Keflavíkurflugvöllur geti tekið á móti allt að sexfalt fleiri farþegum ingvar haraldsson skrifar 13. október 2015 15:31 Svona mun Keflavíkurflugvöllur líta út árið 2040 gangi áætlanir um uppbyggingu flugvallarins eftir. mynd/isavia Gangi áform um stækkun Keflavíkurflugvallar eftir mun hann geta tekið á móti 14 milljónum farþega miðað við núverandi álagsdreifingu og allt að 25 milljónir miðað við jafnari dreifingu. Þetta gæti því farið svo að Keflavíkurflugvöllur geti tekið á móti allt að sexfalt fleiri farþegum en á síðasta ári þegar 3,87 milljónir fóru um Keflavíkurflugvöll. Þróunaráætlun um uppbyggingu Keflavíkurflugvallar fram til ársins 2040 var kynnt í dag á ný eftir samráð við hagsmunaaðila.Sjá einnig: Leifsstöð mun tvöfaldast „Samkvæmt áætlunum gætu farþegarnir verið 14 milljónir árið 2040, en verði það fyrr mun Keflavíkurflugvöllur engu að síður vera í stakk búinn til að taka á móti umræddum fjölda“ segir í umfjöllun um áætlunina á vefsvæði Isavia.Áætlað er að fyrstu framkvæmdir hefjist í lok árs 2016, en verkið verður unnið í áföngum.Spá Isavia um fjölgun farþega á Keflavíkurflugvelli fram til 2014.mynd/isaviaEykur möguleika á gjaldeyristekjum vegna ferðamanna Bent er á að þróunaráætlunin muni styðja við uppbyggingu ferðaþjónustunnar. Í nýútkomnum Vegvísi í ferðaþjónustu sé gert ráð fyrir að gjaldeyristekjur af greininni í heild muni aukast verulega og fari úr 350 milljörðum árið 2015 í meira en 620 milljarða 2020 og líklega yfir 1.000 milljarða árið 2030. „Til þess að þessar áætlanir geti orðið að veruleika og ferðaþjónustan nái að skapa þessar gjaldeyristekjur þarf að vera aðstaða til að koma þeim til landsins,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. „Sú staða má ekki skapast að Keflavíkurflugvöllur verði flöskuháls í þeirri uppbyggingu sem mun skila svo miklu til þjóðarbúsins. Því það er þjóðarbúið allt sem liggur undir og stækkun Keflavíkurflugvallar er því mál okkar allra, enda koma um 97% erlendra ferðamanna sem sækja landið heim í gegnum Keflavíkurflugvöll.“Ekki gert ráð fyrir fjármögnun ríkisinsStækkunin verður framkvæmd í nokkrum áföngum og ræðst stærð þeirra af því hversu mikil og hröð farþegaaukningin verður. Ljóst þykir að fyrsti áfanginn verði stór vegna mikillar uppsafnaðar þarfar til afkastaaukningar. Ekki er gert ráð fyrir að íslenska ríkið sem eigandi Isavia þurfi að leggja fjármuni til framkvæmdanna. Isavia metur möguleika til fjármögnunar góða auk þess að til staðar séu tækifæri fyrir aðkomu annarra að Isavia. Tengdar fréttir Sjáðu breytingarnar á Keflavíkurflugvelli Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur tekið stakkaskiptum að undanförnu en ráðist var í umfangsmiklar breytingar á flugvallarbyggingunni til að mæta mikilli fjölgun ferðamanna á liðnum árum. 12. júní 2015 12:00 Isavia hagnast um hálfan milljarð Rekstrartekjur Isavia á fyrri árshelmingi námu 11.454 milljónum krónum. 15. september 2015 17:05 Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira
Gangi áform um stækkun Keflavíkurflugvallar eftir mun hann geta tekið á móti 14 milljónum farþega miðað við núverandi álagsdreifingu og allt að 25 milljónir miðað við jafnari dreifingu. Þetta gæti því farið svo að Keflavíkurflugvöllur geti tekið á móti allt að sexfalt fleiri farþegum en á síðasta ári þegar 3,87 milljónir fóru um Keflavíkurflugvöll. Þróunaráætlun um uppbyggingu Keflavíkurflugvallar fram til ársins 2040 var kynnt í dag á ný eftir samráð við hagsmunaaðila.Sjá einnig: Leifsstöð mun tvöfaldast „Samkvæmt áætlunum gætu farþegarnir verið 14 milljónir árið 2040, en verði það fyrr mun Keflavíkurflugvöllur engu að síður vera í stakk búinn til að taka á móti umræddum fjölda“ segir í umfjöllun um áætlunina á vefsvæði Isavia.Áætlað er að fyrstu framkvæmdir hefjist í lok árs 2016, en verkið verður unnið í áföngum.Spá Isavia um fjölgun farþega á Keflavíkurflugvelli fram til 2014.mynd/isaviaEykur möguleika á gjaldeyristekjum vegna ferðamanna Bent er á að þróunaráætlunin muni styðja við uppbyggingu ferðaþjónustunnar. Í nýútkomnum Vegvísi í ferðaþjónustu sé gert ráð fyrir að gjaldeyristekjur af greininni í heild muni aukast verulega og fari úr 350 milljörðum árið 2015 í meira en 620 milljarða 2020 og líklega yfir 1.000 milljarða árið 2030. „Til þess að þessar áætlanir geti orðið að veruleika og ferðaþjónustan nái að skapa þessar gjaldeyristekjur þarf að vera aðstaða til að koma þeim til landsins,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. „Sú staða má ekki skapast að Keflavíkurflugvöllur verði flöskuháls í þeirri uppbyggingu sem mun skila svo miklu til þjóðarbúsins. Því það er þjóðarbúið allt sem liggur undir og stækkun Keflavíkurflugvallar er því mál okkar allra, enda koma um 97% erlendra ferðamanna sem sækja landið heim í gegnum Keflavíkurflugvöll.“Ekki gert ráð fyrir fjármögnun ríkisinsStækkunin verður framkvæmd í nokkrum áföngum og ræðst stærð þeirra af því hversu mikil og hröð farþegaaukningin verður. Ljóst þykir að fyrsti áfanginn verði stór vegna mikillar uppsafnaðar þarfar til afkastaaukningar. Ekki er gert ráð fyrir að íslenska ríkið sem eigandi Isavia þurfi að leggja fjármuni til framkvæmdanna. Isavia metur möguleika til fjármögnunar góða auk þess að til staðar séu tækifæri fyrir aðkomu annarra að Isavia.
Tengdar fréttir Sjáðu breytingarnar á Keflavíkurflugvelli Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur tekið stakkaskiptum að undanförnu en ráðist var í umfangsmiklar breytingar á flugvallarbyggingunni til að mæta mikilli fjölgun ferðamanna á liðnum árum. 12. júní 2015 12:00 Isavia hagnast um hálfan milljarð Rekstrartekjur Isavia á fyrri árshelmingi námu 11.454 milljónum krónum. 15. september 2015 17:05 Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira
Sjáðu breytingarnar á Keflavíkurflugvelli Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur tekið stakkaskiptum að undanförnu en ráðist var í umfangsmiklar breytingar á flugvallarbyggingunni til að mæta mikilli fjölgun ferðamanna á liðnum árum. 12. júní 2015 12:00
Isavia hagnast um hálfan milljarð Rekstrartekjur Isavia á fyrri árshelmingi námu 11.454 milljónum krónum. 15. september 2015 17:05