Aldraðir hafa skilað sínu vinnuframlagi! Björgvin Guðmundsson skrifar 22. október 2015 07:00 Svo virðist sem Alþingi ætli ekki að taka rögg á sig og afgreiða kjaramál aldraðra og öryrkja með myndarskap. Ég hafði greinilega of mikla trú á Alþingi. Ég vonaði og trúði því, að Alþingi gæti tekið í taumana og leiðrétt þau mistök, sem ríkisstjórn nú og áður hafði gert í málefnum lífeyrisþega. En það var of mikil tilætlunarsemi. Meirihlutinn á Alþingi ræður öllu þar og í raun er það ríkisstjórnin sem stjórnar Alþingi.Bjarni gaf tóninn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gefið tóninn í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja. Hann sagði, að ekki væri rétt að hafa lífeyri eins háan og lágmarkslaun launþega. Ef svo væri misstu lífeyrisþegar hvatann til þess að fara út á vinnumarkaðinn. Samfylkingin vildi bótavæða samfélagið! Flokkurinn vildi hafa alla á bótum! Hvað er maðurinn að tala um? Vill hann reka aldraða, sjötuga og áttræða og þaðan af eldri út á vinnumarkaðinn? Hér er verið að tala um þá eldri borgara, sem búnir eru að ljúka sinni starfsævi. Það er verið að tala um þá, sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag.Atvinnulífið neikvætt öryrkjum Fjármálaráðherra mun sjálfsagt svara því til, að hann eigi fyrst og fremst við öryrkja. En hann talaði um lífeyrisþega í einu lagi, öryrkja, aldraða og fleiri. Það er heldur ekki unnt að reka alla öryrkja út á vinnumarkaðinn. Þeir, sem misst hafa heilsuna í slysum eða veikindum, eru ekki fullgildir á vinnumarkaðnum. Og hlutastörf öryrkja hafa ekki til þessa átt upp á pallborðið hjá atvinnulífinu. Atvinnurekendur hafa ekki verið jákvæðir gagnvart öryrkjum. Það þarf mikið að breytast hjá atvinnulífinu eigi öryrkjar að fá hlutastörf hjá íslenskum fyrirtækjum og vera velkomnir til starfa þar.Stjórnvöld áhugalaus um hag aldraðra! Það er eitthvað mikið að hjá íslenskum stjórnmálamönnum, að þeir skuli flestir vera mjög áhugalausir um málefni lífeyrisþega. Það hefur um langt skeið verið þannig, að stjórnvöld, hver sem þau eru, reyna að halda kjörum aldraðra og öryrkja niðri. Það hefur verið níðst á lífeyrisþegum. Lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur iðulega verið frystur enda þótt laun hafi verið hækkuð. Þó er lífeyrir aldraðra ekkert annað en laun þeirra, eftirlaun. Og því er ekki rétt að tala um bætur til þeirra og fráleitt að tala um bótavæðingu, þegar aldraðir eiga í hlut. Verkalýðshreyfingin og samfélagið allt taldi svo komið, að nauðsynlegt væri að lyfta lágmarkslaunum verkafólks myndarlega upp, þar eð ekki væri unnt að lifa á þessum lágu launum. Nákvæmlega sama máli gegnir um lægsta lífeyri TR og kjör þeirra eldri borgara, sem verst eru staddir. Þetta hljóta stjórnmálamenn að vita. Þetta hlýtur fjármálaráðherra að vita.Lífeyrir aldraðra hjá TR fari í 300 þúsund á mánuði Af þessum ástæðum verður að hækka lífeyri almannatrygginga í 300 þúsund krónur á mánuði, samhliða hækkun lágmarkslauna. Og það verður að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja strax um 14,5% eins og lágmarkslaun og gildistíminn á að vera 1. maí sl. Það verður enginn afsláttur gefinn af þessari kröfu aldraðra. Þetta er sanngirnis- og réttlætiskrafa, sem verður að ná fram að ganga. Í síðustu grein minni var sagt, að kjaragliðnun í ár væri álíka og á krepputímanum. En standa átti, að hún væri svipuð 2013-2015 og á krepputímanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Svo virðist sem Alþingi ætli ekki að taka rögg á sig og afgreiða kjaramál aldraðra og öryrkja með myndarskap. Ég hafði greinilega of mikla trú á Alþingi. Ég vonaði og trúði því, að Alþingi gæti tekið í taumana og leiðrétt þau mistök, sem ríkisstjórn nú og áður hafði gert í málefnum lífeyrisþega. En það var of mikil tilætlunarsemi. Meirihlutinn á Alþingi ræður öllu þar og í raun er það ríkisstjórnin sem stjórnar Alþingi.Bjarni gaf tóninn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gefið tóninn í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja. Hann sagði, að ekki væri rétt að hafa lífeyri eins háan og lágmarkslaun launþega. Ef svo væri misstu lífeyrisþegar hvatann til þess að fara út á vinnumarkaðinn. Samfylkingin vildi bótavæða samfélagið! Flokkurinn vildi hafa alla á bótum! Hvað er maðurinn að tala um? Vill hann reka aldraða, sjötuga og áttræða og þaðan af eldri út á vinnumarkaðinn? Hér er verið að tala um þá eldri borgara, sem búnir eru að ljúka sinni starfsævi. Það er verið að tala um þá, sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag.Atvinnulífið neikvætt öryrkjum Fjármálaráðherra mun sjálfsagt svara því til, að hann eigi fyrst og fremst við öryrkja. En hann talaði um lífeyrisþega í einu lagi, öryrkja, aldraða og fleiri. Það er heldur ekki unnt að reka alla öryrkja út á vinnumarkaðinn. Þeir, sem misst hafa heilsuna í slysum eða veikindum, eru ekki fullgildir á vinnumarkaðnum. Og hlutastörf öryrkja hafa ekki til þessa átt upp á pallborðið hjá atvinnulífinu. Atvinnurekendur hafa ekki verið jákvæðir gagnvart öryrkjum. Það þarf mikið að breytast hjá atvinnulífinu eigi öryrkjar að fá hlutastörf hjá íslenskum fyrirtækjum og vera velkomnir til starfa þar.Stjórnvöld áhugalaus um hag aldraðra! Það er eitthvað mikið að hjá íslenskum stjórnmálamönnum, að þeir skuli flestir vera mjög áhugalausir um málefni lífeyrisþega. Það hefur um langt skeið verið þannig, að stjórnvöld, hver sem þau eru, reyna að halda kjörum aldraðra og öryrkja niðri. Það hefur verið níðst á lífeyrisþegum. Lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur iðulega verið frystur enda þótt laun hafi verið hækkuð. Þó er lífeyrir aldraðra ekkert annað en laun þeirra, eftirlaun. Og því er ekki rétt að tala um bætur til þeirra og fráleitt að tala um bótavæðingu, þegar aldraðir eiga í hlut. Verkalýðshreyfingin og samfélagið allt taldi svo komið, að nauðsynlegt væri að lyfta lágmarkslaunum verkafólks myndarlega upp, þar eð ekki væri unnt að lifa á þessum lágu launum. Nákvæmlega sama máli gegnir um lægsta lífeyri TR og kjör þeirra eldri borgara, sem verst eru staddir. Þetta hljóta stjórnmálamenn að vita. Þetta hlýtur fjármálaráðherra að vita.Lífeyrir aldraðra hjá TR fari í 300 þúsund á mánuði Af þessum ástæðum verður að hækka lífeyri almannatrygginga í 300 þúsund krónur á mánuði, samhliða hækkun lágmarkslauna. Og það verður að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja strax um 14,5% eins og lágmarkslaun og gildistíminn á að vera 1. maí sl. Það verður enginn afsláttur gefinn af þessari kröfu aldraðra. Þetta er sanngirnis- og réttlætiskrafa, sem verður að ná fram að ganga. Í síðustu grein minni var sagt, að kjaragliðnun í ár væri álíka og á krepputímanum. En standa átti, að hún væri svipuð 2013-2015 og á krepputímanum.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun