknifyrirtæki sex af tíu toppsætunum, þeirra á meðal eru Apple, Google, og Microsoft. Tæknifyrirtækin eru mörg mjög verðmæt en eina raunverulega verðmæti þeirra er hugvitið. Airbnb, sem er stærsta hótelkeðja heims, á til að mynda engin hótel, og Uber er ein stærsta leigubílaþjónusta heims en á enga bílla. Airbnb er metið á 25 milljarða dollara, jafnvirði 3.100 milljarða íslenskra króna, og Uber er metið á tvöfalt meira. Verðmætið hefur rokið upp undanfarin ár og því er talið að einn daginn muni bólan springa. Tíminn verður að leiða í ljós hvort og þá hvenær. Tækni Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Nýlegar tilkynningar um hópuppsagnir gætu verið fyrstu viðvörunarmerkin um það að tæknibólan sé að byrja að springa að mati pistlahöfundar hjá Business Insider. Á undanförnum mánuðum hefur fjöldi tilkynninga um hópuppsagnir borist frá stærstu tæknifyrirtækjum heims. Meðal fyrirtækja sem hafa tilkynnt um þetta eru Twitter, Microsoft og Snapchat. Í síðustu viku bárust fregnir af því að Flipagram væri að segja upp fimmtungi starfsmanna sinna, Zomato á Indlandi væri að segja upp 300 starfsmönnum, flestum í Bandaríkjunum, Snapchat hefði sagt upp tólf starfsmönnum og að Twitter væri að segja upp 336 starfsmönnum. Ástæður uppsagnanna undanfarna mánuði eru eins fjölbreyttar og fyrirtækin eru mörg. Hins vegar vekur það athygli að um er að ræða bæði ung fyrirtæki og reynslumikil, eldri fyrirtæki. Þessar fregnir berast eftir fjölda tilkynninga undanfarna mánuði um fjármögnun tæknifyrirtækja sem nema milljörðum króna. Pistlahöfundur Business Insider veltir upp spurningunni um það hvort uppsagnirnar séu heilbrigðismerki þar sem fyrirtæki eru að taka meðvitaða ákvörðun um að takmarka umsvif sín og skera niður kostnað, eða hvort þetta séu fyrstu varúðarmerki þess að markaðurinn sé að breytast. Sú staðreynd að tæknibóla ríki í Kísildalnum hefur verið höfð á orði í nokkurn tíma og telja margir að það sé einungis tímaspursmál hvenær hún springur. Tæknifyrirtæki hafa verulega sótt í sig veðrið eftir alheimskreppuna. Ef litið er á lista yfir verðmætustu vörumerki heims skipa tæknifyrirtæki sex af tíu toppsætunum, þeirra á meðal eru Apple, Google, og Microsoft. Tæknifyrirtækin eru mörg mjög verðmæt en eina raunverulega verðmæti þeirra er hugvitið. Airbnb, sem er stærsta hótelkeðja heims, á til að mynda engin hótel, og Uber er ein stærsta leigubílaþjónusta heims en á enga bílla. Airbnb er metið á 25 milljarða dollara, jafnvirði 3.100 milljarða íslenskra króna, og Uber er metið á tvöfalt meira. Verðmætið hefur rokið upp undanfarin ár og því er talið að einn daginn muni bólan springa. Tíminn verður að leiða í ljós hvort og þá hvenær.
Tækni Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira