Jaguar áformar rafmagnsjeppa Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2015 09:48 E-Page verður öllu minni en þessi F-Page jeppi. Autoblog Jaguar ætlar ekki að láta hinn nýja F-Page jeppa duga í þeim flokki bíla heldur mun kynna til leiks rafmagnsjeppa sem verður öllu minni en F-Page. Hann mun líklega fá nafnið E-Page. Þessum bíl verður teflt gegn Tesla Model X jeppanum og Audi E-Tron Quattro bílnum sem sýndur var í Frankfürt í haust. Jaguar fyrirtækið hyggst reyndar ekki framleiða jeppann sjálft heldur láta Magna Steyr í Austurríki smíða hann. Magna Steyr hefur lengi smíðað Mercedes Benz G-Class og Mini Countryman bílana, en einnig Aston Martin Rapide og BMW X3. Jaguar þarf að framleiða um 20.000 svona rafmagnsjeppa til að hönnun og framleiðsla hans borgi sig, en til samanburðar ætlar Tesla að framleiða 33.000 Model X bíla á ári. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent
Jaguar ætlar ekki að láta hinn nýja F-Page jeppa duga í þeim flokki bíla heldur mun kynna til leiks rafmagnsjeppa sem verður öllu minni en F-Page. Hann mun líklega fá nafnið E-Page. Þessum bíl verður teflt gegn Tesla Model X jeppanum og Audi E-Tron Quattro bílnum sem sýndur var í Frankfürt í haust. Jaguar fyrirtækið hyggst reyndar ekki framleiða jeppann sjálft heldur láta Magna Steyr í Austurríki smíða hann. Magna Steyr hefur lengi smíðað Mercedes Benz G-Class og Mini Countryman bílana, en einnig Aston Martin Rapide og BMW X3. Jaguar þarf að framleiða um 20.000 svona rafmagnsjeppa til að hönnun og framleiðsla hans borgi sig, en til samanburðar ætlar Tesla að framleiða 33.000 Model X bíla á ári.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent