Hrafn: Strákarnir prófi allavega mína eggjaköku Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. október 2015 21:53 Hrafn Kristjánsson á hliðarlínunni í kvöld. vísir/anton brink Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var vægast sagt ósáttur eftir 96-93 tap gegn ÍR í Hertz-hellinum í Seljaskóla í kvöld þegar liðin mættust í fjórðu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Lokatölurnar segja ekki allt því ÍR var tíu stigum yfir þegar 90 sekúndur voru eftir en gekk illa að ganga frá leiknum á vítalínunni. „Við töpum þessu saman og vinnum saman þegar við náum árangri, en nú þurfum við aldeilis að líta í eigin barm. Það líta öll lið frábærlega út á móti Stjörnunni úr Garðabæ núna,“ sagði Hrafn svekktur, en hann var byrjaður að öskra á sína menn eftir rúma mínútu í kvöld. Honum fannst þeir ekki gera það sem lagt var upp með. „Við leggjum upp með eitthvað fyrir leiki og þegar strax frá fyrstu sekúndu og fyrstu mínúturnar ekkert af því er gert þá renna á mann tvær grímur. Þetta lið lítur út eins og illa þjálfað lið,“ sagði Hrafn ómyrkur í máli.Betra að allir geri ranga hlutinn En hvað er að? „Mér finnst við bara vera mjúkir. Við erum ekki að ógna skotmönnum og hlutir sem við æfum alla vikuna eru ekki framkvæmdir,“ sagði hann. „Við sáum Tómas Þórð til dæmis galopinn eftir tvær snöggar sendingar í byrjun sem svo gerðist það ekki aftur það sem eftir var leiksins.“ „Það eru til margar leiðir til að búa til eggjaköku. Það sem við reynum að gera í leikjum er ekkert endilega það eina rétta, en ég vil að leikmennirnir gefi því séns.“ „Það er betra að allir tólf leikmennirnir geri ranga hlutinn heldur en þeir geri þann hlut sem þeir halda að sé réttur. Nú þarf ég og þeir að velta fyrir sér af hverju það er. Annað hvort eru þetta leikmenn sem ekki er hægt að þjálfa eða þeir hafa ákveðið að meðtaka ekki það sem ég er að segja. Ég er verulega ósáttur,“ sagði Hrafn Kristjánsson.Dúndu rgott lið Honum finnst sínir menn ekki berjast nógu mikið sem sé synd því hann sé með flott lið í höndunum. „Þetta eru fínir strákar, en það vantar eitthvað í þá sem lætur þá halda að þeir þurfi að hafa meira fyrir hlutunum en aðrir. Það skiptir engu hversu hæfileikaríkur þú ert ef liðið sem þú ert að spila við er tilbúið að láta finna fyrir sér. Þá lendirðu í vandræðum,“ sagði Hrafn. „Við náum næstum því að redda okkur út úr þessu á hæfileikunum einum saman. Við erum dúndur gott lið þegar barátta, hæfileikar og ósérhlífni koma saman en það er langt frá því að gerast hjá okkur núna,“ sagði Hrafn Kristjánsson. Dominos-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Sjá meira
Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var vægast sagt ósáttur eftir 96-93 tap gegn ÍR í Hertz-hellinum í Seljaskóla í kvöld þegar liðin mættust í fjórðu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Lokatölurnar segja ekki allt því ÍR var tíu stigum yfir þegar 90 sekúndur voru eftir en gekk illa að ganga frá leiknum á vítalínunni. „Við töpum þessu saman og vinnum saman þegar við náum árangri, en nú þurfum við aldeilis að líta í eigin barm. Það líta öll lið frábærlega út á móti Stjörnunni úr Garðabæ núna,“ sagði Hrafn svekktur, en hann var byrjaður að öskra á sína menn eftir rúma mínútu í kvöld. Honum fannst þeir ekki gera það sem lagt var upp með. „Við leggjum upp með eitthvað fyrir leiki og þegar strax frá fyrstu sekúndu og fyrstu mínúturnar ekkert af því er gert þá renna á mann tvær grímur. Þetta lið lítur út eins og illa þjálfað lið,“ sagði Hrafn ómyrkur í máli.Betra að allir geri ranga hlutinn En hvað er að? „Mér finnst við bara vera mjúkir. Við erum ekki að ógna skotmönnum og hlutir sem við æfum alla vikuna eru ekki framkvæmdir,“ sagði hann. „Við sáum Tómas Þórð til dæmis galopinn eftir tvær snöggar sendingar í byrjun sem svo gerðist það ekki aftur það sem eftir var leiksins.“ „Það eru til margar leiðir til að búa til eggjaköku. Það sem við reynum að gera í leikjum er ekkert endilega það eina rétta, en ég vil að leikmennirnir gefi því séns.“ „Það er betra að allir tólf leikmennirnir geri ranga hlutinn heldur en þeir geri þann hlut sem þeir halda að sé réttur. Nú þarf ég og þeir að velta fyrir sér af hverju það er. Annað hvort eru þetta leikmenn sem ekki er hægt að þjálfa eða þeir hafa ákveðið að meðtaka ekki það sem ég er að segja. Ég er verulega ósáttur,“ sagði Hrafn Kristjánsson.Dúndu rgott lið Honum finnst sínir menn ekki berjast nógu mikið sem sé synd því hann sé með flott lið í höndunum. „Þetta eru fínir strákar, en það vantar eitthvað í þá sem lætur þá halda að þeir þurfi að hafa meira fyrir hlutunum en aðrir. Það skiptir engu hversu hæfileikaríkur þú ert ef liðið sem þú ert að spila við er tilbúið að láta finna fyrir sér. Þá lendirðu í vandræðum,“ sagði Hrafn. „Við náum næstum því að redda okkur út úr þessu á hæfileikunum einum saman. Við erum dúndur gott lið þegar barátta, hæfileikar og ósérhlífni koma saman en það er langt frá því að gerast hjá okkur núna,“ sagði Hrafn Kristjánsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Sjá meira