Víetnömsku hjónin íhuga að kæra Landspítalann til lögreglu Birgir Olgeirsson skrifar 25. október 2015 19:34 Hao og Thuy á heimili þeirra VÍSIR/VILHELM Víetnömsku hjón íhuga að kæra Landspítalann til lögreglu fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs þeirra. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarpsins en Fréttablaðið fjallaði um mál þeirra í liðinni viku. Útlendingastofnun sakaði þau Thi Thuy Nguyen og Hao Van Tio um málamyndahjónaband. Útlendingastofnun óskaði eftir lögreglurannsókn á hjónabandi víetnömsku hjónanna en í bréfi stofnunarinnar til lögreglu stóð að upplýsingar hefðu borist frá Landspítala um að konan væri mjög ung og barnaleg og maðurinn hennar óframfærinn. Í kvöldfréttum Sjónvarpsins var rætt við verjanda hjónanna sem sagði þau vera að íhuga stöðu sína og jafnvel kæmi til greina að kæra lekann af Landspítalanum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Persónuverndar. Thuy er 22 ára gömul og kom hingað til lands sem au pair fyrir fjölskyldu sína í mars árið 2013. Hún eyddi miklum tíma með frænda sínum og besta vin hans sem er Hao Van og fljótlega urðu þau ástfangin. Þau segja það ekki hafa verið ást við fyrstu sýn en eftir að hafa hist nokkrum sinnum urðu þau hrifin, fóru á stefnumót og sambandið þróaðist. Fyrirséð var að dvalarleyfi Thuy sem au pair rynni út í apríl 2014. Þau giftu sig og héldu mikla veislu þann 28. desember 2013. Dóttir þeirra Sandra fæddist svo á Landspítalanum við Hringbraut þann 3. september 2014. Það var svo í desember 2014 sem Útlendingastofnun sendi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu beiðni um að formleg rannsókn hæfist á því hvort hjúskapurinn væri til málamynda. Í bréfinu segir að myndbandsupptaka úr brúðkaupinu, sem hjónin skiluðu inn til staðfestingar á hjónabandi sínu, sýndi að brúðurin væri leið og virkaði óhamingjusöm. Þessu svarar Thuy á þá leið að hún hafi verið glöð með ráðahaginn en meðgöngukvillar, ógleði og þess háttar, hafi gert henni lífið mjög leitt á brúðkaupsdaginn. Í júní síðastliðnum barst þeim bréf frá Útlendingastofnun þar sem þeim var greint frá því að grunur leiki á að um málamyndahjónaband sé að ræða. Flóttamenn Tengdar fréttir Víetnömsku hjónin stíga fram: „Þetta er sönn ást“ Víetnömsk hjón sem eru til rannsóknar vegna gruns um málamyndahjónaband segja málsmeðferðarlengd Útlendingastofnunar koma í veg fyrir að þau lifi eðlilegu lífi. 22. október 2015 13:00 Útlendingastofnun sakar nýbakaða foreldra um málamyndahjónaband Lögmaður hjónanna segir ásakanirnar algjöran fyrirslátt. 21. október 2015 07:00 Segir lekann koma frá Landspítala Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina. 22. október 2015 09:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Víetnömsku hjón íhuga að kæra Landspítalann til lögreglu fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs þeirra. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarpsins en Fréttablaðið fjallaði um mál þeirra í liðinni viku. Útlendingastofnun sakaði þau Thi Thuy Nguyen og Hao Van Tio um málamyndahjónaband. Útlendingastofnun óskaði eftir lögreglurannsókn á hjónabandi víetnömsku hjónanna en í bréfi stofnunarinnar til lögreglu stóð að upplýsingar hefðu borist frá Landspítala um að konan væri mjög ung og barnaleg og maðurinn hennar óframfærinn. Í kvöldfréttum Sjónvarpsins var rætt við verjanda hjónanna sem sagði þau vera að íhuga stöðu sína og jafnvel kæmi til greina að kæra lekann af Landspítalanum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Persónuverndar. Thuy er 22 ára gömul og kom hingað til lands sem au pair fyrir fjölskyldu sína í mars árið 2013. Hún eyddi miklum tíma með frænda sínum og besta vin hans sem er Hao Van og fljótlega urðu þau ástfangin. Þau segja það ekki hafa verið ást við fyrstu sýn en eftir að hafa hist nokkrum sinnum urðu þau hrifin, fóru á stefnumót og sambandið þróaðist. Fyrirséð var að dvalarleyfi Thuy sem au pair rynni út í apríl 2014. Þau giftu sig og héldu mikla veislu þann 28. desember 2013. Dóttir þeirra Sandra fæddist svo á Landspítalanum við Hringbraut þann 3. september 2014. Það var svo í desember 2014 sem Útlendingastofnun sendi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu beiðni um að formleg rannsókn hæfist á því hvort hjúskapurinn væri til málamynda. Í bréfinu segir að myndbandsupptaka úr brúðkaupinu, sem hjónin skiluðu inn til staðfestingar á hjónabandi sínu, sýndi að brúðurin væri leið og virkaði óhamingjusöm. Þessu svarar Thuy á þá leið að hún hafi verið glöð með ráðahaginn en meðgöngukvillar, ógleði og þess háttar, hafi gert henni lífið mjög leitt á brúðkaupsdaginn. Í júní síðastliðnum barst þeim bréf frá Útlendingastofnun þar sem þeim var greint frá því að grunur leiki á að um málamyndahjónaband sé að ræða.
Flóttamenn Tengdar fréttir Víetnömsku hjónin stíga fram: „Þetta er sönn ást“ Víetnömsk hjón sem eru til rannsóknar vegna gruns um málamyndahjónaband segja málsmeðferðarlengd Útlendingastofnunar koma í veg fyrir að þau lifi eðlilegu lífi. 22. október 2015 13:00 Útlendingastofnun sakar nýbakaða foreldra um málamyndahjónaband Lögmaður hjónanna segir ásakanirnar algjöran fyrirslátt. 21. október 2015 07:00 Segir lekann koma frá Landspítala Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina. 22. október 2015 09:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Víetnömsku hjónin stíga fram: „Þetta er sönn ást“ Víetnömsk hjón sem eru til rannsóknar vegna gruns um málamyndahjónaband segja málsmeðferðarlengd Útlendingastofnunar koma í veg fyrir að þau lifi eðlilegu lífi. 22. október 2015 13:00
Útlendingastofnun sakar nýbakaða foreldra um málamyndahjónaband Lögmaður hjónanna segir ásakanirnar algjöran fyrirslátt. 21. október 2015 07:00
Segir lekann koma frá Landspítala Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina. 22. október 2015 09:00