Bjarni skoðar af alvöru hugmynd um að afhenda þjóðinni hlut í bönkunum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 23. október 2015 17:30 Bjarni vill að ríkið verði áfram stærsti einstaki eigandi Landsbankans. Vísir/Stefán Einfalt væri að afhenda landsmönnum hluti í bönkunum milliliðalaust. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, í setningarræðu sinni á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Bjarni sagði að ríkið gæti einfaldlega tekið tiltekin hlut, til dæmis fimm prósent, og afhent landsmönnum. Með því væru komnir yfir 300.000 hluthafar. Sagði hann að líklega þyrfti að hafa tímabundnar kvaðir á framsali hlutanna.Bjarni sér fyrir sér að ríkið haldi eftir 40 prósenta hlut í Landsbankanum.Vísir/Andri MarinóBjarni sér fyrir sér að Landsbankinn verði seldur en að ríkið haldi eftir 40 prósenta eignarhluti og verði áfram stærsti einstaki eigandi hans. Þá telur hann ekkert sem í sjálfu sér segir að ríkið geti ekki haldið líka á stórum hlut í Íslandsbanka í einhvern tíma, komi til þess að ríkið fái bankann í tengslum við nauðasamninga Glitnis við kröfuhafa. Í ræðunni minnti Bjarni landsfundargesti á að bankastarfsemi sé ekki áhættulaus rekstur.Stjórnarskráin á lokametrunum Bjarni kom víða við í ræðunni og talaði stuttlega um vinnu við breytingar á stjórnarskránni. Hann sagði að það myndi skýrast á allra næstu vikum hvort samstaða væri um frumvarpstextann, sem honum sýnist ekki beri mikið í milli. Sagði hann breytingarnar fælu í sér ákvæði um réttinn til að kalla eftir þjóðaratkvæði um lög frá Alþingi, um umhverfismál og auðlindamál.Ólöf Nordal tók við innanríkisráðuneytinu eftir afsögn Hönnu Birnu og nú tekur hún, ef allt fer sem horfir, við varaformannsembættinu.Vísir/GVAÞá talaði Bjarni einnig um að hann vildi sjá fleiri konur í stjórnunarstöðum. Bjarni talaði um að flokkarnir hafi tekist á um það hve langt skuli ganga í því að lögþvinga breytingar í þessum málum en allir væru þó meira eða minna sammála um að það sé nauðsynlegt að hraða þeirri þróun að hlutur karla og kvenna verði sem jafnastur.Einlægar þakkir til Hönnu Birnu Að lokum þakkaði Bjarni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra og fráfarandi varaformanni flokksins, fyrir samstarfið í forystu flokksins. Eins og öllum má vera kunnugt sagði Hanna Birna af sér sem ráðherra vegna lekamálsins, í kjölfar þess að annar aðstoðarmanna hennar viðurkenndi að hafa lekið minnisblaði úr ráðuneytinu. Nýr varaformaður verður kjörinn á fundi flokksins um helgina en aðeins Ólöf Nordal, sem gegndi stöðu varaformanns á undan Hönnu Birnu, hefur gefið formlega kost á sér. Allir landsfundarfulltrúar eru þó í kjörinu. Alþingi Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Einfalt væri að afhenda landsmönnum hluti í bönkunum milliliðalaust. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, í setningarræðu sinni á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Bjarni sagði að ríkið gæti einfaldlega tekið tiltekin hlut, til dæmis fimm prósent, og afhent landsmönnum. Með því væru komnir yfir 300.000 hluthafar. Sagði hann að líklega þyrfti að hafa tímabundnar kvaðir á framsali hlutanna.Bjarni sér fyrir sér að ríkið haldi eftir 40 prósenta hlut í Landsbankanum.Vísir/Andri MarinóBjarni sér fyrir sér að Landsbankinn verði seldur en að ríkið haldi eftir 40 prósenta eignarhluti og verði áfram stærsti einstaki eigandi hans. Þá telur hann ekkert sem í sjálfu sér segir að ríkið geti ekki haldið líka á stórum hlut í Íslandsbanka í einhvern tíma, komi til þess að ríkið fái bankann í tengslum við nauðasamninga Glitnis við kröfuhafa. Í ræðunni minnti Bjarni landsfundargesti á að bankastarfsemi sé ekki áhættulaus rekstur.Stjórnarskráin á lokametrunum Bjarni kom víða við í ræðunni og talaði stuttlega um vinnu við breytingar á stjórnarskránni. Hann sagði að það myndi skýrast á allra næstu vikum hvort samstaða væri um frumvarpstextann, sem honum sýnist ekki beri mikið í milli. Sagði hann breytingarnar fælu í sér ákvæði um réttinn til að kalla eftir þjóðaratkvæði um lög frá Alþingi, um umhverfismál og auðlindamál.Ólöf Nordal tók við innanríkisráðuneytinu eftir afsögn Hönnu Birnu og nú tekur hún, ef allt fer sem horfir, við varaformannsembættinu.Vísir/GVAÞá talaði Bjarni einnig um að hann vildi sjá fleiri konur í stjórnunarstöðum. Bjarni talaði um að flokkarnir hafi tekist á um það hve langt skuli ganga í því að lögþvinga breytingar í þessum málum en allir væru þó meira eða minna sammála um að það sé nauðsynlegt að hraða þeirri þróun að hlutur karla og kvenna verði sem jafnastur.Einlægar þakkir til Hönnu Birnu Að lokum þakkaði Bjarni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra og fráfarandi varaformanni flokksins, fyrir samstarfið í forystu flokksins. Eins og öllum má vera kunnugt sagði Hanna Birna af sér sem ráðherra vegna lekamálsins, í kjölfar þess að annar aðstoðarmanna hennar viðurkenndi að hafa lekið minnisblaði úr ráðuneytinu. Nýr varaformaður verður kjörinn á fundi flokksins um helgina en aðeins Ólöf Nordal, sem gegndi stöðu varaformanns á undan Hönnu Birnu, hefur gefið formlega kost á sér. Allir landsfundarfulltrúar eru þó í kjörinu.
Alþingi Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira