Haukur Helgi: „Gott að koma heim til að hlaða batteríin“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. október 2015 15:49 Haukur Helgi fór á kostum með landsliði Íslands á EM í Berlín í september. Vísir/Valli „Þetta gerðist mjög hratt," segir Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, við Vísi um vistaskipti sín til Njarðvíkur sem voru tilkynnt á blaðamannafundi í Ljónagryfjunni í dag. Haukur kemur til Njarðvíkur frá þýska 1. deildar liðinu MBC þar sem hann fékk sex vikna samning eftir Evrópumótið. Hann ákvað að vera ekki áfram þar heldur koma heim. „Það var ekkert annað í boði úti. Ég vildi taka eitt tímabil heima núna, þess vegna tók ég ákvörðun að taka ekki sénsinn á að MBC gæti samið við mig aftur. Ég vildi koma heim fyrir mig," segir Haukur Helgi. „Ég er mjög spenntur. Þetta verður mjög skemmtilegt. Ég hlakka til að spila með þessum strákum."Haukur Helgi er mættur á klakann og var kynntur til sögunnar í Njarðvík í dag.Vísir/ValtýrTilfinningalegt gildi Haukur Helgi hefur verið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og svo í atvinnumennsku undanfarin sex ár en hlakkar til að spila heima. „Mann langar svo sem alltaf að koma heim en núna vildi ég láta slag standa eftir langa veru úti. Ég er bara aðeins að hlaða batteríin og fara svo aftur af stað eftir það," segir Haukur Helgi, en af hverju Njarðvík? „Njarðvík hefur mest tilfinningalegt gildi fyrir mig. Ég þekki mikið af góðu fólki hérna og það sem ég þarf til að hlaða batteríin almennilega er að vera í kringum gott fólk," segir hann.Beint í sjónvarpið „Ég hef æft hérna á sumrin og inn í Keflavík. Ég þekki Loga vel og við höfum æft saman hérna. Þetta var ekkert auðveld ákvörðun en samt auðveldari en margt annað vegna tengingar minnar við félagið." Haukur Helgi verður í eldlínunni á föstudaginn þegar Njarðvík mætir Íslandsmeisturum KR í sjónvarpsleik umferðarinnar, en áttar hann sig á þeirri pressu sem verður á honum? „Maður tekur alltaf vel í pressu. Það er alltaf gott að hafa smá pressu á sér. Ég er alveg tilbúinn," segir Haukur Helgi Pálsson sem ætlar að verða Íslandsmestari með Njarðvík „Ég stefni að því," segir hann. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Haukur Helgi á leið til Njarðvíkur Landsliðsmaðurinn hefur einnig átt í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en þær leiddu ekki til samkomulags. 26. október 2015 22:19 Haukur Helgi kynntur sem leikmaður Njarðvíkur á morgun Njarðvík hefur boðað til blaðamannafundar í Ljónagryfjunni á morgun, miðvikudag. 27. október 2015 16:33 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
„Þetta gerðist mjög hratt," segir Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, við Vísi um vistaskipti sín til Njarðvíkur sem voru tilkynnt á blaðamannafundi í Ljónagryfjunni í dag. Haukur kemur til Njarðvíkur frá þýska 1. deildar liðinu MBC þar sem hann fékk sex vikna samning eftir Evrópumótið. Hann ákvað að vera ekki áfram þar heldur koma heim. „Það var ekkert annað í boði úti. Ég vildi taka eitt tímabil heima núna, þess vegna tók ég ákvörðun að taka ekki sénsinn á að MBC gæti samið við mig aftur. Ég vildi koma heim fyrir mig," segir Haukur Helgi. „Ég er mjög spenntur. Þetta verður mjög skemmtilegt. Ég hlakka til að spila með þessum strákum."Haukur Helgi er mættur á klakann og var kynntur til sögunnar í Njarðvík í dag.Vísir/ValtýrTilfinningalegt gildi Haukur Helgi hefur verið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og svo í atvinnumennsku undanfarin sex ár en hlakkar til að spila heima. „Mann langar svo sem alltaf að koma heim en núna vildi ég láta slag standa eftir langa veru úti. Ég er bara aðeins að hlaða batteríin og fara svo aftur af stað eftir það," segir Haukur Helgi, en af hverju Njarðvík? „Njarðvík hefur mest tilfinningalegt gildi fyrir mig. Ég þekki mikið af góðu fólki hérna og það sem ég þarf til að hlaða batteríin almennilega er að vera í kringum gott fólk," segir hann.Beint í sjónvarpið „Ég hef æft hérna á sumrin og inn í Keflavík. Ég þekki Loga vel og við höfum æft saman hérna. Þetta var ekkert auðveld ákvörðun en samt auðveldari en margt annað vegna tengingar minnar við félagið." Haukur Helgi verður í eldlínunni á föstudaginn þegar Njarðvík mætir Íslandsmeisturum KR í sjónvarpsleik umferðarinnar, en áttar hann sig á þeirri pressu sem verður á honum? „Maður tekur alltaf vel í pressu. Það er alltaf gott að hafa smá pressu á sér. Ég er alveg tilbúinn," segir Haukur Helgi Pálsson sem ætlar að verða Íslandsmestari með Njarðvík „Ég stefni að því," segir hann.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Haukur Helgi á leið til Njarðvíkur Landsliðsmaðurinn hefur einnig átt í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en þær leiddu ekki til samkomulags. 26. október 2015 22:19 Haukur Helgi kynntur sem leikmaður Njarðvíkur á morgun Njarðvík hefur boðað til blaðamannafundar í Ljónagryfjunni á morgun, miðvikudag. 27. október 2015 16:33 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Haukur Helgi á leið til Njarðvíkur Landsliðsmaðurinn hefur einnig átt í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en þær leiddu ekki til samkomulags. 26. október 2015 22:19
Haukur Helgi kynntur sem leikmaður Njarðvíkur á morgun Njarðvík hefur boðað til blaðamannafundar í Ljónagryfjunni á morgun, miðvikudag. 27. október 2015 16:33
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn