Umfjöllun: Makedónía - Ísland 0-4 | Auðveld afgreiðsla í bleytunni í Skopje Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. október 2015 13:15 Fullt hús eftir tvo leiki. Vísir/Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann öruggan sigurá slöku liði Makedóníu, 4-0, þegar liðin mættust í Skopje í dag í undankeppni EM 2017. Yfirburðir stelpnanna okkar voru algjörir og hefðu mörkin hæglega getað verið fleiri. Engu að síður fagmannleg frammistaða hjá liðinu. Til að byrja með verður að minnast á völlinn sem stelpurnar spiluðu á. Ekki bara var þeim og auðvitað makedónska liðinu, sýnd sú óvirðing að spila á æfingavelli þar sem var ekki einu sinni leikklukka, heldur var völlurinn líka óspilhæfur. Mikil rignin er búin að vera í Skopje og var völlurinn rennblautur. Pollar voru út um allt og voru stelpurnar stundum nálægt því að drukkna þegar þær renndu sér í bleytunni. Aðstæður algjörlega til skammar. Boltinn stoppaði endalaust í pollunum og gerði leikmönnum erfitt fyrir. Leikurinn var aðeins níu mínútna gamall þegar Ísland skoraði fyrsta markið. Margrét Lára Viðarsdóttir, sem brenndi af vítaspyrnu í sínum 100. landsleik í síðasta mánuði, kom stelpunum okkar á bragðið. Hún stýrði þá fallegri fyrirgjöf Hallberu Gísladóttur í netið. Hallbera fór á kostum í fyrsta leiknum gegn Hvíta-Rússlandi þar sem hún átti mikið af fallegum fyrirgjöfum, en ein þeirra varð að marki líkt og í dag. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska liðsins, bætti við marki með hörkuskoti á 12. mínútu og Harpa Þorsteinsdóttir því þriðja fimm mínútum síðar. Ekki 20 mínútur búnar og staðan orðin 3-0 fyrir Íslandi. Sandra María Jessen lagði upp markið fyrir Hörpu, en norðankonan kom inn í liðið fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur. Hólmfríður gat ekki tekið þátt vegna meiðsla og þarf því að bíða aðeins lengur eftir að spila 100. landsleikinn. Okkar stelpur gátu labbað framhjá makedónsku leikmönnunum þegar þeim datt það í hug, og eftir lagleg tilþrif Fanndísar Friðriksdóttur og stungusendingar inn fyrir vörnina bætti Margrét Lára við öðru marki sínu og fjórða marki Íslands á 30. mínútu, 4-0. Þannig var staðan í hálfleik. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, vildi ekkert gefa eftir og kallaði sífellt á stelpurnar á halda gæðunum uppi og reyna að skora fleiri mörk. Erfiðlega gekk þó að halda haus í byrjun seinni hálfleiks því framan af var lítið að frétta hjá okkar stelpum. Komst dapurt lið Makedóníu þá betur inn í leikinn. Þrátt fyrir mikla yfirburði úti á vellinum náði íslenska liðið ekki að bæta við mörkum í seinni hálfleiknum. Nokkuð furðulegt í ljósi þess hvernig leikurinn fór af stað. Til að hrósa makedónska liðinu aðeins lagaði það leik sinn mikið í seinni hálfleik. Varnarleikurinn var sterkari og einstaklingsmistökin færri, en að sama skapi vantaði meiri ákefð og áræðni í íslenska liðið. Svava Rós Guðmundsdóttir kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta landsleik, en þessi efnilegi tvítugi framherji kom inn á fyrir samherja sinn hjá Breiðabliki, Fanndísi Friðriksdóttur. Sara Björk Gunnarsdóttir var eins og drottning inn á miðjunni og stýrði spili íslenska liðsins eins og hægt var í bleytunni og miðverðirnir Anna Björk og Glódís Perla höfðu saman góðar gætur á besta leikmanni Makedóníu, Natösju Andanovu. Skylduverkefni afgreitt hjá stelpunum í Skopje en nú tekur við um helgina erfiðara verkefni gegn Slóveníu. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Leik lokið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann öruggan sigurá slöku liði Makedóníu, 4-0, þegar liðin mættust í Skopje í dag í undankeppni EM 2017. Yfirburðir stelpnanna okkar voru algjörir og hefðu mörkin hæglega getað verið fleiri. Engu að síður fagmannleg frammistaða hjá liðinu. Til að byrja með verður að minnast á völlinn sem stelpurnar spiluðu á. Ekki bara var þeim og auðvitað makedónska liðinu, sýnd sú óvirðing að spila á æfingavelli þar sem var ekki einu sinni leikklukka, heldur var völlurinn líka óspilhæfur. Mikil rignin er búin að vera í Skopje og var völlurinn rennblautur. Pollar voru út um allt og voru stelpurnar stundum nálægt því að drukkna þegar þær renndu sér í bleytunni. Aðstæður algjörlega til skammar. Boltinn stoppaði endalaust í pollunum og gerði leikmönnum erfitt fyrir. Leikurinn var aðeins níu mínútna gamall þegar Ísland skoraði fyrsta markið. Margrét Lára Viðarsdóttir, sem brenndi af vítaspyrnu í sínum 100. landsleik í síðasta mánuði, kom stelpunum okkar á bragðið. Hún stýrði þá fallegri fyrirgjöf Hallberu Gísladóttur í netið. Hallbera fór á kostum í fyrsta leiknum gegn Hvíta-Rússlandi þar sem hún átti mikið af fallegum fyrirgjöfum, en ein þeirra varð að marki líkt og í dag. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska liðsins, bætti við marki með hörkuskoti á 12. mínútu og Harpa Þorsteinsdóttir því þriðja fimm mínútum síðar. Ekki 20 mínútur búnar og staðan orðin 3-0 fyrir Íslandi. Sandra María Jessen lagði upp markið fyrir Hörpu, en norðankonan kom inn í liðið fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur. Hólmfríður gat ekki tekið þátt vegna meiðsla og þarf því að bíða aðeins lengur eftir að spila 100. landsleikinn. Okkar stelpur gátu labbað framhjá makedónsku leikmönnunum þegar þeim datt það í hug, og eftir lagleg tilþrif Fanndísar Friðriksdóttur og stungusendingar inn fyrir vörnina bætti Margrét Lára við öðru marki sínu og fjórða marki Íslands á 30. mínútu, 4-0. Þannig var staðan í hálfleik. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, vildi ekkert gefa eftir og kallaði sífellt á stelpurnar á halda gæðunum uppi og reyna að skora fleiri mörk. Erfiðlega gekk þó að halda haus í byrjun seinni hálfleiks því framan af var lítið að frétta hjá okkar stelpum. Komst dapurt lið Makedóníu þá betur inn í leikinn. Þrátt fyrir mikla yfirburði úti á vellinum náði íslenska liðið ekki að bæta við mörkum í seinni hálfleiknum. Nokkuð furðulegt í ljósi þess hvernig leikurinn fór af stað. Til að hrósa makedónska liðinu aðeins lagaði það leik sinn mikið í seinni hálfleik. Varnarleikurinn var sterkari og einstaklingsmistökin færri, en að sama skapi vantaði meiri ákefð og áræðni í íslenska liðið. Svava Rós Guðmundsdóttir kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta landsleik, en þessi efnilegi tvítugi framherji kom inn á fyrir samherja sinn hjá Breiðabliki, Fanndísi Friðriksdóttur. Sara Björk Gunnarsdóttir var eins og drottning inn á miðjunni og stýrði spili íslenska liðsins eins og hægt var í bleytunni og miðverðirnir Anna Björk og Glódís Perla höfðu saman góðar gætur á besta leikmanni Makedóníu, Natösju Andanovu. Skylduverkefni afgreitt hjá stelpunum í Skopje en nú tekur við um helgina erfiðara verkefni gegn Slóveníu.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Leik lokið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Sjá meira