Keflavíkurflugvöllur geti tekið á móti allt að sexfalt fleiri farþegum ingvar haraldsson skrifar 13. október 2015 15:31 Svona mun Keflavíkurflugvöllur líta út árið 2040 gangi áætlanir um uppbyggingu flugvallarins eftir. mynd/isavia Gangi áform um stækkun Keflavíkurflugvallar eftir mun hann geta tekið á móti 14 milljónum farþega miðað við núverandi álagsdreifingu og allt að 25 milljónir miðað við jafnari dreifingu. Þetta gæti því farið svo að Keflavíkurflugvöllur geti tekið á móti allt að sexfalt fleiri farþegum en á síðasta ári þegar 3,87 milljónir fóru um Keflavíkurflugvöll. Þróunaráætlun um uppbyggingu Keflavíkurflugvallar fram til ársins 2040 var kynnt í dag á ný eftir samráð við hagsmunaaðila.Sjá einnig: Leifsstöð mun tvöfaldast „Samkvæmt áætlunum gætu farþegarnir verið 14 milljónir árið 2040, en verði það fyrr mun Keflavíkurflugvöllur engu að síður vera í stakk búinn til að taka á móti umræddum fjölda“ segir í umfjöllun um áætlunina á vefsvæði Isavia.Áætlað er að fyrstu framkvæmdir hefjist í lok árs 2016, en verkið verður unnið í áföngum.Spá Isavia um fjölgun farþega á Keflavíkurflugvelli fram til 2014.mynd/isaviaEykur möguleika á gjaldeyristekjum vegna ferðamanna Bent er á að þróunaráætlunin muni styðja við uppbyggingu ferðaþjónustunnar. Í nýútkomnum Vegvísi í ferðaþjónustu sé gert ráð fyrir að gjaldeyristekjur af greininni í heild muni aukast verulega og fari úr 350 milljörðum árið 2015 í meira en 620 milljarða 2020 og líklega yfir 1.000 milljarða árið 2030. „Til þess að þessar áætlanir geti orðið að veruleika og ferðaþjónustan nái að skapa þessar gjaldeyristekjur þarf að vera aðstaða til að koma þeim til landsins,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. „Sú staða má ekki skapast að Keflavíkurflugvöllur verði flöskuháls í þeirri uppbyggingu sem mun skila svo miklu til þjóðarbúsins. Því það er þjóðarbúið allt sem liggur undir og stækkun Keflavíkurflugvallar er því mál okkar allra, enda koma um 97% erlendra ferðamanna sem sækja landið heim í gegnum Keflavíkurflugvöll.“Ekki gert ráð fyrir fjármögnun ríkisinsStækkunin verður framkvæmd í nokkrum áföngum og ræðst stærð þeirra af því hversu mikil og hröð farþegaaukningin verður. Ljóst þykir að fyrsti áfanginn verði stór vegna mikillar uppsafnaðar þarfar til afkastaaukningar. Ekki er gert ráð fyrir að íslenska ríkið sem eigandi Isavia þurfi að leggja fjármuni til framkvæmdanna. Isavia metur möguleika til fjármögnunar góða auk þess að til staðar séu tækifæri fyrir aðkomu annarra að Isavia. Tengdar fréttir Sjáðu breytingarnar á Keflavíkurflugvelli Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur tekið stakkaskiptum að undanförnu en ráðist var í umfangsmiklar breytingar á flugvallarbyggingunni til að mæta mikilli fjölgun ferðamanna á liðnum árum. 12. júní 2015 12:00 Isavia hagnast um hálfan milljarð Rekstrartekjur Isavia á fyrri árshelmingi námu 11.454 milljónum krónum. 15. september 2015 17:05 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Gangi áform um stækkun Keflavíkurflugvallar eftir mun hann geta tekið á móti 14 milljónum farþega miðað við núverandi álagsdreifingu og allt að 25 milljónir miðað við jafnari dreifingu. Þetta gæti því farið svo að Keflavíkurflugvöllur geti tekið á móti allt að sexfalt fleiri farþegum en á síðasta ári þegar 3,87 milljónir fóru um Keflavíkurflugvöll. Þróunaráætlun um uppbyggingu Keflavíkurflugvallar fram til ársins 2040 var kynnt í dag á ný eftir samráð við hagsmunaaðila.Sjá einnig: Leifsstöð mun tvöfaldast „Samkvæmt áætlunum gætu farþegarnir verið 14 milljónir árið 2040, en verði það fyrr mun Keflavíkurflugvöllur engu að síður vera í stakk búinn til að taka á móti umræddum fjölda“ segir í umfjöllun um áætlunina á vefsvæði Isavia.Áætlað er að fyrstu framkvæmdir hefjist í lok árs 2016, en verkið verður unnið í áföngum.Spá Isavia um fjölgun farþega á Keflavíkurflugvelli fram til 2014.mynd/isaviaEykur möguleika á gjaldeyristekjum vegna ferðamanna Bent er á að þróunaráætlunin muni styðja við uppbyggingu ferðaþjónustunnar. Í nýútkomnum Vegvísi í ferðaþjónustu sé gert ráð fyrir að gjaldeyristekjur af greininni í heild muni aukast verulega og fari úr 350 milljörðum árið 2015 í meira en 620 milljarða 2020 og líklega yfir 1.000 milljarða árið 2030. „Til þess að þessar áætlanir geti orðið að veruleika og ferðaþjónustan nái að skapa þessar gjaldeyristekjur þarf að vera aðstaða til að koma þeim til landsins,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. „Sú staða má ekki skapast að Keflavíkurflugvöllur verði flöskuháls í þeirri uppbyggingu sem mun skila svo miklu til þjóðarbúsins. Því það er þjóðarbúið allt sem liggur undir og stækkun Keflavíkurflugvallar er því mál okkar allra, enda koma um 97% erlendra ferðamanna sem sækja landið heim í gegnum Keflavíkurflugvöll.“Ekki gert ráð fyrir fjármögnun ríkisinsStækkunin verður framkvæmd í nokkrum áföngum og ræðst stærð þeirra af því hversu mikil og hröð farþegaaukningin verður. Ljóst þykir að fyrsti áfanginn verði stór vegna mikillar uppsafnaðar þarfar til afkastaaukningar. Ekki er gert ráð fyrir að íslenska ríkið sem eigandi Isavia þurfi að leggja fjármuni til framkvæmdanna. Isavia metur möguleika til fjármögnunar góða auk þess að til staðar séu tækifæri fyrir aðkomu annarra að Isavia.
Tengdar fréttir Sjáðu breytingarnar á Keflavíkurflugvelli Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur tekið stakkaskiptum að undanförnu en ráðist var í umfangsmiklar breytingar á flugvallarbyggingunni til að mæta mikilli fjölgun ferðamanna á liðnum árum. 12. júní 2015 12:00 Isavia hagnast um hálfan milljarð Rekstrartekjur Isavia á fyrri árshelmingi námu 11.454 milljónum krónum. 15. september 2015 17:05 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Sjáðu breytingarnar á Keflavíkurflugvelli Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur tekið stakkaskiptum að undanförnu en ráðist var í umfangsmiklar breytingar á flugvallarbyggingunni til að mæta mikilli fjölgun ferðamanna á liðnum árum. 12. júní 2015 12:00
Isavia hagnast um hálfan milljarð Rekstrartekjur Isavia á fyrri árshelmingi námu 11.454 milljónum krónum. 15. september 2015 17:05