Tesla Model S fær slæma dóma fyrir áreiðanleika Finnur Thorlacius skrifar 21. október 2015 11:36 Tesla Model S. Car and Driver Consumer Reports í Bandaríkjunum hefur gefið rafmagnsbílnum Tesla Model S einkunnina “below average”, eða undir meðallagi fyrir áreiðanleika. Consumer Reports kannaði bilanatíðni bílsins meðal 1.400 eiganda þeirra og komst að því að miklar bilanir hafa herjað á bílana á stuttu æviskeiði þeirra. Bilanirnar eru meðal annars fólgnar í leka á topplúgu, bilunum í sjálfvirkri opnun hurða, braki í undirvagni bílsins, vandamálum með stóra aðgerðarskjáinn fyrir miðju mælaborðsins, bíllinn hleður ekki inná rafgeymana við hemlun og í einhverjum tilvikum að þurft hafi að skipta alveg um rafmótora bílsins. Bílar Tesla eru í 19. sæti af 28 bílaframleiðendum sem Consumer Reports mælir hvað varðar áreiðanleika. Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent
Consumer Reports í Bandaríkjunum hefur gefið rafmagnsbílnum Tesla Model S einkunnina “below average”, eða undir meðallagi fyrir áreiðanleika. Consumer Reports kannaði bilanatíðni bílsins meðal 1.400 eiganda þeirra og komst að því að miklar bilanir hafa herjað á bílana á stuttu æviskeiði þeirra. Bilanirnar eru meðal annars fólgnar í leka á topplúgu, bilunum í sjálfvirkri opnun hurða, braki í undirvagni bílsins, vandamálum með stóra aðgerðarskjáinn fyrir miðju mælaborðsins, bíllinn hleður ekki inná rafgeymana við hemlun og í einhverjum tilvikum að þurft hafi að skipta alveg um rafmótora bílsins. Bílar Tesla eru í 19. sæti af 28 bílaframleiðendum sem Consumer Reports mælir hvað varðar áreiðanleika.
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent