Ekki bjartsýn á að allsherjarverkfalli verði afstýrt sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 27. október 2015 12:59 Formenn LL, SLFÍ og SFR á fundi í Karphúsinu. Vísir/GVA Allt kapp er nú lagt á að afstýra allsherjarverkfalli sem að skellur á að óbreyttu á fimmtudag. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, segir ekki bjartsýn á að það takist. Fundi deiluaðila lauk á þriðja tímanum í nótt. „Þetta strandar bara á þessum sömu málum. Þetta gengur allt mjög hægt þannig að við sjáum í raun og veru ekki framvinduna varðandi daginn í dag eins og staðan er núna,“ segir Kristín. Samninganefndir SFR, sjúkraliða og lögreglumanna hafa fundað hvert í sínu lagi í morgun en samningafundur deilenda við ríkissáttasemjara hófst um klukkan eitt í dag. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags, segir samninganefndirnar nú reyna við erfiðasta hjalla viðræðnanna, en bindur vonir við að samningar takist fyrir fimmtudag. „Við tókum næturfund því við vorum á ágætu róli. Það er oft þannig að það hrúgast svona erfiðustu bitarnir í lokin, en þeir voru of stórir til að við næðum að leysa þá í nótt,“ segir Árni. Hann segir að meðal annars sé unnið að því að útfæra launaliði félaganna þriggja. „Hann er ekki alveg kominn hjá öllum, en hann er svona eitt af því sem við erum ekki alveg að ná samkomulagi um.“ Þá segir hann að unnið sé hörðum höndum að því að ná samningum sem fyrst. Aftur verði fundað fram á nótt, verði þess þörf. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná samningum fyrir fimmtudag. En maður auðvitað veit aldrei hvað kemur upp í svona viðræðum,“ útskýrir Árni. Verkfall sjúkraliða á Landspítalanum og heilbrigðisstofnunum Suðurnesja og Austurlands hófst á ný klukkan átta í morgun og stendur til fjögur. Næsta stóra verkfallslota SFR og sjúkraliða hefst svo á fimmtudag. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Vongóður á að það takist að afstýra allsherjarverkfalli Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags, segir að unnið sé hörðum höndum að því að ná samningum fyrir næsta allsherjarverkfall sem skellur að óbreyttu á næsta fimmtudag. 26. október 2015 13:52 Ekkert 85 ball fyrir MS-inga vegna verkfalls SFR Ekki tókst að græja skemmtanaleyfi í tæka tíð. 22. október 2015 17:42 Samninganefndirnar byrja á sértæku málunum „Helgarnar eru oft ansi drjúgar í svona. Þá er ekki annað að trufla,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. 24. október 2015 16:30 Verkfallslotu lokið: Næsta verkfallslota 29. október takist ekki að semja Kennsla verður með eðlilegu móti í Háskóla Íslands, starfsmenn á síma hjá Vegagerðinni og Útlendingastofnun mæta aftur til vinnu og sjúkraliðar snúa til starfa í dag. 21. október 2015 07:53 Útlit fyrir að verkföll haldi áfram Útlit er fyrir að verkföll sjúkraliða og SFR-félaga haldi áfram á morgun. Þrátt fyrir stíf fundarhöld í Karphúsinu alla helgina virðist enn nokkuð í að samkomulag náist um nýja kjarasamninga. 25. október 2015 18:30 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira
Allt kapp er nú lagt á að afstýra allsherjarverkfalli sem að skellur á að óbreyttu á fimmtudag. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, segir ekki bjartsýn á að það takist. Fundi deiluaðila lauk á þriðja tímanum í nótt. „Þetta strandar bara á þessum sömu málum. Þetta gengur allt mjög hægt þannig að við sjáum í raun og veru ekki framvinduna varðandi daginn í dag eins og staðan er núna,“ segir Kristín. Samninganefndir SFR, sjúkraliða og lögreglumanna hafa fundað hvert í sínu lagi í morgun en samningafundur deilenda við ríkissáttasemjara hófst um klukkan eitt í dag. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags, segir samninganefndirnar nú reyna við erfiðasta hjalla viðræðnanna, en bindur vonir við að samningar takist fyrir fimmtudag. „Við tókum næturfund því við vorum á ágætu róli. Það er oft þannig að það hrúgast svona erfiðustu bitarnir í lokin, en þeir voru of stórir til að við næðum að leysa þá í nótt,“ segir Árni. Hann segir að meðal annars sé unnið að því að útfæra launaliði félaganna þriggja. „Hann er ekki alveg kominn hjá öllum, en hann er svona eitt af því sem við erum ekki alveg að ná samkomulagi um.“ Þá segir hann að unnið sé hörðum höndum að því að ná samningum sem fyrst. Aftur verði fundað fram á nótt, verði þess þörf. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná samningum fyrir fimmtudag. En maður auðvitað veit aldrei hvað kemur upp í svona viðræðum,“ útskýrir Árni. Verkfall sjúkraliða á Landspítalanum og heilbrigðisstofnunum Suðurnesja og Austurlands hófst á ný klukkan átta í morgun og stendur til fjögur. Næsta stóra verkfallslota SFR og sjúkraliða hefst svo á fimmtudag.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Vongóður á að það takist að afstýra allsherjarverkfalli Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags, segir að unnið sé hörðum höndum að því að ná samningum fyrir næsta allsherjarverkfall sem skellur að óbreyttu á næsta fimmtudag. 26. október 2015 13:52 Ekkert 85 ball fyrir MS-inga vegna verkfalls SFR Ekki tókst að græja skemmtanaleyfi í tæka tíð. 22. október 2015 17:42 Samninganefndirnar byrja á sértæku málunum „Helgarnar eru oft ansi drjúgar í svona. Þá er ekki annað að trufla,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. 24. október 2015 16:30 Verkfallslotu lokið: Næsta verkfallslota 29. október takist ekki að semja Kennsla verður með eðlilegu móti í Háskóla Íslands, starfsmenn á síma hjá Vegagerðinni og Útlendingastofnun mæta aftur til vinnu og sjúkraliðar snúa til starfa í dag. 21. október 2015 07:53 Útlit fyrir að verkföll haldi áfram Útlit er fyrir að verkföll sjúkraliða og SFR-félaga haldi áfram á morgun. Þrátt fyrir stíf fundarhöld í Karphúsinu alla helgina virðist enn nokkuð í að samkomulag náist um nýja kjarasamninga. 25. október 2015 18:30 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira
Vongóður á að það takist að afstýra allsherjarverkfalli Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags, segir að unnið sé hörðum höndum að því að ná samningum fyrir næsta allsherjarverkfall sem skellur að óbreyttu á næsta fimmtudag. 26. október 2015 13:52
Ekkert 85 ball fyrir MS-inga vegna verkfalls SFR Ekki tókst að græja skemmtanaleyfi í tæka tíð. 22. október 2015 17:42
Samninganefndirnar byrja á sértæku málunum „Helgarnar eru oft ansi drjúgar í svona. Þá er ekki annað að trufla,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. 24. október 2015 16:30
Verkfallslotu lokið: Næsta verkfallslota 29. október takist ekki að semja Kennsla verður með eðlilegu móti í Háskóla Íslands, starfsmenn á síma hjá Vegagerðinni og Útlendingastofnun mæta aftur til vinnu og sjúkraliðar snúa til starfa í dag. 21. október 2015 07:53
Útlit fyrir að verkföll haldi áfram Útlit er fyrir að verkföll sjúkraliða og SFR-félaga haldi áfram á morgun. Þrátt fyrir stíf fundarhöld í Karphúsinu alla helgina virðist enn nokkuð í að samkomulag náist um nýja kjarasamninga. 25. október 2015 18:30