Toyota aftur stærsti bílaframleiðandinn Finnur Thorlacius skrifar 26. október 2015 11:18 Toyota hefur selt 7,49 milljón bíla en Volkswagen 7,43. Autonews Toyota hefur endurheimt titilinn stærsti bílaframleiðandi heims, en sala Toyota á fyrstu 9 mánuðum ársins er 7,49 milljón bílar, en Volkswagen hefur selt 7,43 milljón bíla. Í fyrra seldi Volkswagen örlítið fleiri bíla en Toyota, en dísilvélasvindl Volkswagen virðist nú hafa hamla sölu fyrirtækisins að einhverju marki. Mjög litlu munar þó áfram á sölu bílarisanna og því ekki loku fyrir það skotið að Volkswagen nái aftur forystunni áður en árið er liðið, þó líklegra sé að Toyota muni halda forystunni. Í september skýrðu bæði fyrirtækin frá 1,5% minnkandi sölu milli ára. Á fyrri helmingi ársins seldi Volkswagen fleiri bíla en Toyota, en þriðji ársfjórðungur hefur snúið því við, enda hefur Volkswagen tekið þá bíla sína af markaði sem innihéldu hinn ólöglega hugbúnað og hefur það dregið eðlilega úr sölu. General Motors er þriðji stærsti bílaframleiðandi heims og ekki langt undan hinum tveimur í sölu, en GM hefur selt 7,2 milljónir bíla á árinu, en salan hefur minnkað um 1,9% það sem af er ári. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent
Toyota hefur endurheimt titilinn stærsti bílaframleiðandi heims, en sala Toyota á fyrstu 9 mánuðum ársins er 7,49 milljón bílar, en Volkswagen hefur selt 7,43 milljón bíla. Í fyrra seldi Volkswagen örlítið fleiri bíla en Toyota, en dísilvélasvindl Volkswagen virðist nú hafa hamla sölu fyrirtækisins að einhverju marki. Mjög litlu munar þó áfram á sölu bílarisanna og því ekki loku fyrir það skotið að Volkswagen nái aftur forystunni áður en árið er liðið, þó líklegra sé að Toyota muni halda forystunni. Í september skýrðu bæði fyrirtækin frá 1,5% minnkandi sölu milli ára. Á fyrri helmingi ársins seldi Volkswagen fleiri bíla en Toyota, en þriðji ársfjórðungur hefur snúið því við, enda hefur Volkswagen tekið þá bíla sína af markaði sem innihéldu hinn ólöglega hugbúnað og hefur það dregið eðlilega úr sölu. General Motors er þriðji stærsti bílaframleiðandi heims og ekki langt undan hinum tveimur í sölu, en GM hefur selt 7,2 milljónir bíla á árinu, en salan hefur minnkað um 1,9% það sem af er ári.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent