Félagsráðgjafi á LSH lak upplýsingunum Snærós Sindradóttir skrifar 27. október 2015 06:00 Hao Van Do og Thi Thuy Nguyen ásamt dóttur þeirra, Söndru. Thuy hefur nú fengið landvistarleyfi, sex dögum eftir að umfjöllun Fréttablaðsins um málið hófst. Fréttablaðið/Vilhelm Það var félagsráðgjafi á Landspítalanum sem lak upplýsingum um víetnömsku hjónin Thi Thuy Nguyen og Hao Van Do til Útlendingastofnunar. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þetta komi fram í dagbókarfærslu stofnunarinnar. Útlendingastofnun óskaði eftir lögreglurannsókn á hjónabandinu þann 4. desember á síðasta ári, tæpu ári eftir að Thuy og Hao gengu í hjúskap og þremur mánuðum eftir að þeim fæddist dóttirin Sandra. Stofnunin grunaði hjónin um málamyndahjúskap. Þá hafði Útlendingastofnun ekki boðað hjónin í viðtal um hagi þeirra. Ósk stofnunarinnar til lögreglu byggðist meðal annars á upplýsingum frá Landspítalanum um að Thuy væri ung og barnaleg en maður hennar, Hao, óframfærinn.„Að sögn umbjóðanda míns hittu þau hjónin félagsráðgjafa hjá Landspítalanum í tengslum við meðgöngu og fæðingu dóttur þeirra. Sá ráðgjafi hlýtur að hafa lekið upplýsingum til Útlendingastofnunar,“ segir Björg Valgeirsdóttir, lögmaður hjónanna. Að sögn hjónanna Thuy og Hao hittu þau félagsráðgjafann eftir fæðingu dóttur þeirra, meðal annars til að greiða úr því hver skyldi bera kostnað af fæðingunni. Í máli þeirra hjóna kom fram að Thuy væri með dvalarleyfisumsókn í ferli, auk þess sem Hao hefur varanlegt dvalarleyfi hér á landi. Því ættu hjónin ekki að þurfa að borga fyrir fæðingu barnsins. „Svo virðist að í kjölfarið hafi þetta símtal til Útlendingastofnunar átt sér stað þar sem upplýsingunum var lekið.“ Hjónin fengu ríflega 265 þúsund króna reikning eftir fæðingu barns síns, tæpu ári eftir að það fæddist. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu þann 21. október síðastliðinn. Þá beið Thuy eftir landvistarleyfi sem hafði frestast vegna gruns stofnunarinnar um að um málamyndahjúskap væri að ræða. Í gær, sex dögum eftir að umfjöllun hófst, bárust svo þær fregnir að landvistarleyfið væri í höfn. Búist er við því að Thuy skrifi undir pappíra þess efnis í dag. „Það er dapurlegt að hugsa til þess að málið hafi dregist í allan þennan tíma og að ekki hafi fengist skorið úr um réttindi umbjóðanda míns fyrr en í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um stöðu mála undanfarna daga,“ segir Björg. Thuy og Hao hafa tekið ákvörðun um að kæra leka Landspítalans til Persónuverndar. Á spítalanum er málið til skoðunar og litið alvarlegum augum að sögn Guðnýjar Helgu Herbertsdóttur upplýsingafulltrúa. Flóttamenn Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Það var félagsráðgjafi á Landspítalanum sem lak upplýsingum um víetnömsku hjónin Thi Thuy Nguyen og Hao Van Do til Útlendingastofnunar. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þetta komi fram í dagbókarfærslu stofnunarinnar. Útlendingastofnun óskaði eftir lögreglurannsókn á hjónabandinu þann 4. desember á síðasta ári, tæpu ári eftir að Thuy og Hao gengu í hjúskap og þremur mánuðum eftir að þeim fæddist dóttirin Sandra. Stofnunin grunaði hjónin um málamyndahjúskap. Þá hafði Útlendingastofnun ekki boðað hjónin í viðtal um hagi þeirra. Ósk stofnunarinnar til lögreglu byggðist meðal annars á upplýsingum frá Landspítalanum um að Thuy væri ung og barnaleg en maður hennar, Hao, óframfærinn.„Að sögn umbjóðanda míns hittu þau hjónin félagsráðgjafa hjá Landspítalanum í tengslum við meðgöngu og fæðingu dóttur þeirra. Sá ráðgjafi hlýtur að hafa lekið upplýsingum til Útlendingastofnunar,“ segir Björg Valgeirsdóttir, lögmaður hjónanna. Að sögn hjónanna Thuy og Hao hittu þau félagsráðgjafann eftir fæðingu dóttur þeirra, meðal annars til að greiða úr því hver skyldi bera kostnað af fæðingunni. Í máli þeirra hjóna kom fram að Thuy væri með dvalarleyfisumsókn í ferli, auk þess sem Hao hefur varanlegt dvalarleyfi hér á landi. Því ættu hjónin ekki að þurfa að borga fyrir fæðingu barnsins. „Svo virðist að í kjölfarið hafi þetta símtal til Útlendingastofnunar átt sér stað þar sem upplýsingunum var lekið.“ Hjónin fengu ríflega 265 þúsund króna reikning eftir fæðingu barns síns, tæpu ári eftir að það fæddist. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu þann 21. október síðastliðinn. Þá beið Thuy eftir landvistarleyfi sem hafði frestast vegna gruns stofnunarinnar um að um málamyndahjúskap væri að ræða. Í gær, sex dögum eftir að umfjöllun hófst, bárust svo þær fregnir að landvistarleyfið væri í höfn. Búist er við því að Thuy skrifi undir pappíra þess efnis í dag. „Það er dapurlegt að hugsa til þess að málið hafi dregist í allan þennan tíma og að ekki hafi fengist skorið úr um réttindi umbjóðanda míns fyrr en í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um stöðu mála undanfarna daga,“ segir Björg. Thuy og Hao hafa tekið ákvörðun um að kæra leka Landspítalans til Persónuverndar. Á spítalanum er málið til skoðunar og litið alvarlegum augum að sögn Guðnýjar Helgu Herbertsdóttur upplýsingafulltrúa.
Flóttamenn Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira