Tekjur af ferðamönnum mun lægri en talið var Sveinn Arnarsson skrifar 29. október 2015 07:00 Ferðamönnum á Íslandi fer fjölgandi og talið að tekjur af komu erlendra ferðamanna verði um 350 milljarðar á þessu ári. Fréttablaðið/Pjetur Tekjur af erlendum ferðamönnum sem koma til Íslands eru stórlega ofmetnar að mati sérfræðinga við Rannsóknamiðstöð ferðamála. Tekjur af erlendum ferðamönnum eru aðeins tæp 60 prósent af þeim upphæðum sem gefnar hafa verið upp til þessa. Þannig eru bæði stóriðja og sjávarútvegur stærri útflutningsgreinar en ferðaþjónustan. Í nýjum Vegvísi í ferðaþjónustu er lögð áhersla á áreiðanleg gögn um stöðu ferðaþjónustunnar. Hefur verið talað um að tekjur af ferðaþjónustu geti numið um 1.000 milljörðum árið 2030. Í rauninni eru aðeins 60 prósent þessa tekjur af komu erlendra ferðamanna. Hin 40 prósentin verða til erlendis. Í vegvísinum er aðeins fjallað um innlenda þætti ferðaþjónustunnar.Edward HuijbensDr. Edward Hákon Huijbens og Dr. Cristi Frent segja í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag að heppilegra sé að ræða um tekjur af erlendum ferðamönnum í stað útflutningstekna ferðaþjónustu. Sú mynd sem sé sett upp sé villandi og samræmist ekki alþjóðlegum stöðlum. „Réttara væri að horfa á slíkan samanburð út frá neyslu erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands og er það í takti við alþjóðlegar forskriftir, sem jafnframt skapa grunn til samanburðar við tekjur af ferðaþjónustu í öðrum löndum,“ segir í grein þeirra. „Við höfum verið að horfa upp á kapphlaup um að ferðaþjónustan sé stærst og best. Þannig fer hún áfram með stærstu mögulegu tölurnar í tekjum til þjóðarbúsins. Það getur þýtt í stóra samhenginu að menn fari í of miklar fjárfestingar því þeir telji meiri fjármuni í innlendri ferðaþjónustu en er í rauninni,“ segir Edward Hákon. „Við skiljum ekki af hverju stjórnstöð ferðamála setur þetta svona fram. Af hverju er þörf á því að vera með rangar tölur. Stjórnvöld vita að tölur þeirra eru ekki réttar. Að mínu mati er þetta ekki fölsun heldur skilningsleysi stjórnvalda.“Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAFHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þessar tölur ekki geta valdið ofþenslu eða offjárfestingu í greininni. „Innlendir fjárfestar skoða vel þær tölulegu upplýsingar og gögn sem fyrir liggja hverju sinni. Fjárfesting í hótelbyggingum fer til að mynda almennt eftir tölum og spám um fjölda erlendra ferðamanna á viðkomandi stað, upplýsingum um önnur hótel á því svæði og öðru slíku,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Ég treysti markaðnum til að taka réttar ákvarðanir, en hins vegar hefur markaðurinn lengi kallað eftir frekari rannsóknum og framleiðslu tölfræðiupplýsinga til að byggja ákvarðanir sínar á.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Sjá meira
Tekjur af erlendum ferðamönnum sem koma til Íslands eru stórlega ofmetnar að mati sérfræðinga við Rannsóknamiðstöð ferðamála. Tekjur af erlendum ferðamönnum eru aðeins tæp 60 prósent af þeim upphæðum sem gefnar hafa verið upp til þessa. Þannig eru bæði stóriðja og sjávarútvegur stærri útflutningsgreinar en ferðaþjónustan. Í nýjum Vegvísi í ferðaþjónustu er lögð áhersla á áreiðanleg gögn um stöðu ferðaþjónustunnar. Hefur verið talað um að tekjur af ferðaþjónustu geti numið um 1.000 milljörðum árið 2030. Í rauninni eru aðeins 60 prósent þessa tekjur af komu erlendra ferðamanna. Hin 40 prósentin verða til erlendis. Í vegvísinum er aðeins fjallað um innlenda þætti ferðaþjónustunnar.Edward HuijbensDr. Edward Hákon Huijbens og Dr. Cristi Frent segja í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag að heppilegra sé að ræða um tekjur af erlendum ferðamönnum í stað útflutningstekna ferðaþjónustu. Sú mynd sem sé sett upp sé villandi og samræmist ekki alþjóðlegum stöðlum. „Réttara væri að horfa á slíkan samanburð út frá neyslu erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands og er það í takti við alþjóðlegar forskriftir, sem jafnframt skapa grunn til samanburðar við tekjur af ferðaþjónustu í öðrum löndum,“ segir í grein þeirra. „Við höfum verið að horfa upp á kapphlaup um að ferðaþjónustan sé stærst og best. Þannig fer hún áfram með stærstu mögulegu tölurnar í tekjum til þjóðarbúsins. Það getur þýtt í stóra samhenginu að menn fari í of miklar fjárfestingar því þeir telji meiri fjármuni í innlendri ferðaþjónustu en er í rauninni,“ segir Edward Hákon. „Við skiljum ekki af hverju stjórnstöð ferðamála setur þetta svona fram. Af hverju er þörf á því að vera með rangar tölur. Stjórnvöld vita að tölur þeirra eru ekki réttar. Að mínu mati er þetta ekki fölsun heldur skilningsleysi stjórnvalda.“Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAFHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þessar tölur ekki geta valdið ofþenslu eða offjárfestingu í greininni. „Innlendir fjárfestar skoða vel þær tölulegu upplýsingar og gögn sem fyrir liggja hverju sinni. Fjárfesting í hótelbyggingum fer til að mynda almennt eftir tölum og spám um fjölda erlendra ferðamanna á viðkomandi stað, upplýsingum um önnur hótel á því svæði og öðru slíku,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Ég treysti markaðnum til að taka réttar ákvarðanir, en hins vegar hefur markaðurinn lengi kallað eftir frekari rannsóknum og framleiðslu tölfræðiupplýsinga til að byggja ákvarðanir sínar á.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Sjá meira