Þóttust vera hælisleitendur og stálu fyrir milljónir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. október 2015 09:00 Fólkið sem búið er að vísa úr landi fyrir þjófnað nýtti sér þjónustu póstsins til að koma góssinu úr landi. Mynd/Íslandspóstur Sex karlmenn og ein kona frá Hvíta-Rússlandi voru send úr landi með endurkomubanni þann 9. október síðastliðinn vegna brota á útlendingalögum, en þau höfðu sótt um hæli hér á landi á fölskum vegabréfum og stolið vörum úr verslunum landsins fyrir nokkrar milljónir króna. Öll voru þau úrskurðuð í þriggja vikna gæsluvarðhald í lok september vegna málsins og tók Útlendingastofnun í samráði við ákærusvið lögreglunnar þá ákvörðun að vísa þeim úr landi með endurkomubanni. „Við húsleit lögðum við hald á þýfi fyrir um tvær milljónir króna. Við vitum ekkert hvað það var mikils virði sem þau höfðu sent út með pósti en það var býsna mikið og ábyggilega annað eins,“ segir Benedikt Lund, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um málið.Áttu flugmiða heim á eigin vegabréfum Fólkið kom flest til landsins í byrjun sumars á eigin vegabréfum og sótti um hæli með öðrum vegabréfum, sem öll voru fölsuð. Þeim var úthlutað húsnæði hér á landi á meðan hælisumsókn þeirra var í ferli. „Þau komu hingað til lands í þeim tilgangi einum að stela úr búðum og selja þýfið úti. Þau voru öll með vinnu í Hvíta-Rússlandi og vissu alveg hvað þau voru að gera, enda þaulskipulagt,“ segir Benedikt en fólkið stundaði hér skipulagðan þjófnað þar til lögreglan komst á snoðir um málið í lok september. Fólkið átti flugmiða úr landi á eigin vegabréfum.Benedikt Lund ,lögreglufulltrúi, til vinstriLjótt að misnota sér eymd annarraHluta þýfisins hafði fólkið sent með pósti til Hvíta-Rússlands þar sem það var selt í netverslun þar í landi. „Konan sem var nokkuð samvinnuþýð benti okkur á netsíðu þar sem varningurinn var til sölu. Við fundum líka kvittanir frá póstinum við húsleit hjá fólkinu.“ Málið komst upp í kjölfar ábendinga frá öðrum hælisleitendum sem bjuggu í sama íbúðakjarna. Einnig hafði fólkið náðst á myndbandsupptökum í nokkrum verslunum. „Þarna voru aðrir hælisleitendur sem voru reiðir yfir þessu og létu okkur vita. Auðvitað eru flestir sem koma hingað til lands heiðarlegt fólk og það er ömurlegt hvernig þessir einstaklingar reyna að misnota sér eymd annarra,“ segir Benedikt sem telur mikilvægt að umræðan beinist ekki að slæmum afleiðingum þess að veita fólki hæli hér á landi. Frekar eigi hún að beinast að því hve ljótt það sé að misnota sér eymd annarra. Flóttamenn Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Sex karlmenn og ein kona frá Hvíta-Rússlandi voru send úr landi með endurkomubanni þann 9. október síðastliðinn vegna brota á útlendingalögum, en þau höfðu sótt um hæli hér á landi á fölskum vegabréfum og stolið vörum úr verslunum landsins fyrir nokkrar milljónir króna. Öll voru þau úrskurðuð í þriggja vikna gæsluvarðhald í lok september vegna málsins og tók Útlendingastofnun í samráði við ákærusvið lögreglunnar þá ákvörðun að vísa þeim úr landi með endurkomubanni. „Við húsleit lögðum við hald á þýfi fyrir um tvær milljónir króna. Við vitum ekkert hvað það var mikils virði sem þau höfðu sent út með pósti en það var býsna mikið og ábyggilega annað eins,“ segir Benedikt Lund, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um málið.Áttu flugmiða heim á eigin vegabréfum Fólkið kom flest til landsins í byrjun sumars á eigin vegabréfum og sótti um hæli með öðrum vegabréfum, sem öll voru fölsuð. Þeim var úthlutað húsnæði hér á landi á meðan hælisumsókn þeirra var í ferli. „Þau komu hingað til lands í þeim tilgangi einum að stela úr búðum og selja þýfið úti. Þau voru öll með vinnu í Hvíta-Rússlandi og vissu alveg hvað þau voru að gera, enda þaulskipulagt,“ segir Benedikt en fólkið stundaði hér skipulagðan þjófnað þar til lögreglan komst á snoðir um málið í lok september. Fólkið átti flugmiða úr landi á eigin vegabréfum.Benedikt Lund ,lögreglufulltrúi, til vinstriLjótt að misnota sér eymd annarraHluta þýfisins hafði fólkið sent með pósti til Hvíta-Rússlands þar sem það var selt í netverslun þar í landi. „Konan sem var nokkuð samvinnuþýð benti okkur á netsíðu þar sem varningurinn var til sölu. Við fundum líka kvittanir frá póstinum við húsleit hjá fólkinu.“ Málið komst upp í kjölfar ábendinga frá öðrum hælisleitendum sem bjuggu í sama íbúðakjarna. Einnig hafði fólkið náðst á myndbandsupptökum í nokkrum verslunum. „Þarna voru aðrir hælisleitendur sem voru reiðir yfir þessu og létu okkur vita. Auðvitað eru flestir sem koma hingað til lands heiðarlegt fólk og það er ömurlegt hvernig þessir einstaklingar reyna að misnota sér eymd annarra,“ segir Benedikt sem telur mikilvægt að umræðan beinist ekki að slæmum afleiðingum þess að veita fólki hæli hér á landi. Frekar eigi hún að beinast að því hve ljótt það sé að misnota sér eymd annarra.
Flóttamenn Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira