Haukur Helgi á leið til Njarðvíkur Kolbeinn Tumi Daðason og Tómas Þór Þórðarson skrifa 26. október 2015 22:19 Haukur Helgi Pálsson fagnar einu af fjölmörgum eftirminnilegum augnablikum á EM í Berlín þar sem hann fór á kostum. Vísir/Valli Allt stefnir í að landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson semji við lið Njarðvíkur í Domino’s-deild karla í körfubolta. Framherjinn samdi til sex vikna við þýska 1. deildar liðið Mitteldeutscher BC þann 29. september. Ekki er útlit fyrir að vera hans hjá félaginu verði lengri. Haukur Helgi átti einnig í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en samkvæmt heimildum Vísis kom ekkert út úr þeim. Allar leiðir liggja til Njarðvíkur. Það eina sem stendur í vegi fyrir að tilkynnt verði um skiptin eru viðræður við erlent félag. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, staðfesti í samtali við Vísi að félagið hefði verið í viðræðum við kappann undanfarið en ekki væri búið að ganga frá neinu. Hann taldi að málin myndu skýrast á næstu dögum.Nauðsynlegur styrkur fyrir Njarðvík Haukur Helgi fór á kostum með íslenska landsliðinu í riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta í Berlín í september. Hann var næststigahæsti leikmaður Íslands með 12,8 stig að meðaltali í leik og var hann með 56 prósenta nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna. Aðeins fimm leikmenn voru með betri nýtingu í riðlakeppninni. Ljóst er að Haukur Helgi yrði gríðarlegur styrkur fyrir Njarðvíkinga sem hófu tímabilið í baklás þegar ljóst var að Stefan Bonneau væri með slitna hásin og yrði ekki með liðinu í vetur. Bonneau fór á kostum með Njarðvíkingum í fyrra þegar liðið féll út í undanúrslitum Domino’s-deildarinnar eftir háspennu-lífshættu einvígi gegn KR. Haukur Helgi hafði verið í viðræðum við nokkur íslensk félög áður en tilboð MBC kom óvænt upp á borðið. Njarðvík hefur unnið tvo leiki af þremur í upphafi tímabils. Ekki náðist í Hauk Helga við vinnslu fréttarinnar. Dominos-deild karla Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Fleiri fréttir Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Sjá meira
Allt stefnir í að landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson semji við lið Njarðvíkur í Domino’s-deild karla í körfubolta. Framherjinn samdi til sex vikna við þýska 1. deildar liðið Mitteldeutscher BC þann 29. september. Ekki er útlit fyrir að vera hans hjá félaginu verði lengri. Haukur Helgi átti einnig í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en samkvæmt heimildum Vísis kom ekkert út úr þeim. Allar leiðir liggja til Njarðvíkur. Það eina sem stendur í vegi fyrir að tilkynnt verði um skiptin eru viðræður við erlent félag. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, staðfesti í samtali við Vísi að félagið hefði verið í viðræðum við kappann undanfarið en ekki væri búið að ganga frá neinu. Hann taldi að málin myndu skýrast á næstu dögum.Nauðsynlegur styrkur fyrir Njarðvík Haukur Helgi fór á kostum með íslenska landsliðinu í riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta í Berlín í september. Hann var næststigahæsti leikmaður Íslands með 12,8 stig að meðaltali í leik og var hann með 56 prósenta nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna. Aðeins fimm leikmenn voru með betri nýtingu í riðlakeppninni. Ljóst er að Haukur Helgi yrði gríðarlegur styrkur fyrir Njarðvíkinga sem hófu tímabilið í baklás þegar ljóst var að Stefan Bonneau væri með slitna hásin og yrði ekki með liðinu í vetur. Bonneau fór á kostum með Njarðvíkingum í fyrra þegar liðið féll út í undanúrslitum Domino’s-deildarinnar eftir háspennu-lífshættu einvígi gegn KR. Haukur Helgi hafði verið í viðræðum við nokkur íslensk félög áður en tilboð MBC kom óvænt upp á borðið. Njarðvík hefur unnið tvo leiki af þremur í upphafi tímabils. Ekki náðist í Hauk Helga við vinnslu fréttarinnar.
Dominos-deild karla Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Fleiri fréttir Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Sjá meira