Þetta getur verið algjör gildra Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. október 2015 06:00 Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins. Vísir/Anton Ísland leikur sinn fyrsta útileik í undankeppni EM 2017 í dag er stelpurnar okkar mæta Makedóníu í Skopje. Ísland vann fyrsta leik sinn í riðlinum, 2-0 gegn Hvíta-Rússlandi, í síðasta mánuði en hefur ekki efni á því að slá af í dag. „Þetta getur verið algjör gildra,“ sagði Freyr Alexandersson við Fréttablaðið í gær. „Ísland hefur á síðustu árum tapað dýrmætum útivallarstigum gegn liðum sem hefur reynst dýrkeypt, svo sem gegn Slóveníu og Belgíu.“ Ísland var í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla í undankeppninni og kemst beint á EM með því að vinna riðilinn. Útivallarstigin eru því afar dýrmæt.Ættu ekki að komast í hóp „Þessi leikur snýst um okkur og hvernig við munum spila,“ segir Freyr. „Natasia Andonova, sem spilar með Söru Björk [Gunnarsdóttur] hjá Rosengård í Svíþjóð er gríðarlega öflugur leikmaður en aðrir leikmenn í landsliði Makedóníu ættu ekki að komast í hóp hjá okkur. Hugarfarið þarf því að vera í lagi.“ Freyr segir að ferðalagið til Makedóníu hafi gengið að mestu leyti vel, sem og æfingar fyrir leikinn. „Það hafa verið einhverjir hnökrar eins og gengur og gerist á löngu ferðalagi og þegar maður kemur í aðra menningu. En heilt yfir er ég ánægður,“ segir Freyr sem heldur með lið sitt til Slóveníu eftir leikinn. Þar á Ísland leik á mánudag.Reiknar ekki með Hólmfríði Þær Hólmfríður Magnúsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir, sem báðar spila í Noregi, hafa verið að glíma við meiðsli en Freyr reiknar ekki með því að sú fyrrnefnda nái leiknum í dag. „Miðað við hvernig henni leið á æfingunni [í gær] þyrftu hlutirnir að gerast ansi hratt hjá henni til að hún næði leiknum,“ segir Freyr en Hólmfríður á 99 landsleiki að baki. „Hún vill auðvitað ná hundraðasta leiknum sínum en það borgar sig í svona aðstæðum að sýna skynsemi. Ég vil að mínir leikmenn séu heilir,“ segir Freyr og bætir við að líklegt sé að hún nái leiknum í Slóveníu á mánudag. Guðbjörg hefur verið að glíma við meiðsli í öxl en kenndi sér ekki meins á æfingunni í gær. „Það hefur verið mikið álag á henni en hún er nú komin í gang og ég reikna með henni í dag.“ Makedónía er að spila sinn fyrsta leik í undankeppninni í dag en hann hefst klukkan 11.30 að íslenskum tíma. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hólmfríður líklega ekki með á morgun Þarf líklega að bíða eftir því að spila sinn 100. landsleik á ferlinum. 21. október 2015 14:30 Sara Björk: Svíavæll í Guggu Stelpurnar okkar mæta Makedóníu í undankeppni EM 2017 ytra á morgun. 21. október 2015 13:30 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Sjá meira
Ísland leikur sinn fyrsta útileik í undankeppni EM 2017 í dag er stelpurnar okkar mæta Makedóníu í Skopje. Ísland vann fyrsta leik sinn í riðlinum, 2-0 gegn Hvíta-Rússlandi, í síðasta mánuði en hefur ekki efni á því að slá af í dag. „Þetta getur verið algjör gildra,“ sagði Freyr Alexandersson við Fréttablaðið í gær. „Ísland hefur á síðustu árum tapað dýrmætum útivallarstigum gegn liðum sem hefur reynst dýrkeypt, svo sem gegn Slóveníu og Belgíu.“ Ísland var í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla í undankeppninni og kemst beint á EM með því að vinna riðilinn. Útivallarstigin eru því afar dýrmæt.Ættu ekki að komast í hóp „Þessi leikur snýst um okkur og hvernig við munum spila,“ segir Freyr. „Natasia Andonova, sem spilar með Söru Björk [Gunnarsdóttur] hjá Rosengård í Svíþjóð er gríðarlega öflugur leikmaður en aðrir leikmenn í landsliði Makedóníu ættu ekki að komast í hóp hjá okkur. Hugarfarið þarf því að vera í lagi.“ Freyr segir að ferðalagið til Makedóníu hafi gengið að mestu leyti vel, sem og æfingar fyrir leikinn. „Það hafa verið einhverjir hnökrar eins og gengur og gerist á löngu ferðalagi og þegar maður kemur í aðra menningu. En heilt yfir er ég ánægður,“ segir Freyr sem heldur með lið sitt til Slóveníu eftir leikinn. Þar á Ísland leik á mánudag.Reiknar ekki með Hólmfríði Þær Hólmfríður Magnúsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir, sem báðar spila í Noregi, hafa verið að glíma við meiðsli en Freyr reiknar ekki með því að sú fyrrnefnda nái leiknum í dag. „Miðað við hvernig henni leið á æfingunni [í gær] þyrftu hlutirnir að gerast ansi hratt hjá henni til að hún næði leiknum,“ segir Freyr en Hólmfríður á 99 landsleiki að baki. „Hún vill auðvitað ná hundraðasta leiknum sínum en það borgar sig í svona aðstæðum að sýna skynsemi. Ég vil að mínir leikmenn séu heilir,“ segir Freyr og bætir við að líklegt sé að hún nái leiknum í Slóveníu á mánudag. Guðbjörg hefur verið að glíma við meiðsli í öxl en kenndi sér ekki meins á æfingunni í gær. „Það hefur verið mikið álag á henni en hún er nú komin í gang og ég reikna með henni í dag.“ Makedónía er að spila sinn fyrsta leik í undankeppninni í dag en hann hefst klukkan 11.30 að íslenskum tíma.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hólmfríður líklega ekki með á morgun Þarf líklega að bíða eftir því að spila sinn 100. landsleik á ferlinum. 21. október 2015 14:30 Sara Björk: Svíavæll í Guggu Stelpurnar okkar mæta Makedóníu í undankeppni EM 2017 ytra á morgun. 21. október 2015 13:30 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Sjá meira
Hólmfríður líklega ekki með á morgun Þarf líklega að bíða eftir því að spila sinn 100. landsleik á ferlinum. 21. október 2015 14:30
Sara Björk: Svíavæll í Guggu Stelpurnar okkar mæta Makedóníu í undankeppni EM 2017 ytra á morgun. 21. október 2015 13:30