Guðlaugur Þór stígur til hliðar sem ritari Sjálfstæðisflokksins og hleypir Áslaugu Örnu að Birgir Olgeirsson skrifar 24. október 2015 19:14 Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem ritari flokksins og hleypa Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að. Þetta sagði Guðlaugur Þór í viðtali við fréttastofu Sjónvarpsins í beinni útsendingu. Lengi vel leit út fyrir að Guðlaugur Þór yrði eini frambjóðandinn í embætti ritara Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum. Áslaug Arna tilkynnti svo óvænt í dag að hún ætlaði að bjóða sig fram. Guðlaugur Þór sagði að honum þætti það best fyrir flokkinn að hann myndi stíga til hliðar og hleypa öflugum ungum Sjálfstæðismanni að, það myndi efla flokkinn sem vildi auka þátttöku ungs fólks og kvenna í flokknum. Guðlaugur Þór sagði við RÚV að framboð Áslaugar hefði komið flatt upp á sig en fagnaði því. Eftir að hafa íhugað málið í dag komst hann að þeirri niðurstöðu að það væri best fyrir flokkinn að hleypa ungri og efnilegri manneskju í ritarastólinn. „Það sem ég hef lagt áherslu á er eðli málsins samkvæmt að efla innra starf flokksins, og þar sem við erum veikust fyrir er hjá ungu fólki og við höfum reynt að fá það til starfa, við höfum tileinkað þennan fund konum, og við erum að sjá hér glæsilegan afrakstur. Gríðarlega öflugan hóp af ungu fólki sem er að standa sig frábærlega og gríðarlega hátt hlutfall kvenna. Mín niðurstaða er þessi að það er best fyrir flokkinn minn og okkar að þegar kemur öflugt framboð frá ungri manneskju ætla ég að stíga til hliðar og styðja hana áfram í þessu öfluga starfi eins og ég get í því,“ sagði Guðlaugur. Áslaug Arna sagði þessa ákvörðun Guðlaugs Þórs hafa komið álíka flatt upp á hana og framboð hennar kom flatt upp á Guðlaug Þór fyrr í dag. Hún sagði virða hans ákvörðun og sagðist ánægð með að þau séu sammála um að Sjálfstæðisflokkurinn þarfnist breytinga. Hún sagði þetta sýna að Sjálfstæðisflokkurinn treysti ungu fólki til starfa. Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Áslaug Arna býður sig fram gegn Guðlaugi Þór Óvæntu framboði Áslaugar Örnu var tekið gríðarlega vel 24. október 2015 16:38 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem ritari flokksins og hleypa Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að. Þetta sagði Guðlaugur Þór í viðtali við fréttastofu Sjónvarpsins í beinni útsendingu. Lengi vel leit út fyrir að Guðlaugur Þór yrði eini frambjóðandinn í embætti ritara Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum. Áslaug Arna tilkynnti svo óvænt í dag að hún ætlaði að bjóða sig fram. Guðlaugur Þór sagði að honum þætti það best fyrir flokkinn að hann myndi stíga til hliðar og hleypa öflugum ungum Sjálfstæðismanni að, það myndi efla flokkinn sem vildi auka þátttöku ungs fólks og kvenna í flokknum. Guðlaugur Þór sagði við RÚV að framboð Áslaugar hefði komið flatt upp á sig en fagnaði því. Eftir að hafa íhugað málið í dag komst hann að þeirri niðurstöðu að það væri best fyrir flokkinn að hleypa ungri og efnilegri manneskju í ritarastólinn. „Það sem ég hef lagt áherslu á er eðli málsins samkvæmt að efla innra starf flokksins, og þar sem við erum veikust fyrir er hjá ungu fólki og við höfum reynt að fá það til starfa, við höfum tileinkað þennan fund konum, og við erum að sjá hér glæsilegan afrakstur. Gríðarlega öflugan hóp af ungu fólki sem er að standa sig frábærlega og gríðarlega hátt hlutfall kvenna. Mín niðurstaða er þessi að það er best fyrir flokkinn minn og okkar að þegar kemur öflugt framboð frá ungri manneskju ætla ég að stíga til hliðar og styðja hana áfram í þessu öfluga starfi eins og ég get í því,“ sagði Guðlaugur. Áslaug Arna sagði þessa ákvörðun Guðlaugs Þórs hafa komið álíka flatt upp á hana og framboð hennar kom flatt upp á Guðlaug Þór fyrr í dag. Hún sagði virða hans ákvörðun og sagðist ánægð með að þau séu sammála um að Sjálfstæðisflokkurinn þarfnist breytinga. Hún sagði þetta sýna að Sjálfstæðisflokkurinn treysti ungu fólki til starfa.
Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Áslaug Arna býður sig fram gegn Guðlaugi Þór Óvæntu framboði Áslaugar Örnu var tekið gríðarlega vel 24. október 2015 16:38 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Sjá meira
Áslaug Arna býður sig fram gegn Guðlaugi Þór Óvæntu framboði Áslaugar Örnu var tekið gríðarlega vel 24. október 2015 16:38