Friðrik Ingi: Haukur stórkostlegur | Reiknar ekki með Bonneau Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. október 2015 16:03 Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Valli Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, var eðlilega kampakátur eftir að ganga frá samningi við Hauk Helga Pálsson, landsliðsmann í körfubolta í Ljónagryfjunni í dag. Haukur Helgi er mættur heim eftir sex ár í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og síðar í atvinnumennsku á Spáni, í Svíþjóð og nú síðast í Þýskalandi. „Þetta eru auðvitað stórkostlegar fréttir því Haukur Helgi er ekki bara frábær körfuboltamaður heldur líka frábær persónuleiki og karakter," sagði Friðrik Ingi við Vísi. „Hann er þannig að hann gerir allt umhverfi sitt betra og það er ekkert síður frábært að fá stórkostlegan körfuboltamann sem hjálpar liðinu og leikmönnum þess sem er líka svona góður drengur."Haukur Helgi Pálsson.VísirSkýr skilaboð frá Njarðvíkingum Þessi félagaskipti eru skýr skilaboð frá Njarðvíkingum um að þeir ætla að berjast um titlana á tímabilinu. „Við vorum grátlega nálægt því í fyrra að slá út KR sem enginn átti von á. Auðvitað var ákveðinn meðbyr með okkur í kjölfarið á því. Ég hef aldrei á mínum langa ferli fengið eins mikla jákvæða umfjöllun eftir það því við heilluðum marga," sagði Friðrik Ingi. „Við ætluðum okkur að byggja helst á sama liði og þess vegna sömdum við aftur við Bonneau. En svo meiðist hann rétt eftir að hann kemur til landsins sem var mikið áfall. Það stóð alltaf til að vera opnir fyrir öllu og styrkja hópinn ef eitthvað kæmi upp á. Með því að fá Hauk Helga höldum við okkar stefnu að vera í baráttunni um alla þá titla sem eru í boði," sagði Friðrik.Bonneau í gifsi Stefan Bonneau var í gifsi á blaðamannafundinum en hann sleit hásin rétt fyrir tímabilið. Er möguleiki að hann verði með á þessari leiktíð? „Ég get auðvitað bara talað fyrir mig en ég geri mér engar vonir um að hann verði með á þessu tímabilinu," sagði Friðrik Ingi sem finnst ekki slæmt að hafa hann í kringum liðið. „Hann stuðar engan og hefur ekki slæm áhrif á einn né neinn. Hann er bara í endurhæfingu. Honum líður vel hér og vill vera hjá okkur á meðan hann fer í gegnum þessi fyrstu skref í endurhæfingunni," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Haukur Helgi á leið til Njarðvíkur Landsliðsmaðurinn hefur einnig átt í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en þær leiddu ekki til samkomulags. 26. október 2015 22:19 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, var eðlilega kampakátur eftir að ganga frá samningi við Hauk Helga Pálsson, landsliðsmann í körfubolta í Ljónagryfjunni í dag. Haukur Helgi er mættur heim eftir sex ár í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og síðar í atvinnumennsku á Spáni, í Svíþjóð og nú síðast í Þýskalandi. „Þetta eru auðvitað stórkostlegar fréttir því Haukur Helgi er ekki bara frábær körfuboltamaður heldur líka frábær persónuleiki og karakter," sagði Friðrik Ingi við Vísi. „Hann er þannig að hann gerir allt umhverfi sitt betra og það er ekkert síður frábært að fá stórkostlegan körfuboltamann sem hjálpar liðinu og leikmönnum þess sem er líka svona góður drengur."Haukur Helgi Pálsson.VísirSkýr skilaboð frá Njarðvíkingum Þessi félagaskipti eru skýr skilaboð frá Njarðvíkingum um að þeir ætla að berjast um titlana á tímabilinu. „Við vorum grátlega nálægt því í fyrra að slá út KR sem enginn átti von á. Auðvitað var ákveðinn meðbyr með okkur í kjölfarið á því. Ég hef aldrei á mínum langa ferli fengið eins mikla jákvæða umfjöllun eftir það því við heilluðum marga," sagði Friðrik Ingi. „Við ætluðum okkur að byggja helst á sama liði og þess vegna sömdum við aftur við Bonneau. En svo meiðist hann rétt eftir að hann kemur til landsins sem var mikið áfall. Það stóð alltaf til að vera opnir fyrir öllu og styrkja hópinn ef eitthvað kæmi upp á. Með því að fá Hauk Helga höldum við okkar stefnu að vera í baráttunni um alla þá titla sem eru í boði," sagði Friðrik.Bonneau í gifsi Stefan Bonneau var í gifsi á blaðamannafundinum en hann sleit hásin rétt fyrir tímabilið. Er möguleiki að hann verði með á þessari leiktíð? „Ég get auðvitað bara talað fyrir mig en ég geri mér engar vonir um að hann verði með á þessu tímabilinu," sagði Friðrik Ingi sem finnst ekki slæmt að hafa hann í kringum liðið. „Hann stuðar engan og hefur ekki slæm áhrif á einn né neinn. Hann er bara í endurhæfingu. Honum líður vel hér og vill vera hjá okkur á meðan hann fer í gegnum þessi fyrstu skref í endurhæfingunni," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Haukur Helgi á leið til Njarðvíkur Landsliðsmaðurinn hefur einnig átt í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en þær leiddu ekki til samkomulags. 26. október 2015 22:19 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Haukur Helgi á leið til Njarðvíkur Landsliðsmaðurinn hefur einnig átt í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en þær leiddu ekki til samkomulags. 26. október 2015 22:19
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn