Hanna Birna sögð vilja komast í góða stöðu í utanríkisþjónustunni Jakob Bjarnar skrifar 22. október 2015 14:43 Þó menn búist ekki við tilþrifamiklum Landsfundi velta menn fyrir sér örlögum einstaklinga innan Sjálfstæðisflokksins: Einkum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Hanna Birna Kristjánsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi innanríkisráðherra, er sögð hafa sóst eftir því að verða ráðherra á nýjan leik eftir að hún kom úr sjálfskipuðu fríi, í kjölfar Lekamálsins. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur sem birtist í Morgunblaðinu í morgun þar sem hún reynir að sjá fyrir hvernig Landsfundur Sjálfstæðismanna verður um helgina. Þar kemur jafnframt fram að Hanna Birna hafi þá sóst eftir því hjá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra hvort hún ætti kost á góðri stöðu í öðru landi. Hanna Birna kom að lokuðum dyrum hjá Gunnari Braga. „Formennska í utanríkismálanefnd nú í september hafi því verið eins konar dúsa handa Hönnu Birnu, á meðan hún tekur ákvarðanir um hver hennar næstu skref verða,“ segir í fréttaskýringunni, sem er undir fyrirsögninni: „Ekki landsfundur deilna og átaka“.Bjarni Benediktsson og Hanna Birna bitust um formannsstólinn, en svo fór að Bjarni sigraði og Hanna varð varaformaður.Hanna Birna segir stjórnmál ástríða sínÞetta hefur Agnes eftir ónafngreindum heimildamanni. Í fréttaskýringunni kemur fram að búist er við fremur átakalausum Landsfundi en þeim mun meiri áhugi var meðal viðmælenda Agnesar á stöðu ýmissa einstaklinga, ekki síst Hönnu Birnu. Það vekur athygli að strax eftir að Agnes slær þessu fram er bein tilvitnun í Hönnu Birnu, sem segir stjórnmálin ástríða og hana langi fátt meira en að berjast fyrir hugsjónum frelsis og tækifæra. „Þetta geri ég nú á hverjum degi á Alþingi en hef enga ákvörðun tekið um það hvort ég muni gera það til fimmtugs, sextugs eða jafnvel sjötugs. Sú ákvörðun kemur síðar,“ segir Hanna Birna í samtali við Agnesi. Sem þó spyr hana ekki nánar út í það sem hún hefur eftir hinum ónafngreinda heimildamanni. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Hönnu Birnu til að spyrja hana nánar út í þessi atriði, sem Agnes slær fram, en án árangurs. Fyrst var ekki svarað, þá var á tali um hríð og þá hringdi út. Hvort það felist einhver sögn í því að Hanna Birna vill ekki svara fjölmiðlum, skal ósagt látið.Ólöf Nordal tók við innanríkisráðuneytinu eftir afsögn Hönnu Birnu og nú tekur hún, ef allt fer sem horfir, við varaformannsembættinu.Hanna Birna nýtur lítils fylgisSamkvæmt heimildum Vísis nýtur Hanna Birna lítils fylgis innan flokks og því síður utan. Hún er sitjandi varaformaður, og hafði gefið það út að hún hygðist sækjast eftir því að gegna því starfi áfram, „að öllu óbreyttu“. Líkast til hefur hún komist að því að hún nyti ekki fylgis sem skyldi og strax í kjölfar þess að hún dró framboð sitt til baka kom Ólöf Nordal fram á sjónarsviðið og lýsti því yfir að hún gæfi kost á sér. Virðist sem um hannaða atburðarás hafi verið að ræða, þó Ólöf hafi tekið það fram að ákvörðun sín hefði ekkert að gera með stöðu Hönnu Birnu.Utanríkisþjónustan notuð til að þétta raðirnarLengi hefur það verið nefnt að utanríkisþjónustan hafi verið (mis)notuð til að koma að hollum flokksmönnum sem komnir eru útí horn. Þetta hefur verið sagt liður í samtryggingarkerfi gamla fjórflokksins og hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki síst verið duglegur við þetta.Júlíus Hafstein er einn þeirra sem Davíð skipaði sem sendiherra á sínum tíma.Eftirminnilegt er þegar Davíð Oddsson, sem gegndi stöðu utanríkisráðherra í skamman tíma 2004, skipaði um tug sendiherra án þess að ljóst væri hvort þörf væri fyrir þá eða ekki. Þó þetta sé gagnrýnt virðast forkólfar stjórnmálaflokkanna meta það sem svo að það sé þessi virði, þetta þétti raðirnar þá þannig að mönnum sé það ljóst að þeim sé launuð hollustan. Í ljósi þessa verður kenningin sem Agnes slær fram að teljast trúleg, þó ekki sé neitt staðfest í þessum efnum. Og samkvæmt fréttaskýringu Agnesar búast flokksmenn fastlega við því að Hönnu Birnu verði fundinn staður innan kerfisins. Alþingi Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi innanríkisráðherra, er sögð hafa sóst eftir því að verða ráðherra á nýjan leik eftir að hún kom úr sjálfskipuðu fríi, í kjölfar Lekamálsins. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur sem birtist í Morgunblaðinu í morgun þar sem hún reynir að sjá fyrir hvernig Landsfundur Sjálfstæðismanna verður um helgina. Þar kemur jafnframt fram að Hanna Birna hafi þá sóst eftir því hjá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra hvort hún ætti kost á góðri stöðu í öðru landi. Hanna Birna kom að lokuðum dyrum hjá Gunnari Braga. „Formennska í utanríkismálanefnd nú í september hafi því verið eins konar dúsa handa Hönnu Birnu, á meðan hún tekur ákvarðanir um hver hennar næstu skref verða,“ segir í fréttaskýringunni, sem er undir fyrirsögninni: „Ekki landsfundur deilna og átaka“.Bjarni Benediktsson og Hanna Birna bitust um formannsstólinn, en svo fór að Bjarni sigraði og Hanna varð varaformaður.Hanna Birna segir stjórnmál ástríða sínÞetta hefur Agnes eftir ónafngreindum heimildamanni. Í fréttaskýringunni kemur fram að búist er við fremur átakalausum Landsfundi en þeim mun meiri áhugi var meðal viðmælenda Agnesar á stöðu ýmissa einstaklinga, ekki síst Hönnu Birnu. Það vekur athygli að strax eftir að Agnes slær þessu fram er bein tilvitnun í Hönnu Birnu, sem segir stjórnmálin ástríða og hana langi fátt meira en að berjast fyrir hugsjónum frelsis og tækifæra. „Þetta geri ég nú á hverjum degi á Alþingi en hef enga ákvörðun tekið um það hvort ég muni gera það til fimmtugs, sextugs eða jafnvel sjötugs. Sú ákvörðun kemur síðar,“ segir Hanna Birna í samtali við Agnesi. Sem þó spyr hana ekki nánar út í það sem hún hefur eftir hinum ónafngreinda heimildamanni. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Hönnu Birnu til að spyrja hana nánar út í þessi atriði, sem Agnes slær fram, en án árangurs. Fyrst var ekki svarað, þá var á tali um hríð og þá hringdi út. Hvort það felist einhver sögn í því að Hanna Birna vill ekki svara fjölmiðlum, skal ósagt látið.Ólöf Nordal tók við innanríkisráðuneytinu eftir afsögn Hönnu Birnu og nú tekur hún, ef allt fer sem horfir, við varaformannsembættinu.Hanna Birna nýtur lítils fylgisSamkvæmt heimildum Vísis nýtur Hanna Birna lítils fylgis innan flokks og því síður utan. Hún er sitjandi varaformaður, og hafði gefið það út að hún hygðist sækjast eftir því að gegna því starfi áfram, „að öllu óbreyttu“. Líkast til hefur hún komist að því að hún nyti ekki fylgis sem skyldi og strax í kjölfar þess að hún dró framboð sitt til baka kom Ólöf Nordal fram á sjónarsviðið og lýsti því yfir að hún gæfi kost á sér. Virðist sem um hannaða atburðarás hafi verið að ræða, þó Ólöf hafi tekið það fram að ákvörðun sín hefði ekkert að gera með stöðu Hönnu Birnu.Utanríkisþjónustan notuð til að þétta raðirnarLengi hefur það verið nefnt að utanríkisþjónustan hafi verið (mis)notuð til að koma að hollum flokksmönnum sem komnir eru útí horn. Þetta hefur verið sagt liður í samtryggingarkerfi gamla fjórflokksins og hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki síst verið duglegur við þetta.Júlíus Hafstein er einn þeirra sem Davíð skipaði sem sendiherra á sínum tíma.Eftirminnilegt er þegar Davíð Oddsson, sem gegndi stöðu utanríkisráðherra í skamman tíma 2004, skipaði um tug sendiherra án þess að ljóst væri hvort þörf væri fyrir þá eða ekki. Þó þetta sé gagnrýnt virðast forkólfar stjórnmálaflokkanna meta það sem svo að það sé þessi virði, þetta þétti raðirnar þá þannig að mönnum sé það ljóst að þeim sé launuð hollustan. Í ljósi þessa verður kenningin sem Agnes slær fram að teljast trúleg, þó ekki sé neitt staðfest í þessum efnum. Og samkvæmt fréttaskýringu Agnesar búast flokksmenn fastlega við því að Hönnu Birnu verði fundinn staður innan kerfisins.
Alþingi Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira