Sagðir stórgræða á olíusölu Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2015 14:15 Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki eru sögð hagnast um allt að fimmtíu milljónir dala á mánuði hverjum vegna olíusölu. Skjáskot Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki eru sögð hagnast um allt að fimmtíu milljónir dala á mánuði hverjum vegna olíusölu, sem samsvarar rúmum sex milljörðum króna. Samtökin selja hráolíu frá olíulindum sem þeir stjórna í Sýrlandi og í Írak. Ekki hefur tekist að tortíma framleiðslunni þrátt fyrir að Bandaríkin hafi ætlað sér það með loftárásum. Þó hafa ISIS þurft að breyta sölukerfi sínu verulega, vegna loftárásanna, en olíuhagnaðurinn er stærsta ástæða þess að samtökin hafa haldið yfirráðasvæði sínu í Sýrlandi og Írak. Í byrjun mánaðarins voru birt skjöl sem virtust vera fjárhagsyfirlit héraðsstjórnar Íslamska ríkisins í Deir Ezzor í Sýrlandi. Þar mátti sjá að þjófnaður væri í raun stærsta tekjulind samtakanna. AP fréttaveitan segist hins vegar hafa komist yfir skjöl „fjárhagsráðuneytis“ Íslamska ríkisins sem sýnir að samtökin högnuðust um 46,7 milljónir dala í apríl. Þar mátti sjá reknar væru 253 olíulindir í Sýrlandi og að 161 af þeim væru enn nothæfar. 257 verkfræðingar starfa fyrir samtökin í Sýrlandi og 1.107 starfsmenn í heildina.Verkfræðingar frá Írak og Kúrdistan vinna fyrir ISIS Verkfræðingar frá Írak og sjálfsstjórnarsvæði Kúrda í Írak eru ráðnir tímabundið til að hjálpa ISIS við vinnsluna og sérfræðingar sem AP ræddi við segja þá fá gífurlega mikið borgað fyrir vinnu sína. Heimildarmenn AP fréttaveitunnar innan írösku leyniþjónustunnar segja ISIS selja olíuna til smyglara á allt frá tíu til 35 dali fyrir tunnuna. Á alþjóðamörkuðum er verðið um 50 dalir. Smyglararnir selja olíuna til sölumanna í Tyrklandi. Í fyrstu var olían flutt í stórum bílalestum tankbíla, en því þurfti að hætta vegna loftárása. Nú er hún flutt í minni bílum sem ekki mynda bílalestir.Reyna að stöðva smygl Talið er að samtökin dæli um 30 þúsund tunnum af olíu úr jörðu í Sýrlandi á degi hverjum og um tíu til tuttugu þúsund tunnum í Írak. Þar eru helstu olíulindir samtakanna við borgina Mosul. Framleiðsla samtakanna í Írak er þó ekki seld, heldur unnin af samtökunum í Sýrlandi og notuð til eldsneytis. Í svari skrifstofu forsætisráðherra Tyrklands til AP segir að búið væri að gera ráðstafanir sem ættu nánast að stöðva smygl olíu yfir landamæri Sýrlands og Tyrklands. Þá segir að til loka september hafi yfirvöld komið í veg fyrir smygl 3.319 sinnum og lagt hald á 5,5 milljón lítra af olíu. Ofan á þessar tekjur rændu vígamenn samtakanna útibú Seðlabanka Íraks í Mosul og aðra banka, þegar borgin féll í hendur þeirra í fyrra. Talið er að þá hafi samtökin rænt allt að milljarði dala.Vinna áfram að því að stöðva tekjuflæðið Bandaríkin og bandamenn þeirra gerðu umfangsmiklar árásir gegn olíuframleiðslu ISIS í Omar í Sýrlandi. Talið er að fjárhagslegt tjón samtakanna vegna árásanna verði frá 1,7 til 5,1 milljón dala á mánuði. Samtökin halda nú tæpum þriðjungi af Írak og Sýrlandi. Víða er barist gegn þeim og vinna öryggissveitir í Írak nú að því að reka vígamenn samtakanna úr Ramadi og Beiji, þar sem finna má stærstu olíulindir landsins. Aðgerðirnar eru studdar af loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. Mið-Austurlönd Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki eru sögð hagnast um allt að fimmtíu milljónir dala á mánuði hverjum vegna olíusölu, sem samsvarar rúmum sex milljörðum króna. Samtökin selja hráolíu frá olíulindum sem þeir stjórna í Sýrlandi og í Írak. Ekki hefur tekist að tortíma framleiðslunni þrátt fyrir að Bandaríkin hafi ætlað sér það með loftárásum. Þó hafa ISIS þurft að breyta sölukerfi sínu verulega, vegna loftárásanna, en olíuhagnaðurinn er stærsta ástæða þess að samtökin hafa haldið yfirráðasvæði sínu í Sýrlandi og Írak. Í byrjun mánaðarins voru birt skjöl sem virtust vera fjárhagsyfirlit héraðsstjórnar Íslamska ríkisins í Deir Ezzor í Sýrlandi. Þar mátti sjá að þjófnaður væri í raun stærsta tekjulind samtakanna. AP fréttaveitan segist hins vegar hafa komist yfir skjöl „fjárhagsráðuneytis“ Íslamska ríkisins sem sýnir að samtökin högnuðust um 46,7 milljónir dala í apríl. Þar mátti sjá reknar væru 253 olíulindir í Sýrlandi og að 161 af þeim væru enn nothæfar. 257 verkfræðingar starfa fyrir samtökin í Sýrlandi og 1.107 starfsmenn í heildina.Verkfræðingar frá Írak og Kúrdistan vinna fyrir ISIS Verkfræðingar frá Írak og sjálfsstjórnarsvæði Kúrda í Írak eru ráðnir tímabundið til að hjálpa ISIS við vinnsluna og sérfræðingar sem AP ræddi við segja þá fá gífurlega mikið borgað fyrir vinnu sína. Heimildarmenn AP fréttaveitunnar innan írösku leyniþjónustunnar segja ISIS selja olíuna til smyglara á allt frá tíu til 35 dali fyrir tunnuna. Á alþjóðamörkuðum er verðið um 50 dalir. Smyglararnir selja olíuna til sölumanna í Tyrklandi. Í fyrstu var olían flutt í stórum bílalestum tankbíla, en því þurfti að hætta vegna loftárása. Nú er hún flutt í minni bílum sem ekki mynda bílalestir.Reyna að stöðva smygl Talið er að samtökin dæli um 30 þúsund tunnum af olíu úr jörðu í Sýrlandi á degi hverjum og um tíu til tuttugu þúsund tunnum í Írak. Þar eru helstu olíulindir samtakanna við borgina Mosul. Framleiðsla samtakanna í Írak er þó ekki seld, heldur unnin af samtökunum í Sýrlandi og notuð til eldsneytis. Í svari skrifstofu forsætisráðherra Tyrklands til AP segir að búið væri að gera ráðstafanir sem ættu nánast að stöðva smygl olíu yfir landamæri Sýrlands og Tyrklands. Þá segir að til loka september hafi yfirvöld komið í veg fyrir smygl 3.319 sinnum og lagt hald á 5,5 milljón lítra af olíu. Ofan á þessar tekjur rændu vígamenn samtakanna útibú Seðlabanka Íraks í Mosul og aðra banka, þegar borgin féll í hendur þeirra í fyrra. Talið er að þá hafi samtökin rænt allt að milljarði dala.Vinna áfram að því að stöðva tekjuflæðið Bandaríkin og bandamenn þeirra gerðu umfangsmiklar árásir gegn olíuframleiðslu ISIS í Omar í Sýrlandi. Talið er að fjárhagslegt tjón samtakanna vegna árásanna verði frá 1,7 til 5,1 milljón dala á mánuði. Samtökin halda nú tæpum þriðjungi af Írak og Sýrlandi. Víða er barist gegn þeim og vinna öryggissveitir í Írak nú að því að reka vígamenn samtakanna úr Ramadi og Beiji, þar sem finna má stærstu olíulindir landsins. Aðgerðirnar eru studdar af loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra.
Mið-Austurlönd Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira